Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Stjarnan og ÍR hafa mæst í grimmum og hörðum rimmum á árum áður og mætast nú að nýju í úrslitakeppni, í fyrstu umferð 8-liða úrslita Bónus-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 3.4.2025 18:47
Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Karlalið Njarðvíkur spilar í fyrsta sinn í úrslitakeppni í IceMar-höllinni í Stapaskóla í kvöld þegar liðið tekur á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. Körfubolti 3.4.2025 18:16
Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Ármenningum dreymir um sæti í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn í 44 ár en þeir urðu fyrir miklu áfalli í miðri úrslitakeppninni. Körfubolti 3.4.2025 18:00
Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. Körfubolti 2.4.2025 13:16
Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Nikola Jokic átti stórkostlegan leik fyrir Denver Nuggets gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Samherji hans, Russell Westbrook, eyðilagði hins vegar allt. Körfubolti 2.4.2025 09:31
Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Fimm leikmenn voru dæmdir í leikbann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik Detroit Pistons og Minnesota Timberwolves. Isaiah Stewart var sá eini sem fékk tveggja leikja bann, þar sem hann á sér sögu um ofbeldi. Körfubolti 2.4.2025 07:01
„Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ „Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins. Körfubolti 1.4.2025 21:52
Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Njarðvík tók forystuna gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar með níu stiga sigri 84-75 í IceMar-höllinni í kvöld. Körfubolti 1.4.2025 18:48
„Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Valur tók forystuna í einvígi sínu gegn Þór í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna eftir 86-92 sigur á Akureyri. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var ánægður að hafa náð í sigurinn en segir einvígið langt frá því að vera búið. Körfubolti 1.4.2025 21:10
Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Valur leiðir 1-0 í einvígi sínu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna eftir 86-92 sigur fyrir norðan í fyrsta leik liðanna og hirti þar með heimavallarréttinn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Körfubolti 1.4.2025 17:47
Pelikanarnir búnir að gefast upp Tvær stærstu stjörnur New Orleans Pelicans í NBA-deildinni spila ekki meira með á tímabilinu. Körfubolti 1.4.2025 16:48
Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Margir virðast velta því fyrir sér hvort hinn bráðum fertugi Chris Paul ætli ekki að fara að leggja skóna á hilluna, en internetið er troðfullt af falsfréttum um að hann hafi gefið það út að hann sé að hætta. Körfubolti 31.3.2025 23:16
„Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Isabella Ósk Sigurðardóttir átti stórleik fyrir Grindavík er liðið vann óvæntan og dramatískan sigur gegn deildarmeisturum Hauka í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 22:28
„Frábært að stela heimavellinum“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 22:05
„Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sigurður Ingimundarson, hinn þrautreyndi þjálfari Keflavíkur, var ánægður með hvernig hans lið byrjaði leikinn gegn Tindastóli í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 21:32
Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Keflavík hóf úrslitakeppnina með því að vinna Tindastól, 92-63, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 18:17
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Deildarmeistarar Hauka máttu þola óvænt tap er liðið tók á móti Haukum sem höfnuðu í 8. sæti Bónus-deildar kvenna, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Körfubolti 31.3.2025 18:46
Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Hópslagsmálin í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni voru að sjálfsögðu tekin fyrir í Lögmáli leiksins. Strákarnir veltu því einnig fyrir sér hvernig íslensk útgáfa af slíkum slagsmálum yrði. Körfubolti 31.3.2025 16:31
Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta til næstu fjögurra ára. Finninn reynslumikli er afar spenntur fyrir starfinu. Körfubolti 31.3.2025 15:25
Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Finninn Pekka Salminen hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við KKÍ. Körfubolti 31.3.2025 12:09
Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KKÍ þar sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta var kynntur. Körfubolti 31.3.2025 11:47
Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Fimm leikmönnum og tveimur þjálfurum var vísað úr húsi eftir að upp úr sauð í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik síðan árið 2005. Körfubolti 31.3.2025 09:00
Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um. Körfubolti 31.3.2025 07:00
Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Landsliðmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason verður frá keppni næstu vikur en meiddist á kálfa í leik gegn Dijon síðastliðinn miðvikudag. Körfubolti 30.3.2025 21:32