Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie varð efstur á peningalistanum í evrópsku mótaröðinni í golfi sem lauk með Volvo Masters mótinu á Spáni í dag. Írinn Paul McGinley fagnaði besta árangri sínum á 14 ára ferli á evrópsku mótaröðinni og fór með sigur á mótinu en hann lauk keppni á 10 undir pari, tveimur höggum betur en Spánverjinn Sergio Garcia sem endaði einn í 2. sæti á Valderrama Golfvellinum.
Colin Montgomerie, sem leiddi á mótinu fyrstu þrjá hringina náði sér ekki á strik í dag og lauk keppni í þriðja sæti ásamt Bretanum Luke Donald og Spánverjanum Jose Maria Olazabal, þremur höggum á eftir McGinley.
McGinley fagnaði sigri

Mest lesið



Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað
Íslenski boltinn


„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn



Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna
Íslenski boltinn
