Áform KR heilluðu Teit 11. september 2005 00:01 Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. "Stefnan er að byggja upp sterkt lið sem verður að mestu skipað leikmönnum sem koma upp úr yngriflokkastarfinu hjá félaginu og það þótti mér spennandi verkefni," sagði Teitur, sem segir aðbúnaðinn hjá KR síst lakari en hjá topp félögunum í norska boltanum. Samningur Teits við KR er til fimm ára og er ákvæði í samningnum sem segir að ekki sé hægt að segja honum upp störfum fyrr en eftir tvö ár. Teitur hefur búið erlendis undanfarin 30 ár. Hann lék með félögum í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss frá 1977 til 1987 og þjálfaði í Svíþjóð, Eistlandi og Noregi frá 1987 og til og með þessu ári. Ferill TeitsTeitur Benedikt Þórðarson (14.1.1952) Leikmaður:1969-1977 ÍA1977 Jönköpings IF (Svíþjóð)1978-1981 Östers IF Växjö (Svíþjóð)* Fyrsti Íslendingurinn í Allsvenskan, efstu deildinni sænsku.1981-1983 RC Lens (Frakklandi)* 5. markahæsti leikmaður efstu deildar leiktíðina 1981-82 með 19 mörk í 38 leikjum.* Lék undir stjórn Gérard Houllier, síðar stjóra Liverpool.1983-1984 AS Cannes (Frakklandi)1984-1985 Yverdon Sports (Sviss)1985-1986 Östers IF Växjö (Svíþjóð)1987 Skövde AIK (Svíþjóð) Þjálfari:1987 Skövde AIK (Svíþjóð)1988-1990 SK Brann (Noregi)* Tók við af Tony Knapp fyrrum landsliðsþjálfara Íslendinga.1991-1992 SFK Lyn Oslo (Noregi)1993 SF Grei Oslo (Noregi)1994-1995 Lillestrøm SK (Noregi)1995-1999 landsliðsþjálfari Eistlands* Stjórnaði eistneska landsliðinu í 58 leikjum.1995-1999 FC Flora Tallin (Eistlandi)* Stjórnaði Flora í úrslitaleik Kýpurbikarkeppninnar gegn KR árið 1999.2000-2002 SK Brann (Noregi)2003 SFK Lyn Oslo (Noregi)2004-2005 Ull-Kisa (Noregi) Titlar:Íslandsmeistari: 1970, 1974, 1975.Sænskur meistari: 1978, 1980, 1981.Eistneskur meistari: 1994-95, 1997-98, 1998.Eistneskur bikarmeistari: 1998. A-landsleikir/mörk:41/9 - fjórum sinnum fyrirliði. * Teitur varð í vor fyrsti íslenski þjálfarinn með UEFA-Pro þjálfararéttindi. UEFA-Pro þjálfaragráðan veitir Teiti m.a. réttindi til að þjálfa félög í efstu deild í öllum löndum Evrópu sem eiga aðild að þjálfarasáttmála UEFA (39 lönd).* Teitur verður fjórði Skagamaðurinn sem þjálfar meistaraflokk KR. Guðjón Þórðarson þjálfaði KR árið 1994 og 1995, Pétur Pétursson árin 2000 og 2001 og Sigursteinn Gíslason seinni hluta þessarar leiktíðar. Heimild: www.kr.is Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. "Stefnan er að byggja upp sterkt lið sem verður að mestu skipað leikmönnum sem koma upp úr yngriflokkastarfinu hjá félaginu og það þótti mér spennandi verkefni," sagði Teitur, sem segir aðbúnaðinn hjá KR síst lakari en hjá topp félögunum í norska boltanum. Samningur Teits við KR er til fimm ára og er ákvæði í samningnum sem segir að ekki sé hægt að segja honum upp störfum fyrr en eftir tvö ár. Teitur hefur búið erlendis undanfarin 30 ár. Hann lék með félögum í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss frá 1977 til 1987 og þjálfaði í Svíþjóð, Eistlandi og Noregi frá 1987 og til og með þessu ári. Ferill TeitsTeitur Benedikt Þórðarson (14.1.1952) Leikmaður:1969-1977 ÍA1977 Jönköpings IF (Svíþjóð)1978-1981 Östers IF Växjö (Svíþjóð)* Fyrsti Íslendingurinn í Allsvenskan, efstu deildinni sænsku.1981-1983 RC Lens (Frakklandi)* 5. markahæsti leikmaður efstu deildar leiktíðina 1981-82 með 19 mörk í 38 leikjum.* Lék undir stjórn Gérard Houllier, síðar stjóra Liverpool.1983-1984 AS Cannes (Frakklandi)1984-1985 Yverdon Sports (Sviss)1985-1986 Östers IF Växjö (Svíþjóð)1987 Skövde AIK (Svíþjóð) Þjálfari:1987 Skövde AIK (Svíþjóð)1988-1990 SK Brann (Noregi)* Tók við af Tony Knapp fyrrum landsliðsþjálfara Íslendinga.1991-1992 SFK Lyn Oslo (Noregi)1993 SF Grei Oslo (Noregi)1994-1995 Lillestrøm SK (Noregi)1995-1999 landsliðsþjálfari Eistlands* Stjórnaði eistneska landsliðinu í 58 leikjum.1995-1999 FC Flora Tallin (Eistlandi)* Stjórnaði Flora í úrslitaleik Kýpurbikarkeppninnar gegn KR árið 1999.2000-2002 SK Brann (Noregi)2003 SFK Lyn Oslo (Noregi)2004-2005 Ull-Kisa (Noregi) Titlar:Íslandsmeistari: 1970, 1974, 1975.Sænskur meistari: 1978, 1980, 1981.Eistneskur meistari: 1994-95, 1997-98, 1998.Eistneskur bikarmeistari: 1998. A-landsleikir/mörk:41/9 - fjórum sinnum fyrirliði. * Teitur varð í vor fyrsti íslenski þjálfarinn með UEFA-Pro þjálfararéttindi. UEFA-Pro þjálfaragráðan veitir Teiti m.a. réttindi til að þjálfa félög í efstu deild í öllum löndum Evrópu sem eiga aðild að þjálfarasáttmála UEFA (39 lönd).* Teitur verður fjórði Skagamaðurinn sem þjálfar meistaraflokk KR. Guðjón Þórðarson þjálfaði KR árið 1994 og 1995, Pétur Pétursson árin 2000 og 2001 og Sigursteinn Gíslason seinni hluta þessarar leiktíðar. Heimild: www.kr.is
Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira