Tímamótaákvörðun leiðtogafundar 26. september 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun