San Antonio 3 - Detroit 2 20. júní 2005 00:01 Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig. NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira
Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum í gær, setti Robert Horry í gírinn í síðari hálfleiknum og skoraði í honum 21 stig. Framganga hans bjargaði liði San Antonio í leiknum, því Tim Duncan átti afleitar lokamínútur og mistókst hvað eftir annað á vítalínunni, sem og úr skotum utan af velli. Sigurkarfa Horry kom um fimm sekúndum fyrir lok framlengingarinnar, úr þriggja stiga skoti - hvað annað. Horry hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum og skoraði ótrúlegar körfur á lykilaugnablikum í leiknum. Frammistaða hans í gær verður ekki sú fyrsta sem fer í sögubækurnar hjá honum, en hún er líklega eins sú allra besta. Hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum með Houston og Los Angeles Lakers og er nú á góðri leið með að krækja í sinn sjötta með San Antonio, sem eftir tvo afleita leiki í röð, hefur nú pálmann í höndunum. Liðið fær nú tvö tækifæri til að gera út um einvígið á heimavelli sínum í Texas. Þegar 9,6 sekúndur voru eftir á klukkunni í framlengingunni, tók Horry innkast við endalínuna og sendi á Manu Ginobili, sem keyrði niður í hornið og ógnaði skoti. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, kusu leikmenn Detroit að skilja Horry eftir galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem er mjög skrítið ef horft er til þess hve sjóðheitur hann var á lokamínútunum. "Ég sá að Rasheed Wallace beit á agnið og skildi mig eftir. Þó að það hafi ekki verið upprunaleg ætlun okkar að ég tæki skotið, læt ég ekki bjóða mér svona lagað tvisvar," sagði Horry. "Ég átti að taka skotið, en þegar ég sá Wallace koma á mig, vissi ég að Horry myndi klára þetta ef ég gæfi á hann. Hann hefur oft verið í þessum aðstæðum áður. Hann er sigurvegari og allir vita það," sagði Ginobili ánægður eftir leikinn. "Þetta var martröð fyrir mig," sagði Tim Duncan um taugaveiklaðan leik sinn á lokamínútunum. "Sem betur fer hafði ég Robert Horry til að bjarga mér upp úr þessari holu sem ég var í;" sagði hann. "Það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr þessu, ég reyndi að tvídekka Ginobili, en svona fór þetta bara. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," sagði Rasheed Wallace. "Það var synd að annað liðið þyrfti að tapa þessum frábæra leik," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. SAN ANTONIODETROITStig9695Skot-skot reynd,%38-82 (.463)37-84 (.440)3ja stiga skot-skot reynd,%8-20 (.400)2-9 (.222)Víti-víti reynd,%12-21 (.571)19-23 (.826)Fráköst (í sókn/heildar)19-4516-42Stoðsendingar2017Tapaðir boltar1611Stolnir boltar37Varin skot311Stig úr hraðaupphlaupum89Villur (tækni/ásetnings)26 (0/0)20 (0/0)Mesta forskot í leik97Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 34 stig (7 stoðs, 5 frák), Rip Hamilton 15 stig, Ben Wallace 13 stig (12 frák, 4 varin), Rasheed Wallace 12 stig (5 frák, 4 varin), Tayshaun Prince 10 stig (9 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 26 stig (19 frák), Robert Horry 21 stig (7 frák), Manu Ginobili 16 stig (9 stoðs, 6 frák), Tony Parker 14 stig, Bruce Bowen 10 stig, Nazr Mohammed 6 stig.
NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Sjá meira