Virðing Styrmis Gunnarssonar 28. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, svo hæglátur sem hann er og kurteis, virðist hafa áður óþekkta hæfileika sem demógóg. Sem helst hefur verið þýtt sem “lýðskrumari” á íslensku. Því hvað gerðist í gær? Styrmir gengur inn á fund með starfsmönnum Morgunblaðsins sem ætla sér að spyrja hann ágengra og hvassra spurninga um hvernig hann virðist hafa notað blaðið sem “powerbase” í einhverju einkennilegu valdatafli fyrir æðstu valdsmenn í landinu. Og starfsfólk þess sem hver önnur peð. Ætla mætti að hann jafnvel skammaðist sín. En hvað gerist? Ef marka má frásögn Morgunblaðsins sjálfs þá gengur hann tveimur tímum seinna út af fundinum sem óskoraður sigurvegari, undir lófaklappi og gott ef ekki húrrahrópum, og þá er svo komið að gengur á með áskorunum um að hann fari sem fyrst í framboð til þess að halda áfram því heilaga stríði gegn spilltum og vondum auðkýfingum sem allt hans starf reynist nú hafa verið partur af! Skyldi ekki hafa hvarflað að neinum starfsmönnum Morgunblaðsins þegar rann af þeim mesti eldmóðurinn að þeir hefðu ef til vill verið hafðir að fífli? Ætlar Styrmir í framboð? Þegar maður les frásögn Moggans af þessum fundi og kemur að þeim kafla þar sem hugleiðingar um þingframboð ritstjóra Morgunblaðsins gegn hinu illa auðvaldi í landinu, þá dettur manni helst í hug brandarinn þegar Sverrir Hermannsson varð að hrökklast úr starfi bankastjóra vegna spillingar en stofnaði þá umsvifalaust stjórnmálaflokk gegn spillingu í landinu! Sem var reyndar enginn brandari heldur fúlasta alvara. Og því er aldrei að vita nema Styrmir láti verða af því að skella sér í framboð fyrir réttlætið gegn hinum illu öflum. Af frásögn Moggans af fundi starfsfólksins er það annars merkilegast þegar einhver ber upp spurninguna um hver sé “ónefndi maðurinn” sem Styrmir komst svo að orði um í tölvubréfi til Jónínu að tryggð Jóns Steinars Gunnlaugssonar við hann væri “innmúruð og ófrávíkjanleg”. Og Styrmir, sem maður hefði haldið að bæri virðingu fyrir starfsmönnum Morgunblaðsins, hverju svarar hann? Jú – “Ég gef engar upplýsingar um mína heimildarmenn eða viðmælendur.” Haaaaa? Hvaða heimildarmenn? Hvaða viðmælendur? Setningin í tölvubréfinu snerist ekkert um neina heimildarmenn eða viðmælendur. Það sjá allir. En Styrmir, þessi annálaði drengskaparmaður, hann ber ekki næga virðingu fyrir starfsmönnum til að gefa þeim heiðarlegt svar. Ómerkilegt svar Styrmis En hitt verður að teljast merkilegt að á þessu næststærsta blaði landsins beri starfsmenn greinilega enn svo mikla virðingu fyrir ritstjóra sínum að enginn af hinum frægu fréttahaukum blaðsins skuli hreyfa athugasemd við svo ómerkilegu svari. Blaðamennska Styrmis gerist nú reyndar æ einkennilegri. Ekki aðeins skrifar hann langhunda í blaðið sitt sem eru uppfullir af dylgjum og aðdróttunum svo svæsnum að ég hefði aldrei leyft slíkt í fjölmiðli á mínum vegum, ekki einu sinni meðan ég stýrði DV þar sem við leyfðum okkur þó ýmislegt. Og ekki aðeins hefur hann í frammi beinar hótanir um einhverjar voðalegar uppljóstranir í hefndarskyni fyrir það sem upplýst hefur verið um framgöngu hans sjálfs. Heldur beitir hann blaðinu sjálfu miskunnarlaust í sinni einkavörn sem hann er lentur í eingöngu út af sínu eigin rugli. Hann lætur blaðamenn slá upp á forsíðu, eins og þar sé um splunkuný tíðindi að ræða, ýmsu um harðar deilur Jóns Geralds Sullenbergers við Baugsmenn í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þar taldi Jón Gerald sig augljóslega illilega hlunnfarinn en Baugsmenn borguðu honum að lokum helling af peningum og féll þá niður málarekstur fyrir dómstólum þar úti. Fréttir Moggans engin ný tíðindi Ásakanir Jóns Geralds um vonsku Baugsmanna og illskeytni í viðskiptum hafa áður komið fram, oft að vísu meir eins og hálfkveðnar vísur. En því eru forsíðufréttir Moggans í morgun engin ný tíðindi. En nú lætur Styrmir starfsmenn Morgunblaðsins blása þetta upp í þeim eina tilgangi að breiða yfir það vandræðamál sem hann er sjálfur lentur í. Meira að segja upphæðin sem Jón Gerald fékk var meira og minna kunn. Mjög gildri spurningu starfsmanns á Morgunblaðinu um hvort Styrmir sé hæfur til að stýra fréttaumfjöllun blaðsins um Baugsmál með tilliti til þess að hann sé nú orðinn þátttakandi í málinu, henni vísar Styrmir út í hafsauga. Og þó er þetta sami ritstjórinn og tók málefni tengd sölu Símans úr höndum Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, og setti yfir á almennu fréttadeildina, af því að ella hefðu blaðamenn Viðskiptablaðsins þurft að skrifa um afskipti kollega síns, Agnesar Bragadóttur, af því máli. Og Morgunblaðið væri svo vant að virðingu sinni að engin spurning mætti vakna um mögulegt vanhæfi kollega Agnesar til að skrifa fréttir þar sem hún kæmi ef til vill hugsanlega við sögu. Og þó hafði Agnes farið í frí einmitt um þær mundir! Styrmir stýrir sjálfur fréttaskrifum um sjálfan sig En nú þykist Styrmir sjálfur fullhæfur til að stýra fréttaskrifum Morgunblaðsins í sinni kröppu vörn. Og beitir starfsmönnum óhikað fyrir sig. Hann lætur til dæmis líðast að blaðamaður Morgunblaðsins, Sunna Ósk Logadóttir, leggi beinlínis upp í hendurnar á Jóni Gerald Sullenberger að hann kunni að hafa óttast um líf sitt gagnvart þeim Baugsfeðgum! Sem ég veit ekki til að Jón Gerald hafi svo mikið sem ýjað að hingað til. Má geta þess að einu morðhótanirnar sem hingað til hafa verið nefndar í málinu eru hótanir Jóns Geralds um að Jóhannes í Bónus skyldi hugsa vel um Jón Ásgeir son sinn “þessa síðustu daga sem hann lifði”. En nú er blaðamaður Moggans notaður til að koma því á flot að ef til vill hugsanlega kannski hafi Jón Gerald óttast að Baugsfeðgar ætluðu að drepa hann! Æjá, detti mér nú enn allar dauðar lýs úr höfði. Ansi hefur margt breyst á Mogganum! Ég ítreka: Skyldi ekki hafa hvarflað að neinum starfsmönnum Morgunblaðsins að þeir hafi ef til vill verið hafðir að fífli? Lúaleg og fyrirlitleg árás Styrmis Í grein sinni í Mogganum í morgun – og á fundinum með starfsmönnum sínum – þá gerir Styrmir enga tilraun til þess að svara þeim “konkret” spurningum sem ég og aðrir hafa spurt hann í tengslum við hinu dularfullu tölvupósta hans og Jónínu Benediktsdóttur. Þess í stað fellur hann kylliflatur í þá gryfju, þar sem Davíð Oddsson er vanur að moka sinn skít, með því að varpa rýrð á starfsheiður blaðamanna á Fréttablaðinu. “Þið sjáið á öðrum fjölmiðlum hverjar afleiðingarnar verða,” segir Styrmir og á við áhrif eignarhald Fréttablaðsins. “Hver er til dæmis starfsheiður starfsmanna fjölmiðla Baugs?” Frá ritstjóra Morgunblaðsins er þetta hláleg sending. Og ekki bara hláleg, heldur lúaleg árás á kollega sína á öðrum fjölmiðlum, og reyndar beinlínis fyrirlitleg. Ekki síst í ljósi þess að sá sami ritstjóri hefur nú orðið uppvís að því að standa í furðulegu makki til að koma höggi á andstæðinga “ónefnds manns”. Og svo snýst vörn Styrmis upp í að lýsa hinu heilaga stríði hans gegn auðvaldinu. Og ég og nokkrir aðrir fáum á baukinn fyrir að voga okkur að furða okkur á framgöngu hans í málinu. Fáránlega vanhæfur einkaspæjari Þegar við ættum, að mati Styrmis, í fyrsta lagi að huga að meintum ofsóknum Baugs gegn hinni “litlu íslenzku fjölskyldu” Jóns Geralds Sullenbergers. Sem virðast enn sem komið er að minnsta kosti helst hafa falist í að einhver fáránlega vanhæfur “einkaspæjari” hafi verið að þvælast niður við bryggjuna þar sem sú fræga snekkja Thee Viking var geymd og þóst ætla að kaupa hana. Segir Jón Gerald. Og með fullri virðingu fyrir þeim ágæta manni, þá hefur ekki allt sem hann heldur fram reynst fullkomlega áreiðanlegt. Og sumt, svo ég tali nú gullaldaríslensku, meikar hreinlega ekki sens. En í öðru lagi, þá eigum við Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason ekki að eyða frekari orðum að þætti Styrmis sjálfs í málinu, heldur taka þátt í stríði hans gegn auðvaldinu. Sem sagt, þegar menn velta fyrir sér furðulegum upplýsingum um mjög náin afskipti helstu áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum af sakamáli, þá er það ekki fréttnæmt. Nei, gröfum frekar upp gamlar fréttir um Baug. Er það ritstjóri dagblaðs sem svona talar? Peningalegt vald Baugsmanna og annarra Ég vík að tilraunum mínum til að fjalla um hinar meintu ofsóknir gegn hinni “litlu íslenzku fjölskyldu” Jóns Geralds hér á eftir. En hyggjum að hinu. Hvort maður eins og ég ætti ekki miklu frekar að taka þátt í meintri baráttu Styrmis gegn “öflum sem væru að leggja undir sig landið”, það er að segja hinu nýja auðvaldi. Því er til að svara að víst blöskrar mér oft peningalegt veldi Baugsmanna og annarra þeirra athafnamanna sem nú hafa sig mest í frammi. Og vex í augum sá launamunur sem er að verða æ meira áberandi í samfélaginu. Og fylgist furðu lostinn með þeim einkennilegu vílingum og dílingum þegar þessir kappar vegast á og hafa fyrirtæki hver af öðrum. Og mætti svo áfram tilgreina ýmsar þær áhyggjur sem ég hef af auðvaldinu á Íslandi. En lítum þó á tvær grundvallar spurningar í þessu sambandi. Hafa þessir menn unnið tjón á íslensku samfélagi? Í fyrsta lagi: Hafa þessir menn (bæði Baugsmenn og aðrir bissnissjöfrar) gert eitthvað ólöglegt? Ekki svo ég viti. Hafi Baugsmenn brotið lög á einhvern hátt kemur það væntanlega í ljós fljótlega. Nóg hefur það víst verið rannsakað! Og þótt sviptingarnar í viðskiptaheiminum virðist stundum harðneskjulegar fæ ég ekki séð að það komi neinum mikið við, nema bissnissmönnunum sjálfum. “Hér eigast þeir einir sem ég hirði ekki um hverjir drepast,” mætti jafnvel hafa eftir í þessu sambandi, ef það væri ekki sá armi þrjótur Mörður Valgarðsson sem sagði þetta upphaflega. En aðrir láta sig að vísu miklu varða hverjir “drepast” og ætli það sé nú ekki þrátt fyrir allt töluvert atriði í málinu. Að í augum sumra skipti höfuðmáli hvort það er A eða B eða jafnvel C sem á tilteknar eignir í þessu samfélagi. En almenningi má vera nokk sama. Í öðru lagi: Hafa þessir menn unnið íslensku samfélagi eða almenningi í landinu eitthvert tjón með ríkidæmi sínu og eignasöfnun? Ekki svo ég viti. Það kann að vera óþægilegt ef fyrirtæki eins og Baugur eða bankarnir eru beinlínis út um allt með ítök í íslensku samfélagi. Og full ástæða til að hafa eftirlit með því hvernig fyrirtækin brúkar þau ítök. En hingað til hefur bara enginn leitt mér fyrir sjónir að íslenskt samfélag eða almenningur hafi beðið eitthvert markvert tjón af. Aðrir ónefndir menn sem unnið hafa tjón á íslensku samfélagi Ég veit um ýmsa sem valdið hafa tjóni á íslensku samfélagi undanfarið. Ég veit um ónefnda menn sem hefðu getað notað mesta góðæri Íslandssögunnar til að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll ýmislegt misrétti í íslensku samfélagi sem enn viðgengst gagnvart mörgum þeirra sem standast hvað höllustum fæti í lífinu: öldruðum, örykjum, slíkum hópum. En gerðu það ekki. Ég veit um ýmsa menn sem hefðu getað notað vald sitt til að koma í veg fyrir hræðileg umhverfisspjöll á hálendinu íslenska sem verða munu skömm okkar og svívirða næstu áratugi og jafnvel aldir. En gerðu það ekki. Andrúmsloft tortryggni, heiftar, paranoju og valdníðslu Ég veit um ýmsa menn sem innleiddu óttann í íslenskt samfélag. Andrúmsloft tortryggni, heiftar, paranoju, valdníðslu og skoðanakúgunar. Allt þetta hefur valdið tjóni í íslensku samfélagi. En á síðasta degi sínum í ráðherraembætti, þá grætur Davíð Oddsson það eitt af stjórnmálaferli sínum að hafa verið gerður afturreka með fjölmiðlafrumvarpið sitt í fyrra – af því það hefði kannski, vonar hann, komið í veg fyrir að kæmust á prent óþægilegar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Stórmannlegt? Ég veit ekki ... En tjónið sem Baugur hefur valdið íslensku samfélagi og almenningi? Þið fyrirgefið innilega, hlustendur góðir, en ég kem bara ekki auga á það. Fjölbreytni og heilbrigð skoðanamyndun Nema síður væri, kynnu heitustu aðdáendur fyrirtækisins að segja. Og svo mikið er að minnsta kosti víst að fræg ítök Baugs á fjölmiðlamarkaði (með hlut sínum í 365 miðlunum) þau hafa óneitanlega orðið til þess að auka fjölbreytni í íslenskri fjölmiðlun, ekki minnka hana. Við þurfum ekki að láta okkur líka persónulega við allt sem fyrirtækið gerir til að viðurkenna það. Fjölbreytnin hefur aukist og það stórlega. Og fjölbreytni er alltaf til góðs er til lengdar lætur. Og þessir miðlar hafa líka á sinn hátt ýtt undir heilbrigða skoðanamyndun í landinu. Gleymum aldrei þeim tíma fyrir aðeins fáeinum misserum þegar Morgunblaðið og DV voru bæði að færast æ meir undir járnhæl Sjálfstæðisflokksins, Ríkisútvarpið var heillum horfið og Stöð 2 vissi ekki í hvaða fót skyldi stíga. Og á öðru var ekki völ. Hið stöðuga tuð um "Baugsmiðlana" En hvernig gengur þá vinnudagurinn fyrir sig hér á “Baugsmiðlunum” eins og sjálfstæðismenn taka ævinlega til orða? Ég lít að vísu ekki svo á að ég skuldi Styrmi Gunnarssyni eða nokkrum öðrum neina útskýringu á mínum vinnubrögðum þann tíma sem ég hef starfað hjá fjölmiðlum sem eru að hluta til í eigu þeirra Baugsfeðga. Eigi að síður er kannski ástæða til þess að kveða nú niður í eitt skipti fyrir öll – fyrir mína parta og allra annarra starfsmanna hér – það stöðuga tuð um þessa “Baugsmiðla” og þjónkun þeirra við eigendur sína sem alltaf upphefst í hvert sinn sem einhver þessara fjölmiðla birtir eitthvað sem túlka má að komi Baugsmönnum vel í málum þeirra. Ég var ráðinn ritstjóri DV í nóvember 2003. Því starfi gegndi ég fram á nýársdag 2005 þegar ég varð útvarpsstjóri Talstöðvarinnar. Allan þann tíma og fram á þennan dag hef ég aldrei – segi og skrifa og ætlast til þess að mér sé trúað – aldrei orðið var við minnstu tilraunir hvorki Baugsfeðga né nokkurra á þeirra vegum til að hafa áhrif á efni eða efnistök hvorki DV né Talstöðvarinnar. Jú, Jóhannes í Bónus hringdi einu sinni í mig ! Jón Ásgeir Jóhannesson hef ég aldrei hitt, né svo sem mikið sem talað við hann í síma. Einu sinni meðan ég var á DV þurftum við einhverjar upplýsingar varðandi eitthvað sem snerti Baug og þá gerði ég tilraun til að ná sambandi við hann. En hann svaraði ekki símanum og ansaði ekki skilaboðum sem ég lagði fyrir hann. Þá var ég voðalega móðgaður svolítinn tíma, skal ég viðurkenna, en síðan hafa sagt mér aðrir starfsmenn þeirra fjölmiðla, sem Jón Ásgeir á hlut í, að þetta sé hans plagsiður. Það sé alveg undir hælinn lagt hvort þeir nái í hann, jafnvel þegar mikið liggur við í málum Baugs. Jóhannes í Bónus hringdi einu sinni í mig meðan ég var ritstjóri á DV og benti mér á mann sem honum fannst ástæða til að við tækjum viðtal við. Sá maður kom Baugi ekkert við heldur hafði hann lent á einhvern hátt upp á kant við kerfið og Jóhannesi fannst ástæða til að vekja athygli á máli hans. Þessari ábendingu fylgdi þó enginn meiri þungi en öllum þeim tugum ábendinga af svipuðu tagi sem hver ritstjóri á landinu fær frá gestum og gangandi í hverjum mánuði. Ég man að ég fór ekki eftir ábendingu Jóhannesar og hann fylgdi henni heldur ekki eftir. Sá svarti sjálfur? Þetta voru nú öll afskipti þeirra Baugsfeðga af þeim fjölmiðlum sem þeir eiga hlut í og ég hef stýrt undanfarin tæp tvö ár. Og engir aðrir úr hópi eigenda né nokkrir á þeirra vegum hafa heldur gert vart við sig. Hvorki á DV né Talstöðinni. Og má þá fylgja sögunni að Gunnar Smári Egilsson, sem sumir féndur fyrirtækjanna sem að hluta eru í eigu Baugs virðast álíta að sé nánast sá svarti sjálfur – hann hefur heldur aldrei skipt sér á nokkurn hátt af efni eða efnistökum þessara fjölmiðla. Hvort um einhverja ómeðvitaða “sjálfsritskoðun” hafi verið að ræða, það er ég kannski ekki rétti maðurinn til að dæma um. En bæði ég sjálfur og aðrir starfsmenn þessara fjölmiðla vitum af þeim möguleika og reynum að varast hann. Og ég held í fyllstu einlægni að það fyrirbæri hafi ekki verið vandamál, enda er það nú reyndar oftar talið loða við Morgunblaðið og RÚV heldur en “Baugsmiðlana”. Tilraun til viðtals við Jón Gerald Sullenberger Altént er sjálfsritskoðunin ekki meiri en svo að vikum saman sumarið 2004 reyndi ég ítrekað að fá Jón Gerald Sullenberger í viðtal við DV þar sem hann fengi að segja alla söguna um samskipti sín við Baugsfeðga. Þar á meðal um meintar ofsóknir gegn hans “litlu íslenzku fjölskyldu”. Við hefðum til dæmis tekið fagnandi sögunni um hinn ógurlega einkaspæjara á bryggjusporðinum. Það gekk þannig fyrir sig að þá sumarið gengu miklar sögur um að tíðinda væri að vænta í Baugsmálinu. Ákærur yfirvofandi seinni partinn á morgun eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Þá nánast grátbað ég Jón Gerald um þetta viðtal sem engin skilyrði mundu fylgja af hálfu DV. Það mætti vera svo langt sem honum sjálfum sýndist og engin tilraun gerð til að ritskoða neitt af því sem hann vildi segja. Framan af fóru viðtalsbeiðnir gegnum Jónínu Benediktsdóttur sem þá eins og endranær var með Jón Gerald á sínum snærum en seinna náði ég að lokum sambandi við Jón Gerald sjálfan. En Jón Gerald neitaði að lokum – eftir samráð við Jónínu Benediktsdóttur. Og að síðustu – ég ítreka hér með formlega allar þær spurningar sem ég lagði í gær fyrir Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur ekki látið svo lítið að svara. Mér finnst samt eiginlega honum bera skylda til að svara þeim. Sagði Styrmir Jóhannesi að "hypja sig á brott" ? Og ég ætla að bæta við einni spurningu. Er það rétt, sem Hallgrímur Thorsteinsson upplýsti hér á Talstöðinni nú síðdegis að eftir samtal Styrmis Gunnarssonar og Jóhannesar Jónssonar í Bónus um málefni Baugs á skrifstofu Styrmis þá hafi ritstjórinn knái staðið upp til að kveðja og sagt þá sisona: “Og svo ætla ég að vona, Jóhannes, að þið hypjið ykkur sem fyrst burt frá Íslandi með öll ykkar viðskipti?” Eða eitthvað nánast orðrétt svona. Ég ávarpa nú Styrmi Gunnarsson: Sagðir þú þetta, Styrmir? Og viltu þá vera svo elskulegur að segja mér hvað í ósköpunum vakti fyrir þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Styrmir Gunnarsson, svo hæglátur sem hann er og kurteis, virðist hafa áður óþekkta hæfileika sem demógóg. Sem helst hefur verið þýtt sem “lýðskrumari” á íslensku. Því hvað gerðist í gær? Styrmir gengur inn á fund með starfsmönnum Morgunblaðsins sem ætla sér að spyrja hann ágengra og hvassra spurninga um hvernig hann virðist hafa notað blaðið sem “powerbase” í einhverju einkennilegu valdatafli fyrir æðstu valdsmenn í landinu. Og starfsfólk þess sem hver önnur peð. Ætla mætti að hann jafnvel skammaðist sín. En hvað gerist? Ef marka má frásögn Morgunblaðsins sjálfs þá gengur hann tveimur tímum seinna út af fundinum sem óskoraður sigurvegari, undir lófaklappi og gott ef ekki húrrahrópum, og þá er svo komið að gengur á með áskorunum um að hann fari sem fyrst í framboð til þess að halda áfram því heilaga stríði gegn spilltum og vondum auðkýfingum sem allt hans starf reynist nú hafa verið partur af! Skyldi ekki hafa hvarflað að neinum starfsmönnum Morgunblaðsins þegar rann af þeim mesti eldmóðurinn að þeir hefðu ef til vill verið hafðir að fífli? Ætlar Styrmir í framboð? Þegar maður les frásögn Moggans af þessum fundi og kemur að þeim kafla þar sem hugleiðingar um þingframboð ritstjóra Morgunblaðsins gegn hinu illa auðvaldi í landinu, þá dettur manni helst í hug brandarinn þegar Sverrir Hermannsson varð að hrökklast úr starfi bankastjóra vegna spillingar en stofnaði þá umsvifalaust stjórnmálaflokk gegn spillingu í landinu! Sem var reyndar enginn brandari heldur fúlasta alvara. Og því er aldrei að vita nema Styrmir láti verða af því að skella sér í framboð fyrir réttlætið gegn hinum illu öflum. Af frásögn Moggans af fundi starfsfólksins er það annars merkilegast þegar einhver ber upp spurninguna um hver sé “ónefndi maðurinn” sem Styrmir komst svo að orði um í tölvubréfi til Jónínu að tryggð Jóns Steinars Gunnlaugssonar við hann væri “innmúruð og ófrávíkjanleg”. Og Styrmir, sem maður hefði haldið að bæri virðingu fyrir starfsmönnum Morgunblaðsins, hverju svarar hann? Jú – “Ég gef engar upplýsingar um mína heimildarmenn eða viðmælendur.” Haaaaa? Hvaða heimildarmenn? Hvaða viðmælendur? Setningin í tölvubréfinu snerist ekkert um neina heimildarmenn eða viðmælendur. Það sjá allir. En Styrmir, þessi annálaði drengskaparmaður, hann ber ekki næga virðingu fyrir starfsmönnum til að gefa þeim heiðarlegt svar. Ómerkilegt svar Styrmis En hitt verður að teljast merkilegt að á þessu næststærsta blaði landsins beri starfsmenn greinilega enn svo mikla virðingu fyrir ritstjóra sínum að enginn af hinum frægu fréttahaukum blaðsins skuli hreyfa athugasemd við svo ómerkilegu svari. Blaðamennska Styrmis gerist nú reyndar æ einkennilegri. Ekki aðeins skrifar hann langhunda í blaðið sitt sem eru uppfullir af dylgjum og aðdróttunum svo svæsnum að ég hefði aldrei leyft slíkt í fjölmiðli á mínum vegum, ekki einu sinni meðan ég stýrði DV þar sem við leyfðum okkur þó ýmislegt. Og ekki aðeins hefur hann í frammi beinar hótanir um einhverjar voðalegar uppljóstranir í hefndarskyni fyrir það sem upplýst hefur verið um framgöngu hans sjálfs. Heldur beitir hann blaðinu sjálfu miskunnarlaust í sinni einkavörn sem hann er lentur í eingöngu út af sínu eigin rugli. Hann lætur blaðamenn slá upp á forsíðu, eins og þar sé um splunkuný tíðindi að ræða, ýmsu um harðar deilur Jóns Geralds Sullenbergers við Baugsmenn í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þar taldi Jón Gerald sig augljóslega illilega hlunnfarinn en Baugsmenn borguðu honum að lokum helling af peningum og féll þá niður málarekstur fyrir dómstólum þar úti. Fréttir Moggans engin ný tíðindi Ásakanir Jóns Geralds um vonsku Baugsmanna og illskeytni í viðskiptum hafa áður komið fram, oft að vísu meir eins og hálfkveðnar vísur. En því eru forsíðufréttir Moggans í morgun engin ný tíðindi. En nú lætur Styrmir starfsmenn Morgunblaðsins blása þetta upp í þeim eina tilgangi að breiða yfir það vandræðamál sem hann er sjálfur lentur í. Meira að segja upphæðin sem Jón Gerald fékk var meira og minna kunn. Mjög gildri spurningu starfsmanns á Morgunblaðinu um hvort Styrmir sé hæfur til að stýra fréttaumfjöllun blaðsins um Baugsmál með tilliti til þess að hann sé nú orðinn þátttakandi í málinu, henni vísar Styrmir út í hafsauga. Og þó er þetta sami ritstjórinn og tók málefni tengd sölu Símans úr höndum Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, og setti yfir á almennu fréttadeildina, af því að ella hefðu blaðamenn Viðskiptablaðsins þurft að skrifa um afskipti kollega síns, Agnesar Bragadóttur, af því máli. Og Morgunblaðið væri svo vant að virðingu sinni að engin spurning mætti vakna um mögulegt vanhæfi kollega Agnesar til að skrifa fréttir þar sem hún kæmi ef til vill hugsanlega við sögu. Og þó hafði Agnes farið í frí einmitt um þær mundir! Styrmir stýrir sjálfur fréttaskrifum um sjálfan sig En nú þykist Styrmir sjálfur fullhæfur til að stýra fréttaskrifum Morgunblaðsins í sinni kröppu vörn. Og beitir starfsmönnum óhikað fyrir sig. Hann lætur til dæmis líðast að blaðamaður Morgunblaðsins, Sunna Ósk Logadóttir, leggi beinlínis upp í hendurnar á Jóni Gerald Sullenberger að hann kunni að hafa óttast um líf sitt gagnvart þeim Baugsfeðgum! Sem ég veit ekki til að Jón Gerald hafi svo mikið sem ýjað að hingað til. Má geta þess að einu morðhótanirnar sem hingað til hafa verið nefndar í málinu eru hótanir Jóns Geralds um að Jóhannes í Bónus skyldi hugsa vel um Jón Ásgeir son sinn “þessa síðustu daga sem hann lifði”. En nú er blaðamaður Moggans notaður til að koma því á flot að ef til vill hugsanlega kannski hafi Jón Gerald óttast að Baugsfeðgar ætluðu að drepa hann! Æjá, detti mér nú enn allar dauðar lýs úr höfði. Ansi hefur margt breyst á Mogganum! Ég ítreka: Skyldi ekki hafa hvarflað að neinum starfsmönnum Morgunblaðsins að þeir hafi ef til vill verið hafðir að fífli? Lúaleg og fyrirlitleg árás Styrmis Í grein sinni í Mogganum í morgun – og á fundinum með starfsmönnum sínum – þá gerir Styrmir enga tilraun til þess að svara þeim “konkret” spurningum sem ég og aðrir hafa spurt hann í tengslum við hinu dularfullu tölvupósta hans og Jónínu Benediktsdóttur. Þess í stað fellur hann kylliflatur í þá gryfju, þar sem Davíð Oddsson er vanur að moka sinn skít, með því að varpa rýrð á starfsheiður blaðamanna á Fréttablaðinu. “Þið sjáið á öðrum fjölmiðlum hverjar afleiðingarnar verða,” segir Styrmir og á við áhrif eignarhald Fréttablaðsins. “Hver er til dæmis starfsheiður starfsmanna fjölmiðla Baugs?” Frá ritstjóra Morgunblaðsins er þetta hláleg sending. Og ekki bara hláleg, heldur lúaleg árás á kollega sína á öðrum fjölmiðlum, og reyndar beinlínis fyrirlitleg. Ekki síst í ljósi þess að sá sami ritstjóri hefur nú orðið uppvís að því að standa í furðulegu makki til að koma höggi á andstæðinga “ónefnds manns”. Og svo snýst vörn Styrmis upp í að lýsa hinu heilaga stríði hans gegn auðvaldinu. Og ég og nokkrir aðrir fáum á baukinn fyrir að voga okkur að furða okkur á framgöngu hans í málinu. Fáránlega vanhæfur einkaspæjari Þegar við ættum, að mati Styrmis, í fyrsta lagi að huga að meintum ofsóknum Baugs gegn hinni “litlu íslenzku fjölskyldu” Jóns Geralds Sullenbergers. Sem virðast enn sem komið er að minnsta kosti helst hafa falist í að einhver fáránlega vanhæfur “einkaspæjari” hafi verið að þvælast niður við bryggjuna þar sem sú fræga snekkja Thee Viking var geymd og þóst ætla að kaupa hana. Segir Jón Gerald. Og með fullri virðingu fyrir þeim ágæta manni, þá hefur ekki allt sem hann heldur fram reynst fullkomlega áreiðanlegt. Og sumt, svo ég tali nú gullaldaríslensku, meikar hreinlega ekki sens. En í öðru lagi, þá eigum við Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason ekki að eyða frekari orðum að þætti Styrmis sjálfs í málinu, heldur taka þátt í stríði hans gegn auðvaldinu. Sem sagt, þegar menn velta fyrir sér furðulegum upplýsingum um mjög náin afskipti helstu áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum af sakamáli, þá er það ekki fréttnæmt. Nei, gröfum frekar upp gamlar fréttir um Baug. Er það ritstjóri dagblaðs sem svona talar? Peningalegt vald Baugsmanna og annarra Ég vík að tilraunum mínum til að fjalla um hinar meintu ofsóknir gegn hinni “litlu íslenzku fjölskyldu” Jóns Geralds hér á eftir. En hyggjum að hinu. Hvort maður eins og ég ætti ekki miklu frekar að taka þátt í meintri baráttu Styrmis gegn “öflum sem væru að leggja undir sig landið”, það er að segja hinu nýja auðvaldi. Því er til að svara að víst blöskrar mér oft peningalegt veldi Baugsmanna og annarra þeirra athafnamanna sem nú hafa sig mest í frammi. Og vex í augum sá launamunur sem er að verða æ meira áberandi í samfélaginu. Og fylgist furðu lostinn með þeim einkennilegu vílingum og dílingum þegar þessir kappar vegast á og hafa fyrirtæki hver af öðrum. Og mætti svo áfram tilgreina ýmsar þær áhyggjur sem ég hef af auðvaldinu á Íslandi. En lítum þó á tvær grundvallar spurningar í þessu sambandi. Hafa þessir menn unnið tjón á íslensku samfélagi? Í fyrsta lagi: Hafa þessir menn (bæði Baugsmenn og aðrir bissnissjöfrar) gert eitthvað ólöglegt? Ekki svo ég viti. Hafi Baugsmenn brotið lög á einhvern hátt kemur það væntanlega í ljós fljótlega. Nóg hefur það víst verið rannsakað! Og þótt sviptingarnar í viðskiptaheiminum virðist stundum harðneskjulegar fæ ég ekki séð að það komi neinum mikið við, nema bissnissmönnunum sjálfum. “Hér eigast þeir einir sem ég hirði ekki um hverjir drepast,” mætti jafnvel hafa eftir í þessu sambandi, ef það væri ekki sá armi þrjótur Mörður Valgarðsson sem sagði þetta upphaflega. En aðrir láta sig að vísu miklu varða hverjir “drepast” og ætli það sé nú ekki þrátt fyrir allt töluvert atriði í málinu. Að í augum sumra skipti höfuðmáli hvort það er A eða B eða jafnvel C sem á tilteknar eignir í þessu samfélagi. En almenningi má vera nokk sama. Í öðru lagi: Hafa þessir menn unnið íslensku samfélagi eða almenningi í landinu eitthvert tjón með ríkidæmi sínu og eignasöfnun? Ekki svo ég viti. Það kann að vera óþægilegt ef fyrirtæki eins og Baugur eða bankarnir eru beinlínis út um allt með ítök í íslensku samfélagi. Og full ástæða til að hafa eftirlit með því hvernig fyrirtækin brúkar þau ítök. En hingað til hefur bara enginn leitt mér fyrir sjónir að íslenskt samfélag eða almenningur hafi beðið eitthvert markvert tjón af. Aðrir ónefndir menn sem unnið hafa tjón á íslensku samfélagi Ég veit um ýmsa sem valdið hafa tjóni á íslensku samfélagi undanfarið. Ég veit um ónefnda menn sem hefðu getað notað mesta góðæri Íslandssögunnar til að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll ýmislegt misrétti í íslensku samfélagi sem enn viðgengst gagnvart mörgum þeirra sem standast hvað höllustum fæti í lífinu: öldruðum, örykjum, slíkum hópum. En gerðu það ekki. Ég veit um ýmsa menn sem hefðu getað notað vald sitt til að koma í veg fyrir hræðileg umhverfisspjöll á hálendinu íslenska sem verða munu skömm okkar og svívirða næstu áratugi og jafnvel aldir. En gerðu það ekki. Andrúmsloft tortryggni, heiftar, paranoju og valdníðslu Ég veit um ýmsa menn sem innleiddu óttann í íslenskt samfélag. Andrúmsloft tortryggni, heiftar, paranoju, valdníðslu og skoðanakúgunar. Allt þetta hefur valdið tjóni í íslensku samfélagi. En á síðasta degi sínum í ráðherraembætti, þá grætur Davíð Oddsson það eitt af stjórnmálaferli sínum að hafa verið gerður afturreka með fjölmiðlafrumvarpið sitt í fyrra – af því það hefði kannski, vonar hann, komið í veg fyrir að kæmust á prent óþægilegar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Stórmannlegt? Ég veit ekki ... En tjónið sem Baugur hefur valdið íslensku samfélagi og almenningi? Þið fyrirgefið innilega, hlustendur góðir, en ég kem bara ekki auga á það. Fjölbreytni og heilbrigð skoðanamyndun Nema síður væri, kynnu heitustu aðdáendur fyrirtækisins að segja. Og svo mikið er að minnsta kosti víst að fræg ítök Baugs á fjölmiðlamarkaði (með hlut sínum í 365 miðlunum) þau hafa óneitanlega orðið til þess að auka fjölbreytni í íslenskri fjölmiðlun, ekki minnka hana. Við þurfum ekki að láta okkur líka persónulega við allt sem fyrirtækið gerir til að viðurkenna það. Fjölbreytnin hefur aukist og það stórlega. Og fjölbreytni er alltaf til góðs er til lengdar lætur. Og þessir miðlar hafa líka á sinn hátt ýtt undir heilbrigða skoðanamyndun í landinu. Gleymum aldrei þeim tíma fyrir aðeins fáeinum misserum þegar Morgunblaðið og DV voru bæði að færast æ meir undir járnhæl Sjálfstæðisflokksins, Ríkisútvarpið var heillum horfið og Stöð 2 vissi ekki í hvaða fót skyldi stíga. Og á öðru var ekki völ. Hið stöðuga tuð um "Baugsmiðlana" En hvernig gengur þá vinnudagurinn fyrir sig hér á “Baugsmiðlunum” eins og sjálfstæðismenn taka ævinlega til orða? Ég lít að vísu ekki svo á að ég skuldi Styrmi Gunnarssyni eða nokkrum öðrum neina útskýringu á mínum vinnubrögðum þann tíma sem ég hef starfað hjá fjölmiðlum sem eru að hluta til í eigu þeirra Baugsfeðga. Eigi að síður er kannski ástæða til þess að kveða nú niður í eitt skipti fyrir öll – fyrir mína parta og allra annarra starfsmanna hér – það stöðuga tuð um þessa “Baugsmiðla” og þjónkun þeirra við eigendur sína sem alltaf upphefst í hvert sinn sem einhver þessara fjölmiðla birtir eitthvað sem túlka má að komi Baugsmönnum vel í málum þeirra. Ég var ráðinn ritstjóri DV í nóvember 2003. Því starfi gegndi ég fram á nýársdag 2005 þegar ég varð útvarpsstjóri Talstöðvarinnar. Allan þann tíma og fram á þennan dag hef ég aldrei – segi og skrifa og ætlast til þess að mér sé trúað – aldrei orðið var við minnstu tilraunir hvorki Baugsfeðga né nokkurra á þeirra vegum til að hafa áhrif á efni eða efnistök hvorki DV né Talstöðvarinnar. Jú, Jóhannes í Bónus hringdi einu sinni í mig ! Jón Ásgeir Jóhannesson hef ég aldrei hitt, né svo sem mikið sem talað við hann í síma. Einu sinni meðan ég var á DV þurftum við einhverjar upplýsingar varðandi eitthvað sem snerti Baug og þá gerði ég tilraun til að ná sambandi við hann. En hann svaraði ekki símanum og ansaði ekki skilaboðum sem ég lagði fyrir hann. Þá var ég voðalega móðgaður svolítinn tíma, skal ég viðurkenna, en síðan hafa sagt mér aðrir starfsmenn þeirra fjölmiðla, sem Jón Ásgeir á hlut í, að þetta sé hans plagsiður. Það sé alveg undir hælinn lagt hvort þeir nái í hann, jafnvel þegar mikið liggur við í málum Baugs. Jóhannes í Bónus hringdi einu sinni í mig meðan ég var ritstjóri á DV og benti mér á mann sem honum fannst ástæða til að við tækjum viðtal við. Sá maður kom Baugi ekkert við heldur hafði hann lent á einhvern hátt upp á kant við kerfið og Jóhannesi fannst ástæða til að vekja athygli á máli hans. Þessari ábendingu fylgdi þó enginn meiri þungi en öllum þeim tugum ábendinga af svipuðu tagi sem hver ritstjóri á landinu fær frá gestum og gangandi í hverjum mánuði. Ég man að ég fór ekki eftir ábendingu Jóhannesar og hann fylgdi henni heldur ekki eftir. Sá svarti sjálfur? Þetta voru nú öll afskipti þeirra Baugsfeðga af þeim fjölmiðlum sem þeir eiga hlut í og ég hef stýrt undanfarin tæp tvö ár. Og engir aðrir úr hópi eigenda né nokkrir á þeirra vegum hafa heldur gert vart við sig. Hvorki á DV né Talstöðinni. Og má þá fylgja sögunni að Gunnar Smári Egilsson, sem sumir féndur fyrirtækjanna sem að hluta eru í eigu Baugs virðast álíta að sé nánast sá svarti sjálfur – hann hefur heldur aldrei skipt sér á nokkurn hátt af efni eða efnistökum þessara fjölmiðla. Hvort um einhverja ómeðvitaða “sjálfsritskoðun” hafi verið að ræða, það er ég kannski ekki rétti maðurinn til að dæma um. En bæði ég sjálfur og aðrir starfsmenn þessara fjölmiðla vitum af þeim möguleika og reynum að varast hann. Og ég held í fyllstu einlægni að það fyrirbæri hafi ekki verið vandamál, enda er það nú reyndar oftar talið loða við Morgunblaðið og RÚV heldur en “Baugsmiðlana”. Tilraun til viðtals við Jón Gerald Sullenberger Altént er sjálfsritskoðunin ekki meiri en svo að vikum saman sumarið 2004 reyndi ég ítrekað að fá Jón Gerald Sullenberger í viðtal við DV þar sem hann fengi að segja alla söguna um samskipti sín við Baugsfeðga. Þar á meðal um meintar ofsóknir gegn hans “litlu íslenzku fjölskyldu”. Við hefðum til dæmis tekið fagnandi sögunni um hinn ógurlega einkaspæjara á bryggjusporðinum. Það gekk þannig fyrir sig að þá sumarið gengu miklar sögur um að tíðinda væri að vænta í Baugsmálinu. Ákærur yfirvofandi seinni partinn á morgun eða í síðasta lagi snemma í næstu viku. Þá nánast grátbað ég Jón Gerald um þetta viðtal sem engin skilyrði mundu fylgja af hálfu DV. Það mætti vera svo langt sem honum sjálfum sýndist og engin tilraun gerð til að ritskoða neitt af því sem hann vildi segja. Framan af fóru viðtalsbeiðnir gegnum Jónínu Benediktsdóttur sem þá eins og endranær var með Jón Gerald á sínum snærum en seinna náði ég að lokum sambandi við Jón Gerald sjálfan. En Jón Gerald neitaði að lokum – eftir samráð við Jónínu Benediktsdóttur. Og að síðustu – ég ítreka hér með formlega allar þær spurningar sem ég lagði í gær fyrir Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur ekki látið svo lítið að svara. Mér finnst samt eiginlega honum bera skylda til að svara þeim. Sagði Styrmir Jóhannesi að "hypja sig á brott" ? Og ég ætla að bæta við einni spurningu. Er það rétt, sem Hallgrímur Thorsteinsson upplýsti hér á Talstöðinni nú síðdegis að eftir samtal Styrmis Gunnarssonar og Jóhannesar Jónssonar í Bónus um málefni Baugs á skrifstofu Styrmis þá hafi ritstjórinn knái staðið upp til að kveðja og sagt þá sisona: “Og svo ætla ég að vona, Jóhannes, að þið hypjið ykkur sem fyrst burt frá Íslandi með öll ykkar viðskipti?” Eða eitthvað nánast orðrétt svona. Ég ávarpa nú Styrmi Gunnarsson: Sagðir þú þetta, Styrmir? Og viltu þá vera svo elskulegur að segja mér hvað í ósköpunum vakti fyrir þér?
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun