Pressan er öll á Liverpool 1. október 2005 00:01 Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira
Knattspyrnustjórar liðanna hafa mikið verið í fjölmiðlum eftir leikinn á miðvikudagskvöld og hófu taugastríðið strax fyrir leikinn í dag. Jose Mourinho vildi meina að Liverpool hefði lítið annað gert en að senda langa bolta fram á Peter Crouch, á meðan Rafael Benitez vildi meina að dómari leiksins hefði sleppt tveimur augljósum vítaspyrnum. Mourinho lét svo hafa það eftir sér að ef Liverpool næði ekki að vinna í dag þá væru titilvonir þeirra orðnar að engu. Burt séð frá þessum yfirlýsingum þeirra þá er ljóst að bæði liðin léku varnfærnislega í vikunni og sköpuðu sér varla marktækifæri en vonandi verður breyting þar á þegar liðin mætast öðru sinni í dag. Chelsea mun væntanlega halda áfram að spila 4-3-3 en hugsanlegt þykir að Hernan Crespo leysi Didier Drogba af hólmi en hann var afar dapur í leiknum á miðvikudagskvöld. Joe Cole, sem skoraði sigurmarkið í báðum deildarleikjum liðanna á síðustu leiktíð gæti gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu ásamt Shaun Wright Phillips. Þeir kæmu þá inn í liðið á kostnað Arjen Robben og Damien Duff sem lét lítið fyrir sér fara í slagnum á miðvikudagskvöldið. Asier Del Horno kemur líklegast inn í liðið á nýjan leik og Gallas fer þá aftur í miðvörðinn með John Terry. Benitez vonast til að endurheimta Fernando Morientes og Momo Sissoko fyrir leikinn í dag en það er alls kostar óvíst hvort þeir sé tilbúnir að byrja í slag sem þessum. John Arne Riise og Stephen Warnock vonast eflaust til að byrja á kostnað Djimi Traore, það verður þó að teljast ólíklegt að honum verði fórnað enda hélt hann Damien Duff í skefjum, lengst af í leiknum. Einnig verður gaman að sjá hvort Benitez þráist við og láti Djibril Cissé spilaði úti hægra megin eða hvort hann setji hann við hlið Peter Crouch í fremstu víglínu. Það er meira í húfi fyrir Evrópumeistaranna í þessum leik, þeir verða að sýna fram á það að þeir eigi erindi í toppbaráttuna og þetta er leikurinn fyrir þá til þess að sýna fram á það gegn fyrirfram ósigrandi liði Chelsea. Liverpool vonast til að verða fyrsta liðið í vetur til þess að ná stigum af Chelsea en hvort stigin verði þrjú, skal ósagt látið.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira