Benedikt XVI boðar lítið nýtt Hafliði Helgason skrifar 21. apríl 2005 00:01 Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -[email protected]
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun