Lauren Robert hefur verið sektaður um óuppgefna upphæð fyrir að neita að vera á varamannabekk liðsins í leiknum gegn Sunderland á laugardaginn. Robert hefur beðist afsökunar á atvikinu, en hann lýsti því yfir skömmu fyrir leikinn að hann væri meiddur og gæti ekki spilað.