Í kvöld fara fram fimm leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum.
Þór tekur á móti Snæfelli á Akureyri, Haukar taka á móti Hetti að Ásvöllum, Hamar/Selfoss fær ÍR í heimsókn og Skallagrímur mætir Fjölni. Annað kvöld mætast svo erkifjendurnir og grannarnir Njarðvík og Keflavík.