Fótbolti

„Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“

Aron Elís Þrándarson spilaði einkar vel inni á miðsvæðinu hjá Víkingi sem fer með eitt stig í farteskinu úr viðureign sinni við FC Noah í Jerevan í fjórðu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti

Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra

Það kostaði enska úr­vals­deildar­félagið Manchester United því sem nemur rúmum 1,7 milljarði ís­lenskra króna að reka knatt­spyrnu­stjórann Erik ten Hag og starfs­lið hans frá félaginu. Ef litið er á kostnað félagsins við starfslok knattspyrnustjóra frá stjóratíð Sir Alex Ferguson kemur í ljós margra milljarða reikningur.

Enski boltinn

Mbappé fékk tvo í ein­kunn

Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik þegar Real Madrid laut í lægra haldi fyrir Liverpool, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í gær og fékk enga miskunn í frönskum fjölmiðlum.

Fótbolti

Ráða njósnara á Ís­landi

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur ráðið Vigfús Jósefsson sem njósnara á Íslandi. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

Fótbolti

Fann ástina í örmum skilnaðar­lög­fræðingsins

Hinn 31 árs gamli Mauro Icardi var á sínum tíma einn heitasti framherji Evrópu, innan vallar sem utan. Undanfarin misseri hefur hann hins vegar verið meira í fréttum vegna ástarmála sinna heldur en vegna frammistöðu á knattspyrnuvellinum.

Fótbolti

Dramatík á Villa Park

Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Fótbolti

Guardiola allur útklóraður eftir leik

Manchester City kastaði frá sér þriggja marka forystu gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í gær. Útgangurinn á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins, eftir leik vakti athygli.

Fótbolti