Margir Nordjobbarar á leiðinni 30. maí 2005 00:01 Nordjobb er samnorrænt verkefni þar sem ungu, norrænu fólki á aldrinum 18 til 28 ára gefst tækifæri til að stunda sumarvinnu á einhverju Norðurlandanna. Markmið verkefnisins er að auka hreyfanleika ungs fólks milli Norðurlandanna og stuðla þannig að aukinni þekkingu á menningu og samfélagi Norðurlandanna. Katrín Magnúsdóttir, tómstundafulltrúi hjá Nordjobb á íslandi, segir að Nordjobb sé í sókn og að í sumar sé von á fleiri ungmennum hingað til lands en nokkru sinni fyrr. "Hér verða 80 Nordjobbarar í sumar, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Atvinnutilboðum fyrir norræna starfsmenn hefur fjölgað hér á landi undanfarið en mættu þó vera fleiri. Við náum eiginlega ekki að anna eftirspurninni og vantar enn atvinnurekendur sem eru tilbúnir að taka til sín Nordjobbara," segir hún. Ungmennin sem koma til Íslands gegna alls konar störfum. "Flestir þeirra sem eru í Reykjavík fást við garðyrkjustörf en úti á landi eru ýmis önnur störf í boði, til dæmis vinna á hótelum og sveitabæjum," segir Katrín og bætir því við að Nordjobb snúist ekki bara um vinnuna heldur sé líka heilmikið félagslíf í boði. "Við erum með tómstundaprógramm og alls konar félagsstarf þar sem Nordjobbarar geta hist og skemmt sér saman. Við bjóðum líka upp á lengri ferðir út á land og þá reynum við að gera Nordjobburum á landsbyggðinni kleift að taka þátt. Þeir sem koma hingað ná því að ferðast svolítið um og sjá landið." Einn af þeim fjölmörgu Nordjobburum sem koma hingað í sumar er Finninn Kari Salo. Hann hefur verið hér í rúma viku og líkar vel. "Ég ákvað að koma til Íslands því ég hafði aldrei komið hingað áður og þótti landið framandi," segir Kari. Hann viðurkennir að hafa verið dálítið hissa á veðrinu enda bjóst hann við meiri kulda. Kari hefur áður tekið þátt í norrænu samstarfi en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur sem Nordjobbari. "Þetta er mjög gaman og ég mæli hiklaust með þessu fyrir aðra." Kari ætlar að vera hér fram á sumarið en þá heldur hann heim til Finnlands þar sem hann stundar háskólanám. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að eyða sumrinu erlendis geta enn sótt um Nordjobb en umsóknarfresturinn rennur út þann 31. maí. Atvinna Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nordjobb er samnorrænt verkefni þar sem ungu, norrænu fólki á aldrinum 18 til 28 ára gefst tækifæri til að stunda sumarvinnu á einhverju Norðurlandanna. Markmið verkefnisins er að auka hreyfanleika ungs fólks milli Norðurlandanna og stuðla þannig að aukinni þekkingu á menningu og samfélagi Norðurlandanna. Katrín Magnúsdóttir, tómstundafulltrúi hjá Nordjobb á íslandi, segir að Nordjobb sé í sókn og að í sumar sé von á fleiri ungmennum hingað til lands en nokkru sinni fyrr. "Hér verða 80 Nordjobbarar í sumar, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Atvinnutilboðum fyrir norræna starfsmenn hefur fjölgað hér á landi undanfarið en mættu þó vera fleiri. Við náum eiginlega ekki að anna eftirspurninni og vantar enn atvinnurekendur sem eru tilbúnir að taka til sín Nordjobbara," segir hún. Ungmennin sem koma til Íslands gegna alls konar störfum. "Flestir þeirra sem eru í Reykjavík fást við garðyrkjustörf en úti á landi eru ýmis önnur störf í boði, til dæmis vinna á hótelum og sveitabæjum," segir Katrín og bætir því við að Nordjobb snúist ekki bara um vinnuna heldur sé líka heilmikið félagslíf í boði. "Við erum með tómstundaprógramm og alls konar félagsstarf þar sem Nordjobbarar geta hist og skemmt sér saman. Við bjóðum líka upp á lengri ferðir út á land og þá reynum við að gera Nordjobburum á landsbyggðinni kleift að taka þátt. Þeir sem koma hingað ná því að ferðast svolítið um og sjá landið." Einn af þeim fjölmörgu Nordjobburum sem koma hingað í sumar er Finninn Kari Salo. Hann hefur verið hér í rúma viku og líkar vel. "Ég ákvað að koma til Íslands því ég hafði aldrei komið hingað áður og þótti landið framandi," segir Kari. Hann viðurkennir að hafa verið dálítið hissa á veðrinu enda bjóst hann við meiri kulda. Kari hefur áður tekið þátt í norrænu samstarfi en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur sem Nordjobbari. "Þetta er mjög gaman og ég mæli hiklaust með þessu fyrir aðra." Kari ætlar að vera hér fram á sumarið en þá heldur hann heim til Finnlands þar sem hann stundar háskólanám. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að eyða sumrinu erlendis geta enn sótt um Nordjobb en umsóknarfresturinn rennur út þann 31. maí.
Atvinna Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira