Takmörkuð þekking á landinu 31. ágúst 2005 00:01 Sæll Egill, oft kemst maður ekki hjá því þegar ferðast er með flugvélum að verða áheyrandi samtala þeirra sem sitja í nágrenninu. Eitt sinn heyrði ég erlendan mann sem sat í bekkjaröðinni fyrir aftan mig spyrja sessunaut sinn ungan íslending á þrítugsaldri, hvort ekki væru margir skíðastaðir á Íslandi. "Nei það eru engir", var svarið hjá hinum unga landa mínum. En hann leiðrétti sig eftir skamma stund. "Oh yes there is one in the country, Blue mountains close to Reykjavik." Hinn erlendi maður varð undrandi og sagði sér þætti þetta einkennilegt í svo fjöllóttu landi sem Ísland væri og mikið af jöklum. Ungi maðurinn hélt svo nákvæman og langan fyrirlestur um alla hina frábæru pöbba og veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur. Hvað skemmtanalífið væri fjörugt og auðvelt að finna sér stúlku. Hér virtist vera einn af þeim íslendingum sem aldrei fara út fyrir 101 svæðið nema þá í rútu til Keflavíkur. Það er harla einkennilegt að heyra fullorðinn íslending vita ekki að það séu 3 skíðastaðir í grennd Reykjavíkur auk hinna stóru skíðastaða á Eskifirði, Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Sauðárkrók og Ísafirði. Maður verður i vaxandi mæli var við þessa takmörkuðu þekkingu á landi okkar hjá fólki sem býr og heldur sig á 101/107 svæðinu. Þetta fólk margt hvert virðist haldið einhverri heimóttalegri þörf að vera sífellt að réttlæta búsetu sína á þessu svæði með því að tala niður til þeirra sem hafa kosið að búa annarsstaðar. Þetta kemur reglulega fram á heimasíðu þinni Egill og reyndar hjá sumu af þáttagerðarfólki útvarpsstöðvanna. Nýverið birtir þú pistil Hallgríms. Þar fer hann háðuglegum orðum um líf okkar úthverfunganna og hversu ömurlegt og innihaldslaust það sé. Engir listamenn þrífist úthverfunum, öll hugsun ófrjó og við þjökuð þunglyndisdoða. Sú mynd sem Hallgrímur dregur upp af okkur úthverfingunum samsamar sig við gaurana sem Halli og Laddi léku svo oft í áramótaskaupunum á sínum tíma og staðsettir voru á túnunum við Laugardalshöllina. Hallgrímur fullyrðir að hvergi sé bjór að hafa á pöbb í Grafarvognum og það eina sem til afþreyingar bjóðist sé kirkjan okkar. Til að bæta úr þekkingarleysi Hallgríms má benda á að allmargir snjallir rithöfundar og þekkt ljóðskáld búa í Grafarvoginum. Úr mínum bransa eru búsettir allmargir leiðandi tæknimenn í Grafarvoginum, sem halda uppi þróttmestu og framsæknustu fyrirtækjunum. Það eru nú einir 3 pöbbar í Grafarvoginum, auk þess stór dansstaður. Nokkur veitingahús og pizzastaðir og austurlenskur matsölustaður. Stærsta knattspyrnu- og tónleikahús landsins er þar, ásamt skautahöll. Tveir golfvellir, sundlaug, allnokkrir knattspyrnuvellir og 4 stór íþróttahús. Auk þess er í Grafarvoginum þéttriðnasta göngustígakerfi um íbúðarhverfin sem þekkist hér á landi og eins með fjörunni allt frá Elliðaánum upp í Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum er iðandi mannlíf. Ég er uppalinn í austurbænum, nánar Vogunum, og hef alla tíð búið á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar, utan liðlega eins árs sem ég átti heima vestast við Hringbrautina. Skelfing var oft rok þar og skelfing tók það langan tíma að komast í gegnum bæinn til vinnu, en á þeim tíma var aðalvinnustöð mín í Háaleitishverfinu. Sami tími fór til spillis ef maður ætlaði að fara á skíði eða ganga á Esjuna. Ég seldi íbúð mína og flutti upp í Grafarvog og hef verið þar í síðan eða í 17 ár. Ég uni hag mínum mun betur hér en í Vesturbænum, svo vel að ég finn enga þörf að réttlæta það með því að níða niður 101/107 svæðið eða það fólk sem kýs að búa þar. Það er svo öllu verra ef menn eru að gefa sig út fyrir að skrifa í kynningarbækur eða ástunda fyrirlestra um Ísland og íslendinga, þá verður maður að gera kröfu um að viðkomandi kynni sér helstu staðreyndir. Þrátt fyrir smellinn texta þá fellur hann niður á sama plan og hinn ungi flugfarþegi og það er eitthvað svo ástæðulaust Grafarvogi 28, ágúst 2005 Með góðum kveðjum Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill, oft