Palace fór létt með Totten­ham sem hvíldi marga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eze skorar annað af mörkum sínum.
Eze skorar annað af mörkum sínum. ulian Finney/Getty Images

Flestir af bestu leikmönnum Tottenham Hotspur sátu á varamannabekknum þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildar karla.

Tottenham tryggði sér í vikunni sæti í úrslitum Evrópudeildarinnar og eftir ferðalag frá Norður-Noregi hefur Ange Postecoglou ákveðið að hvíla marga af sínum bestu mönnum. Það sást á leik liðsins í dag.

Gestirnir í Palace voru mikið mun betri aðilinn frá fyrstu mínútu og unnu á endanum sannfærandi sigur. Eberechi Eze skoraði sitthvoru megin við hálfleikshléið og hefðu gestirnir getað bætt við fleiri mörkum. Raunar skoruðu þeir þrjú en eitt þeirra var dæmt af.

Palace er í 12. sæti með 49 stig eftir 36 umferðir. Tottenham er í 17. sæti með 38 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira