Boðin aðstoð gegn streitu 18. apríl 2005 00:01 "Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
"Þetta er stór vinnustaður og margar starfseiningar," sagði Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á LSH. "Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfirkeyra starfsemina". Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á LSH segja starfsfólk á LSH kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði, að sparnaaðraðgerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Sú aðstaða kæmi upp á sjúkrastofnunum, að þær væru komnar yfir á fjárlögum. Krafa kæmi frá yfirvöldum um að lækka kostnað. Stjórnendur LSH væru í þeim sporum að þeir þyrftu að bregðast við henni. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðaraðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítalinn hefði ekki haft sömu möguleika á að draga úr þjónustu eins og ýmsar aðrar stofnanir. Samdráttur í starfsemi hjá öðrum stofnunum í heilbrigðiskerfinu kynnu að leiða til aukins álags á LSH sem væri yfirleitt endastöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjónusta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á árinu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Í teyminu væru sálfræðingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geðlæknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmarkmið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. "Það hafa verið tekin markviss skref að hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heilbrigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legutíma," sagði Oddur "svo og aukinni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þessarra stétta í starfi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira