Starfsumhverfi er mikið breytt 7. júní 2005 00:01 María Jónasdóttir ráðgjafi, framkvæmdastjóri og nýr eigandi Ráðningarþjónustunnar, segir fyrirtækið hafa vaxið mikið og það færist í aukana að einstaklingar og fyrirtæki nýti sér slíka þjónustu. "Við bjóðum upp á persónulega og faglega þjónustu og búum yfir reynslu sem gerir okkur kleyft að finna rétt störf fyrir einstaklinga og rétta einstaklinga í ákveðin störf. Það er tímafrekt fyrir fyrirtæki að leita að hæfi starfsfólki og það hefur margsýnt sig að atvinnurekendur spara tíma, fyrirhöfn og fjármuni með því að nýta sér þjónustu af þesu tagi," segir María. María segir að stjórnendur fyrirtækja séu duglegir að nýta sér Ráðningarþjónustuna enda átti þeir sig á mikilvægi þess að finna hæft starfsfólk. "Starfsumhverfið hefur breyst undanfarin ár og það ríkja ekki sömu lögmál og áður þegar leitað er að fólki til starfa. Að auki eru sífellt gerðar meiri kröfur til starfsmanna. Þekking og menntun einstaklinga er afar fjölbreytt og það er liðinn tími að hægt sé að setja alla með sama starfsheiti undir sama hatt. Það er ekki nóg að auglýsa bara eftir bókara því bókarar geta verið gríðarlega ólíkir og haft ólíka menntun og reynslu." Þeir einstaklingar sem leggja inn umsókn hjá Ráðningarþjónustunni fara í gagnagrunn. Í þessum gagnagrunni eru mörg þúsund manns og í hann er sótt þegar fyrirtæki leita til Ráðningarþjónustunnar. "Við auglýsum laus störf á heimasíðu okkar og nýtum okkur líka blöðin, þannig fáum við fjölda umsækjenda til að velja úr. Þegar við höfum minnkað hópinn, boðum við umsækjendur í viðtöl og þá koma fyrirtækin oft inn í ferlið og klára ráðningarferlið með okkur," segir María. "Þjónusta við einstaklinga er líka mjög góð. Til dæmis geta umsækjendur látið setja sig á póstlista og fá þá tölvupóst frá Ráðningarþjónustunni um leið og starf við þeirra hæfi dettur inn." Ráðningaþjónustan er í nánum tengslum við atvinnulífið og starfsmenn þar hafa glögga mynd af atvinnuástandinu hverju sinni. María segir að atvinnuleysi fari minnkandi og það sé töluvert í boði af störfum. "Það er eftirspurn eftir starfsfólki í öllum stéttum sem er gott. Undanfarið hefur helst verið skortur á verkfræðingum, lögfræðingum og góðu sölufólki. Það er líka mikil eftirspurn eftir vélvirkjum og svo vantar alltaf lagerstarfsfólk og skrifstofufólk. Þetta er því ansi breitt og því mikilvægt að hafa fólk úr öllum starfsstéttum í gagnagrunninum." segir María. Allar upplýsingar um Ráðningarþjónustuna er að finna á heimasíðunni: www.radning.is. Atvinna Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
María Jónasdóttir ráðgjafi, framkvæmdastjóri og nýr eigandi Ráðningarþjónustunnar, segir fyrirtækið hafa vaxið mikið og það færist í aukana að einstaklingar og fyrirtæki nýti sér slíka þjónustu. "Við bjóðum upp á persónulega og faglega þjónustu og búum yfir reynslu sem gerir okkur kleyft að finna rétt störf fyrir einstaklinga og rétta einstaklinga í ákveðin störf. Það er tímafrekt fyrir fyrirtæki að leita að hæfi starfsfólki og það hefur margsýnt sig að atvinnurekendur spara tíma, fyrirhöfn og fjármuni með því að nýta sér þjónustu af þesu tagi," segir María. María segir að stjórnendur fyrirtækja séu duglegir að nýta sér Ráðningarþjónustuna enda átti þeir sig á mikilvægi þess að finna hæft starfsfólk. "Starfsumhverfið hefur breyst undanfarin ár og það ríkja ekki sömu lögmál og áður þegar leitað er að fólki til starfa. Að auki eru sífellt gerðar meiri kröfur til starfsmanna. Þekking og menntun einstaklinga er afar fjölbreytt og það er liðinn tími að hægt sé að setja alla með sama starfsheiti undir sama hatt. Það er ekki nóg að auglýsa bara eftir bókara því bókarar geta verið gríðarlega ólíkir og haft ólíka menntun og reynslu." Þeir einstaklingar sem leggja inn umsókn hjá Ráðningarþjónustunni fara í gagnagrunn. Í þessum gagnagrunni eru mörg þúsund manns og í hann er sótt þegar fyrirtæki leita til Ráðningarþjónustunnar. "Við auglýsum laus störf á heimasíðu okkar og nýtum okkur líka blöðin, þannig fáum við fjölda umsækjenda til að velja úr. Þegar við höfum minnkað hópinn, boðum við umsækjendur í viðtöl og þá koma fyrirtækin oft inn í ferlið og klára ráðningarferlið með okkur," segir María. "Þjónusta við einstaklinga er líka mjög góð. Til dæmis geta umsækjendur látið setja sig á póstlista og fá þá tölvupóst frá Ráðningarþjónustunni um leið og starf við þeirra hæfi dettur inn." Ráðningaþjónustan er í nánum tengslum við atvinnulífið og starfsmenn þar hafa glögga mynd af atvinnuástandinu hverju sinni. María segir að atvinnuleysi fari minnkandi og það sé töluvert í boði af störfum. "Það er eftirspurn eftir starfsfólki í öllum stéttum sem er gott. Undanfarið hefur helst verið skortur á verkfræðingum, lögfræðingum og góðu sölufólki. Það er líka mikil eftirspurn eftir vélvirkjum og svo vantar alltaf lagerstarfsfólk og skrifstofufólk. Þetta er því ansi breitt og því mikilvægt að hafa fólk úr öllum starfsstéttum í gagnagrunninum." segir María. Allar upplýsingar um Ráðningarþjónustuna er að finna á heimasíðunni: www.radning.is.
Atvinna Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira