Enski boltinn

„Vörðust og vörðust meira á­samt því að tefja tímann“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola og Joško Gvardiol að leik loknum í dag.
Pep Guardiola og Joško Gvardiol að leik loknum í dag. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

Pep Guardiola var allt annað en sáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna í Manchester City gegn botnliði Southampton fyrr í dag. Með stiginu er ljóst að Southampton er ekki slakasta lið í sögu ensku úrvalsdeildar karla.

„Þetta var erfitt. Við fengum tækifæri en gátum ekki skorað. Leikmann Southampton vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann. Við tökum stigið,“ sagði Pep að leik loknum

„Við reiknuðum ekki með því að þeir myndu verjast svona aftarlega á vellinum. Varnarlega vorum við góðir í dag en því miður vantaði okkur þessa síðustu sendingu eða skot fram á við.“

„Hann[Erling Haaland] bjóst ekki við því að spila jafn margar mínútur í dag og raun bar vitni en eins og við spiluðum í dag þá þurftum við menn inn í teig.“

„Stigið var mikilvægt,“ sagði Pep að lokum.

Manchester City er nú með 65 stig í 3. sæti deildarinnar. Arsenal er sæti ofar með 67 stig á meðan Newcastle United og Chelsea eru með 63 stig. Þau eiga öll leik til góða á Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×