Vandræðin virðast aldrei hætta 1. ágúst 2005 00:01 Það sem byrjaði með Hot Coffee hneykslinu virðist engan enda ætla að taka. Leikur sem Rockstar Games eru að vinna að þarf núna að sæta hörðum árásum frá Bullying Online, vegna þess að hann er sagður ýta undir einelti í skólum. Leikurinn, sem heitir því einfalda nafni Bully, snýst um ungann mann i framhaldsskóla sem þarf að standa í hárinu á hrekkjusvínum, þola einelti af höndum kennara, stríða öðrum krökkum, reyna við stelpur, og á endanum að komast heill í gegnum skóladagana. Bullying Online er stuðningshópur í Bretlandi fyrir börn sem verða fyrir einelti. Þau taka málið mjög alvarlega því þau óttast það að ung börn muni herma eftir því sem þau sjá í leiknum. Þótt að leikurinn hafi ekki enn verið dæmdur, er talið líklegt að hann verði bannaður innan 17 ára, en það sem veldur mestum áhyggjum er sú staðreynd að margir leikjasalar hafa verið að selja leikinn í forsölu án þess að forvitnast um aldur kaupanda. Lögmaður að nafni Jack Thompson sem hefur barist harkalega gegn útgáfu leikjarins hefur óskað eftir fundi við Rockstar Games og ESRB til að koma í veg fyrir útgáfu leiksins. Hann hefur einnig tilkynnt það að tvær fullar rútur af skólabörnum í Bandaríkjunum munu mæta fyrir utan fundarstaðinn til að mótmæla leiknum. Vandræðin virðast elta Rockstar uppi, en Geim mun alltaf fylgjast vel með. Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það sem byrjaði með Hot Coffee hneykslinu virðist engan enda ætla að taka. Leikur sem Rockstar Games eru að vinna að þarf núna að sæta hörðum árásum frá Bullying Online, vegna þess að hann er sagður ýta undir einelti í skólum. Leikurinn, sem heitir því einfalda nafni Bully, snýst um ungann mann i framhaldsskóla sem þarf að standa í hárinu á hrekkjusvínum, þola einelti af höndum kennara, stríða öðrum krökkum, reyna við stelpur, og á endanum að komast heill í gegnum skóladagana. Bullying Online er stuðningshópur í Bretlandi fyrir börn sem verða fyrir einelti. Þau taka málið mjög alvarlega því þau óttast það að ung börn muni herma eftir því sem þau sjá í leiknum. Þótt að leikurinn hafi ekki enn verið dæmdur, er talið líklegt að hann verði bannaður innan 17 ára, en það sem veldur mestum áhyggjum er sú staðreynd að margir leikjasalar hafa verið að selja leikinn í forsölu án þess að forvitnast um aldur kaupanda. Lögmaður að nafni Jack Thompson sem hefur barist harkalega gegn útgáfu leikjarins hefur óskað eftir fundi við Rockstar Games og ESRB til að koma í veg fyrir útgáfu leiksins. Hann hefur einnig tilkynnt það að tvær fullar rútur af skólabörnum í Bandaríkjunum munu mæta fyrir utan fundarstaðinn til að mótmæla leiknum. Vandræðin virðast elta Rockstar uppi, en Geim mun alltaf fylgjast vel með.
Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira