Gary Neville snýr aftur í kvöld

Gary Neville mun í kvöld leika sinn fyrsta leik síðan í ágúst, þegar hann leikur með varaliði Manchester United gegn West Brom. Neville meiddist á nára í leik gegn Villareal í Meistaradeildinni, en er nú óðum að braggast. Þá er fyrirliðinn Roy Keane farinn að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur lengi, en nokkuð er í að hann geti byrjað að spila.