Iquodala jafnaði troðslumet 19. desember 2005 14:45 Andre Iguodala treður hér í leik gegn Milwaukee í vetur NordicPhotos/GettyImages Háloftafuglinn Andre Iguodala hjá Philadelphia skoraði 26 stig í nótt þegar lið hans burstaði Toronto, en hann tróð boltanum alls sex sinnum í leiknum og það er það mesta í fimm ár hjá bakverði í NBA deildinni. Það er hinsvegar Dwayne Wade hjá Miami sem er með flestar troðslur allra bakvarða í NBA í vetur með 51 troðslu, en Iguodala kemur næstur þar á eftir með 39 troðslur. Bruce Bowen hjá San Antonio jafnaði met í nótt þegar hann spilaði sinn 296. leik í röð fyrir liðið, en þar með jafnaði hann árangur Avery Johnson sem er nú þjálfari Dallas. Bowen hefur ekki misst úr leik með liðinu síðan febrúar árið 2002. Vandræðagemlingurinn Ron Artest er nú sagður vera að íhuga að draga beiðni sína um að verða skipt frá Indiana til baka og er sagður vilja vera áfram hjá Indiana. Forráðamenn félagsins eru þó ekki á sama máli, enda orðnir dauðleiðir á uppátækjum leikmannsins. Þeir tjalda nú öllu til að reyna að skipta honum frá félaginu, en takist það ekki, segja þeir að Artest verði látinn sitja á bekknum í allan vetur ef með þarf. Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit Pistons, segist aldrei hafa verið betri en hann er í dag og kannski engin furða. Billups, sem er 29 ára gamall og er á sínu níunda ári í deildinni, skorar að meðaltali 18,4 stig, gefur tæpar 9 stoðsendingar og hittir úr 92% víta sinna og 46% þriggja stiga skota sinna. "Ég hef aldrei verið eins góður og núna. Ég fæ frelsi í sóknarleiknum og kann öll kerfin utanbókar. Hlutirnir ganga virkilega vel núna," sagði Billups. Detroit er með besta vinningshlutfall deildarinnar, hefur unnið 18 leiki og tapað aðeins þremur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Háloftafuglinn Andre Iguodala hjá Philadelphia skoraði 26 stig í nótt þegar lið hans burstaði Toronto, en hann tróð boltanum alls sex sinnum í leiknum og það er það mesta í fimm ár hjá bakverði í NBA deildinni. Það er hinsvegar Dwayne Wade hjá Miami sem er með flestar troðslur allra bakvarða í NBA í vetur með 51 troðslu, en Iguodala kemur næstur þar á eftir með 39 troðslur. Bruce Bowen hjá San Antonio jafnaði met í nótt þegar hann spilaði sinn 296. leik í röð fyrir liðið, en þar með jafnaði hann árangur Avery Johnson sem er nú þjálfari Dallas. Bowen hefur ekki misst úr leik með liðinu síðan febrúar árið 2002. Vandræðagemlingurinn Ron Artest er nú sagður vera að íhuga að draga beiðni sína um að verða skipt frá Indiana til baka og er sagður vilja vera áfram hjá Indiana. Forráðamenn félagsins eru þó ekki á sama máli, enda orðnir dauðleiðir á uppátækjum leikmannsins. Þeir tjalda nú öllu til að reyna að skipta honum frá félaginu, en takist það ekki, segja þeir að Artest verði látinn sitja á bekknum í allan vetur ef með þarf. Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit Pistons, segist aldrei hafa verið betri en hann er í dag og kannski engin furða. Billups, sem er 29 ára gamall og er á sínu níunda ári í deildinni, skorar að meðaltali 18,4 stig, gefur tæpar 9 stoðsendingar og hittir úr 92% víta sinna og 46% þriggja stiga skota sinna. "Ég hef aldrei verið eins góður og núna. Ég fæ frelsi í sóknarleiknum og kann öll kerfin utanbókar. Hlutirnir ganga virkilega vel núna," sagði Billups. Detroit er með besta vinningshlutfall deildarinnar, hefur unnið 18 leiki og tapað aðeins þremur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira