Indiana tók Cleveland í bakaríið Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag. Körfubolti 12.5.2025 10:30
„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. Körfubolti 12.5.2025 07:01
Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum. Körfubolti 11.5.2025 23:07
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti 11.5.2025 19:31
„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Körfubolti 11.5.2025 12:00
Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans. Körfubolti 10. maí 2025 22:30
„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Körfubolti 10. maí 2025 21:35
Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur. Körfubolti 10. maí 2025 18:32
„Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu. Körfubolti 10. maí 2025 13:41
Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hamar jafnaði í kvöld metin í einvígi sínu á móti Ármanni í úrslitakeponi 1. deildar karla í körfubolta. Liðin eru að keppa um laust sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 9. maí 2025 21:16
Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í fyrri hálfleik skoraði Anthony Edwards tuttugu stig þegar Minnesota Timberwolves jafnaði metin í einvíginu gegn Golden State Warriors með 117-93 sigri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Körfubolti 9. maí 2025 11:00
Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum. Körfubolti 9. maí 2025 10:01
Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Ljóst má vera að færri komast að en vilja á næsta leik einvígis Stjörnunnar og Tindastóls, í úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta, eftir að einvígið hófst með látum á Sauðárkróki í gærkvöld. Körfubolti 9. maí 2025 09:30
„Helmingurinn af liðinu var veikur“ Davis Geks átti góðan leik í kvöld þegar Tindastóll vann Stjörnuna í fyrsta leik úrslitaviðureignar Bónus deildar karla. Geks skoraði risastóra þriggja stiga körfu sem var lykilpartur af sigri Tindastóls. Hann fór yfir atvikið eftir leikinn. Körfubolti 8. maí 2025 23:44
Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik með Stjörnunni á móti Tindastól í kvöld í fyrsta leik lokaúrslitanna. Það dugði þó ekki til því Stjörnumenn misstu niður fimm stiga forkost á síðustu fjörutíu sekúndum leiksins og eru lentir 0-1 undir á móti Stólunum. Körfubolti 8. maí 2025 23:34
Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Körfubolti 8. maí 2025 22:11
Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Bandaríski körfuboltamaðurinn með ungverska vegabréfið ætlar að spila áfram með Grindvíkingum í Bónus deildinni í körfubolta. Körfubolti 8. maí 2025 21:06
Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin hafa verið á miklu skriði að undanförnu og unnu fjórða sigurinn í röð í þýska körfuboltanum í kvöld. Körfubolti 8. maí 2025 18:12
„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld. Körfubolti 8. maí 2025 14:02
Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Hin danska Emilie Hesseldal var Just wingin' it og Play maður leiksins þegar Njarðvík kreisti fram frábæran sigur gegn Haukum og minnkaði muninn í 2-1, í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hún segir ísböð lykilinn að magnaðri frammistöðu sinni í gær. Körfubolti 8. maí 2025 12:00
Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Öllum að óvörum er New York Knicks komið í 2-0 í einvíginu gegn meisturum Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestanmegin sýndi Oklahoma City Thunder styrk sinn gegn Denver Nuggets. Körfubolti 8. maí 2025 08:32
Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta og einn reyndasti körfuboltamaður Íslands í dag verður í hlutverki nýliðans í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í kvöld. Körfubolti 8. maí 2025 07:00
Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95. Körfubolti 7. maí 2025 22:18
Krista Gló: Ætluðum að vinna Krista Gló Magnúsdóttir var hetja Njarðvíkinga í kvöld þegar Njarðvíkinga náðu sér í einn leik í það minnsta í viðbót í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Krista negldi niður þrist til að koma Njarðvík í 93-95 sem urðu lokatölu leiksins ásamt því að stela boltanum þegar skammt var eftir. Körfubolti 7. maí 2025 21:25
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til aðhvað selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Innlent 7. maí 2025 19:09
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. Körfubolti 7. maí 2025 18:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn