Körfubolti

Fimm fengu bann fyrir slags­málin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ron Holland og Donte DiVincenzo áttu upptökin að slagsmálunum en aðrir leikmenn og þjálfarar blönduðu sér í málið.
Ron Holland og Donte DiVincenzo áttu upptökin að slagsmálunum en aðrir leikmenn og þjálfarar blönduðu sér í málið. David Berding/Getty Images

Fimm leikmenn voru dæmdir í leikbann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik Detroit Pistons og Minnesota Timberwolves. Isaiah Stewart var sá eini sem fékk tveggja leikja bann, þar sem hann á sér sögu um ofbeldi.

Liðsfélagar hans, Ron Holland Jr. og Marcus Sasser fá eins leiks bann líkt og Naz Reid og Donte DiVincenzo, leikmenn Timberwolves.

Slagsmálin brutust út í öðrum leikhluta þessa spennuþrungna leiks þegar Ron Holland braut á Naz Reid. Eftir að dómarinn flautaði virtist Holland segja eitthvað sem reiddi Reid og skrattinn slapp laus.

DiVincenzo steig á milli þeirra og dróg Holland burt, með þeim afleiðingum að þeir féllu aftur fyrir sig á áhorfendur. Aðrir leikmenn og þjálfarar beggja liða blönduðu sér þá í málið og upp úr því sköpuðust heiftarleg rifrildi.

Eftir að rifrildið hafði róast héldu Reid, Holland, Stewart, Sasser og DiVincenzo áfram að gelta hvor á annan, sem leiddi til þess að þeir voru reknir úr húsi.

J.B. Bickerstaff, aðalþjálfari Timberwolves, og Pablo Prigioni, aðstoðarþjálfari Pistons, voru einnig reknir úr húsi en fengu ekki leikbann.

Isaiah Stewart er sá eini sem fær tveggja leikja bann, vegna þess að hann á sér sögu um ofbeldi. Hann var handtekinn í fyrra fyrir að kýla andstæðing sinn, Drew Eubanks, úti á bílastæði eftir leik gegn Phoenix Suns og árið 2021 fékk hann tveggja leikja bann fyrir að ráðast á LeBron James, í frægu brjálæðiskasti sem má sjá hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×