Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig.
Skallagrímur tapaði heima fyrir Fjölni 114-106 og KR marði Snæfell 62-57.