Fótbolti

Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robert Lewandowski hefur skorað grimmt fyrir Barcelona í vetur.
Robert Lewandowski hefur skorað grimmt fyrir Barcelona í vetur. getty/Alex Caparros

Robert Lewandowski, framherji Barcelona, missir af bikarúrslitaleiknum gegn Real Madrid um næstu helgi vegna meiðsla.

Lewandowski fór meiddur af velli í seinni hálfleik þegar Barcelona sigraði Celta Vigo, 4-3, í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Lewandowski er meiddur aftan í læri og verður frá keppni næstu þrjár vikurnar samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Hann missir því af bikarúrslitaleiknum gegn Real Madrid á laugardaginn og að öllum líkindum af leikjunum gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Barcelona 30. apríl og sá síðari í Mílanó 6. maí.

Hinn 36 ára Lewandowski missir einnig af deildarleikjunum gegn Mallorca á morgun og Real Valladolid 3. maí. 

Lewandowski er markahæsti leikmaður Barcelona á tímabilinu með fjörutíu mörk í öllum keppnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×