kemst maður ekki hjá því þegar ferðast er með flugvélum að verða áheyrandi samtala þeirra sem sitja í nágrenninu. Eitt sinn heyrði ég erlendan mann sem sat í bekkjaröðinni fyrir aftan mig spyrja sessunaut sinn ungan íslending á þrítugsaldri, hvort ekki væru margir skíðastaðir á Íslandi. "Nei það eru engir", var svarið hjá hinum unga landa mínum. En hann leiðrétti sig eftir skamma stund. "Oh yes there is one in the country, Blue mountains close to Reykjavik." Hinn erlendi maður varð undrandi og sagði sér þætti þetta einkennilegt í svo fjöllóttu landi sem Ísland væri og mikið af jöklum. Ungi maðurinn hélt svo nákvæman og langan fyrirlestur um alla hina frábæru pöbba og veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur. Hvað skemmtanalífið væri fjörugt og auðvelt að finna sér stúlku. Hér virtist vera einn af þeim íslendingum sem aldrei fara út fyrir 101 svæðið nema þá í rútu til Keflavíkur. Það er harla einkennilegt að heyra fullorðinn íslending vita ekki að það séu 3 skíðastaðir í grennd Reykjavíkur auk hinna stóru skíðastaða á Eskifirði, Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Sauðárkrók og Ísafirði. Maður verður i vaxandi mæli var við þessa takmörkuðu þekkingu á landi okkar hjá fólki sem býr og heldur sig á 101/107 svæðinu. Þetta fólk margt hvert virðist haldið einhverri heimóttalegri þörf að vera sífellt að réttlæta búsetu sína á þessu svæði með því að tala niður til þeirra sem hafa kosið að búa annarsstaðar. Þetta kemur reglulega fram á heimasíðu þinni Egill og reyndar hjá sumu af þáttagerðarfólki útvarpsstöðvanna. Nýverið birtir þú pistil Hallgríms. Þar fer hann háðuglegum orðum um líf okkar úthverfunganna og hversu ömurlegt og innihaldslaust það sé. Engir listamenn þrífist úthverfunum, öll hugsun ófrjó og við þjökuð þunglyndisdoða. Sú mynd sem Hallgrímur dregur upp af okkur úthverfingunum samsamar sig við gaurana sem Halli og Laddi léku svo oft í áramótaskaupunum á sínum tíma og staðsettir voru á túnunum við Laugardalshöllina. Hallgrímur fullyrðir að hvergi sé bjór að hafa á pöbb í Grafarvognum og það eina sem til afþreyingar bjóðist sé kirkjan okkar. Til að bæta úr þekkingarleysi Hallgríms má benda á að allmargir snjallir rithöfundar og þekkt ljóðskáld búa í Grafarvoginum. Úr mínum bransa eru búsettir allmargir leiðandi tæknimenn í Grafarvoginum, sem halda uppi þróttmestu og framsæknustu fyrirtækjunum. Það eru nú einir 3 pöbbar í Grafarvoginum, auk þess stór dansstaður. Nokkur veitingahús og pizzastaðir og austurlenskur matsölustaður. Stærsta knattspyrnu- og tónleikahús landsins er þar, ásamt skautahöll. Tveir golfvellir, sundlaug, allnokkrir knattspyrnuvellir og 4 stór íþróttahús. Auk þess er í Grafarvoginum þéttriðnasta göngustígakerfi um íbúðarhverfin sem þekkist hér á landi og eins með fjörunni allt frá Elliðaánum upp í Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum er iðandi mannlíf. Ég er uppalinn í austurbænum, nánar Vogunum, og hef alla tíð búið á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar, utan liðlega eins árs sem ég átti heima vestast við Hringbrautina. Skelfing var oft rok þar og skelfing tók það langan tíma að komast í gegnum bæinn til vinnu, en á þeim tíma var aðalvinnustöð mín í Háaleitishverfinu. Sami tími fór til spillis ef maður ætlaði að fara á skíði eða ganga á Esjuna. Ég seldi íbúð mína og flutti upp í Grafarvog og hef verið þar í síðan eða í 17 ár. Ég uni hag mínum mun betur hér en í Vesturbænum, svo vel að ég finn enga þörf að réttlæta það með því að níða niður 101/107 svæðið eða það fólk sem kýs að búa þar. Það er svo öllu verra ef menn eru að gefa sig út fyrir að skrifa í kynningarbækur eða ástunda fyrirlestra um Ísland og íslendinga, þá verður maður að gera kröfu um að viðkomandi kynni sér helstu staðreyndir. Þrátt fyrir smellinn texta þá fellur hann niður á sama plan og hinn ungi flugfarþegi og það er eitthvað svo ástæðulaust Grafarvogi 28, ágúst 2005 Með góðum kveðjum Guðmundur Gunnarsson
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun