Detroit 4 - Philadelphia 1 4. maí 2005 00:01 Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig. NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig.
NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira