Sundurlaus og nánast óskiljanleg 12. október 2005 00:01 Lífið er yndislegt, eins og allir vita. Þetta verð ég bara að segja, og verð líka – þótt ég hafi farið fáeinum orðum um úrskurð Hæstaréttar frá í gær í Baugsmálinu – að taka fleiri dæmi af því máli, einmitt um hvað lífið er yndislegt. Og óvænt. Og skemmtilegt. Og fáránlegt! Því að kvöldi þess dags þegar Hæstiréttur Íslands blés á flestallar ákærurnar í hinu víðfræga Baugsmáli, og þar af allar þær stærstu, bókstaflega reif í tætlur þriggja ára rannsókn Haraldar Johannessen og Jóns H. B. Snorrasonar, sem kostað hefur ókjör af peningum skattborgara fyrir nú utan þá milljarða sem rannsóknin hefur óumdeilanlega kostað hina meintu sakborninga; bókstaflega reif í tætlur rannsóknina með allt að því hryssingslegu orðavali ... (Ég skal rekja orðrétt dæmi úr úrskurði Hæstaréttar hér að neðan) ... en það er rétt að hafa í huga, ef einhver skyldi halda að Hæstiréttur hafi verið að fetta fingur út í einhver smávægileg formsatriði, ákærurnar hafi bara verið eitthvað örlítið vitlaust fram settar, en strax og því væri kippt í liðinn, þá væri málið í lagi, en það er sem sagt rétt að hafa í huga að svo er ekki, raunar víðs fjarri. HÆSTIRÉTTUR RÍFUR Í SIG MÁLIÐ! Hæstiréttur bókstaflega rífur í sig allt málið og má hafa hér til marks orð Halldórs Ásgrímssonar á blaðamannafundinum í dag, hann, gamli bókhaldarinn, hafði aldrei séð aðra eins útreið. Eða hvernig sem hann tók til orða – þetta var altént meiningin. En sem sagt, daginn sem Hæstiréttur blæs stærstum hluta ákæranna út af borði sínu með þeim orðum að þær séu ruglingslegar, óljósar, óskýrar, fábrotnar, sundurlausar, óskiljanlegar, ófullnægjandi, óútskýrðan og oft engin leið að átta sig á því hver kunni að hafa verið hin meintu brot þeirra Baugsmanna – en þá, að kvöldi þessa dags, þá lúpast dómsmálaráðherra landsins að tölvunni sinni til að skrifa inn bloggið sitt, og það eins og hriktir og skelfur í honum, þessum æðsta yfirmanni réttarfars í landinu ... "SVAKALEGASTA DÆMIÐ Í ÍSLENSKRI RASSSKELLINGASÖGU" (Ríkislögreglustjóraembættið hans hefur jú verið rassskellt, svo duglega að önnur eru vart svakalegri dæmi í íslenskri rassskellingasögu, sem þó er löng og ítarleg – og Haraldur Johannessen og Jón H. B. Snorrason yfirmaður hinnar rómuðu efnahagsbrotadeildar standa alveg berrassaðir eftir) ... en honum tekst þó að bíta á jaxlinn, Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, og skrifar: "Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu." Ekki sagt sitt síðasta orð?! Er þetta hótun? Frá yfirmanni lögreglunnar? Eða bara innihaldslaus gorgeir hins tapsára? – sem þá leiðir jafnharðan í ljós – í eitt skipti fyrir öll – að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins telur sig hafa tapað í málinu. Því BB var auðvitað ekki bara að nefna augljósa staðreynd, eins og hann hefur reynt að halda fram. Það má sjá af allri klausunni og framhaldinu: "Stórfrétt dagsins er að sjálfsögðu niðurstaða hæstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins." AUÐVITAÐ VAR BJÖRN EKKI AÐ "SEGJA ALMÆLT TÍÐINDI" Það eru hártoganir og útúrsnúningar af verstu sort ef menn þykjast ekki sjá það út úr þessum texta að dómsmálaráðherrann er þarna ekki að segja "almælt tíðindi" heldur meðvitað eða ómeðvitað að lýsa þeirri von sinni að ákæruvaldið haldi áfram með málið. Og þennan sama dag, sem Hæstiréttur fellir þennan úrskurð, þá sest Styrmir Gunnarsson – ritstjóri Morgunblaðsins, maður sem átti sinn óumdeilda, einkennilega og innmúraða þátt í að hrinda málinu af stað – hann sest niður og skrifar leiðara þar sem segir að jú, úrskurður Hæstaréttar sé vissulega áfall fyrir ákæruvaldið, en heldur svo áfram orðrétt: "Í ljósi þess, að húsleitir og lögreglurannsóknir eru að verða daglegt brauð í viðskiptalífinu eins og m.a. má sjá á samvinnu brezkra og íslenzkra lögregluyfirvalda um húsleitir hér og í Bretlandi síðustu daga og húsleita og rannsókna hjá þremur olíufélögum, Eimskipafélagi Íslands og fleiri aðilum á undnaförnum árum geta þeir", það er að segja forráðamenn Baugs, þeir geta sem sagt "heldur ekki haldið því fram að harðar hafi verið gengið að þeim en öðrum fyrirtækjum á Íslandi, sem hafa orðið að þola hið sama." EKKI GENGIÐ HARÐAR FRAM GEGN BAUGI?? Nei?! Hefur ekki verið gengið harðar fram gegn Baugi en nokkrum orðum? Neeeeeeei, segir Styrmir Gunnarsson. Ekki þótt nú þegar sé búið að valda hinum meintu sakborningum miklu meira tjóni en sem nam hörðustu hugsanlegum refsingum við hinum meintu brotum þeirra? Ekki þótt rannsókn hafi staðið í þrjú ár og ástæðan bersýnilega ekki verið sú að svo vel hafi verið vandað til hennar. Því það var greinilega ekkert vandað til hennar. Þetta er hrákasmíð, sagði Héraðsdómur. Forkastanlegt, segir Hæstiréttur. Nei, ástæðan var greinilega sú að þegar lögregluyfirvöld áttuðu sig á því að Baugsmenn yrðu vart dæmdir hart fyrir hinar upprunalegu einkennilegu sakir sem Jón Gerald og Jónína og Styrmir Gunnarsson og félagar komu á framfæri – heldur skyldi þá bara plægt gegnum bókhaldið allt þangað til eitthvað fyndist, bara eitthvað sem hugsanlega myndi loða við þá. En þetta heitir á máli Moggaritstjórans að ekki hafi verið gengið harðar fram gegn Baugi en öllum hinum. Ég segi nú bara eins og börnin: Halló!? Er ekki allt í lagi?? DÓMUR HÆSTARÉTTAR Á VINNUBRÖGÐUM OG MÁLATILBÚNAÐI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA GEGN BAUGSMÖNNUM Og nú skal ég fara að nefna dæmin – tína þau upp nánast af handahófi úr úrskurði Hæstaréttar, hvernig hver ákæruliðurinn af öðrum er leikinn – þetta er ekkert lítilsháttar pex um formsatriði – leyfum ekki Halla Jó og strákunum að koma þeirri trú á fót. "Ekki er þess getið skýrlega hvernig þessir varnaraðilar hafi sjálfir átt að hafa haft hag af" tilteknum brotum, segir á einum stað, "eða hvort það hafi verið aðrir og þá hverjir." "Veður því ekki ráðið af verknaðarlýsingunni í ákærunni hvernig talið sé að varnaraðilarnir hafi auðgast af þessari háttsemi ..." "Eftir hljóðan ákærunnar virðist sem þessir varnaraðilar hafi í öllum umræddum tilvikum átt að hafa sameiginlega gefið fyrirmæli um greiðslur, en ekki er skýrt frekar hvernig það var gert. Þá er ekki greint frá því hvernig þessar greiðslur voru teknar eða þær færðar í bókhaldi félagsins. Að engu leyti er tiltekið í hverju ætlað liðsinni varnaraðilanna Jóhannesar og Kristínar, sem sökuð eru um hlutdeild í brotum samkvæmt þessum lið, eigi að hafa verið fólgið. Sérstök ástæða var þó til að taka af tvímæli um þetta ..." EKKI VERÐUR SÉÐ Í ÁKÆRUNNI ... "Ekki er tilgreint í ákærunni hvernig ákærðu "létu" félagið (Baug hf) inna (tilteknar) greiðslur af hendi eða stóðu að því í sameiningu ... veður ekki án frekari skýringa séð hvernig varnaraðilinn Jóhannes hafi starfa sinna vegna átt að vera í stöðu til að gera slíkt". "Eins og nánar segir hér síðar er ekki greint frá því í ákærunni hver séu tengsl þessara varnaraðila við (tiltekið) sameignarfélag. Eins og síðar verður vikið að eru auk þess aðrir annmarkar á 7. lið ákærunnar, sem valda því að efnisdómur verður ekki felldur á hann." "Þá er þess ekki getið í ákærunni hvernig (tilteknar) greiðslur voru teknar eða þær bókfærðar hjá Baugi hf." "Ekki er þess getið nánar í ákærunni hvernig þessar greiðslur hafi verið teknar eða þær færðar í bókum félagsins, sem skiptir máli við á því hvort um fjárdrátt hafi verið að ræða." "Þá er varnaraðilinn Jóhannes jafnframt borinn sökum í þessum ákærulið um sams konar hlutdeildarbrot, en ætluðum verknaði hans þó lýst á ófullnægjandi hátt. VERKNAÐARLÝSING ER RUGLINGSLEG Af verknaðarlýsingu virðist mega ráða að varnaraðilinn Jón Ásgeir sé talinn hafa orðið "umráðandi" 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf og átt "stærsta hluta þess" í október 1998 eftir að hafa gert samning um "kaup á öllu hlutafé" í félaginu, en ásamt "ákærðu", sem þó er ekki getið nánar, leynt þessu fyrir stjórn Baugs hf ... Verknaðarlýsing í þessum lið ákæru er ruglingsleg og vart unnt að draga af henni og fjárhæðunum, sem þar koma fram, haldbærar ályktanir um hvort því sé haldið fram að varnaraðilinn Jón Ásgeir hafi auðgast af þessari háttsemi eða hún leitt til tjón eða hættu á tjóni fyrir Baug hf, þannig að varðað gæti við 249. grein almennra hegningarlaga." "Eftir verknaðarlýsingu í þessum lið ákæru verður ekki annað séð en að ætluð misnotkun (varnaraðila) á þeirri aðstöðu eigi í þessu tilviki að hafa verið fólgin í því að annað félag, Fasteignafélagið Stoðir hf, sem ekki verður séð af ákæru hvort varnaraðilinn Jón Ásgeir hafi starfað fyrir, hafi keypt fasteignir af Litla fasteignafélaginu ehf, sem engan veginn verður séð hvort tengist varnaraðilanum, á hærri verði en þeir hafi látið Vöruveltuna hf selja Litla fasteignafélaginu eht þær fyrir. ÓGERLEGT AÐ ÁLYKTA HVERNIG ÁKÆRÐU ÁTTU AÐ HAFA AUÐGAST Hvorki verður ráðið af þessum lið né 5. lið ákærunnar hvernig varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi hafi verið bærir til að ráðstafa eigum Vöruveltunnar hf. Ógerlegt er að álykta af þessu hvernig umræddir varnaraðilar séu taldir hafa auðgast af þessari háttsemi, bakað Baugi hf tjón eða valdið hættu á því. Þá er verknaði varnaraðilans Tryggva lýst eins og hann sé aðalmaður í ætluðu broti ... en háttsemi (hans) er þó allt að einu heimfærð ... til refsiákvæða eins og um hlutdeildarbrot sé að ræða." "Af þessu virðist mega ráða að Bónus sf, sem hvergi er skýrt í ákærunni hvernig tengt sé varnaraðilum ..." "Þess er í engu getið hvernig félagið hafi orðið skuldbundið í tengslum við þetta ..." "ÞESS ER Í ENGU GETIÐ Í ÁKÆRUNNI ..." "Af ákærunni verður ekki ráðið hvort eða hvernig hugsanleg viðskipti í tengslum við þetta kunni að hafa verið bókfærð hjá sameignarfélaginu eða hvaða skuldbinding hafi færst á hendur Baugs hf við "yfirtöku", sem svo er nefnd án frekari skýringa, á fyrrnefnda félaginu. Þótt ætla megi af niðurlagi þessa ákæruliðar að einhver óútskýrð skuldbinding ... hafi í október 2002 fallið á annaðhvort Baug hf eða Baug Group hf, verður ekkert ráðið af ákærunni um hvernig varnaraðilarnir eru taldir hafa auðgast með þessu, bakað Baugi hf tjón eða valdið hættu á slíku tjóni, enda í engu getið hver afdrif skuldbindingarinnar hafi orðið." "Þess er í engu getið í ákærunni hvort varnaraðilann hafi skort heimild þeirra, sem bærir voru til að skuldbinda fyrrnefnda félagið, til þessarar ráðstöfunar eða hvort eða hvernig þessi útborgun af bankareikningnum hafi verið færð í bókhaldi þess. Er lýsingu á háttsemi varnaraðilans því verulega áfátt í þessum lið. Þá er þar heldur ekki samræmi milli þeirrar lýsingar og þess brotaheitis og refsiákvæðis, sem háttsemin er heimfærð undir." "ÞVÍ ER HVORKI HALDIÐ FRAM ..." "Því er hvorki haldið fram að þessi færsla hafi verið efnislega röng né að varnaraðila hafi brostið heimilid" til tiltekinna ráðstafa sem ákært er fyrir. "Þá er hvergi í lýsingu verknaðar í þessum lið ákæru vikið að efnisatriðum, sem varðað gætu við 249. grein almennra hegningarlaga. Skortir því á sama hátt og áður var getið samræmi milli þeirrar lýsingar á háttsemi varnaraðilans í þessum ákærulið og þess brotaheitis og refsiákvæða, sem ákæruvaldið heimfærir hana til." "Eins og orðalagi er háttað í þessum lið ákærunnar verður ekki annað ráðið en að varnaraðilunum sé hér gefið að sök að hafa í sameiningu staðið að þessum verknaði, án þess að nánar sé þó skýrt hvernig það hafi verið gert. Af heimfærslu ætlaðra brota til refsiákvæða virðist á hinn bóginn sem varnaraðilanum Tryggva sé hér gefin að sök hlutdeild í broti hins varnaraðilans, en í engu er þó heldur vikið að því í hverju hún hafi verið fólgin ... "EKKI ER LEITAST VIÐ AÐ SKÝRA FREKAR ..." Ekki er leitast við að skýra frekar í ákærunni hvernig slík háttsemi varði við 247. grein almennra hegningarlaga. Þá felst engin efnislýsing í þessum ákærulið á þeim sökum, sem varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi eru bornar til vara ..." "Þá er háttsemi varnaraðilans samkvæmt þessum lið ákærunnar í engu lýst á þann hátt að hún gæti fallið undir efnislýsingu 249. grein (hegningarlaganna)." "Verknaðinum sem þessum varnaraðila (Kristínu Jóhannesdóttur) er hér sökuð um, er ekki lýst á þann hátt að sjá megi hvernig hann geti fallið undir hilmingarákvæði 254. grein almennra hegningarlaga ... Samkvæmt áðursögðu er háttsemi varnaraðilanna Jóns Ásgeirs og Tryggva í þessum lið ákæru ekki lýst á þann veg að 247. grein eða 249. grein almennra hegningarlaga geti átt við hana." "Þessi heimfærsla er ekki í samræmi við þann verknað, sem lýst er í ákæru ..." "Ekki er leitast við að skýra frekar hvernig (tilteknar lánveitingar) geti talist hafa verið varnaraðilunum, báðum eða öðrum, til auðgunar eða leitt af sér hættu á tjóni fyrir Baug hf ..." "Á HVORN VEGINN SEM ÞESSU KANN AÐ HAFA VERIÐ HÁTTAÐ" "Í þessari verknaðarlýsingu er ekki frekar skýrt hvort umrædd greiðslukort hafi verið gefin út til Baugs hf og reikningum vegna úttekta verið af þeim sökum beint til féalgsins eða hvort þau hafi verið á nafni varnaraðilans (Jóns Ásgeirs), sem hafi látið félagið greiða reikninga, sem hafi verið gefnir út á hendur honum persónulega. Á hvorn veginn, sem þessu kann að hafa verið háttað, kemur fram í ákæru að greiðslurnar hafi verið færðar varnaraðilanum til skuldar á viðskiptamannareikningi hans hjá félaginu. Ekki er skýrt frekar hvernig háttsemi sem þessi verði heimfærð til 247. greinar almennra hegningarlaga, sem varnaraðilinn er hér aðallega sakaður um að hafa brotið gegn. Verknaði er hér að engu leyti lýst á þann hátt að 249. grein sömu laga geti tekið til hans ..." "Af verknaðarlýsingu þessari verður ekki skýrlega ráðið á hendur hverjum umræddir reikningar hafi verið gefnir út ... Skortir í ákæru viðhlítandi skýringa rá því hvernig háttsemi þessi verði heimfærð til 247. greinar almennra hegningarlaga, sem hann er aðallega sakaður um að hafa brotið ... Í lýsingu á ætluðum verknaði er ekki að finna stoð fyrir því að það lagaákvæði geti átt hér við." "VEGNA ÞESS ÓSKÝRLEIKA SEM GÆTIR UM ÞETTA ATRIÐI" "Vegna þess óskýrleika, sem gætir um þetta atriði í verknaðarlýsingu 24. til 28. liðar ákærunnar, er ekki ljóst hvort þar sé lýst ráðstöfunum af þeim toga, sem refsing getur legið við ..." "Í þessari lýsingu á verknaði varnaraðilanna er ekki skýrt frekar hvernig þeir eru taldir hafa staðið að þessu í sameiningu ... Háttsemi (Tryggva) er þó hvergi lýst í þessum liðum ákærunnar á þann hátt að samrýmst geti" lýsingu í ákærunni á meintum lögbrotum. "Án nánari skýringar verður því ekki séð hvernig færsla á tilhæfulausum reikningum frá öðrum geti aukið bókfærðan hagnað þess, sem þeim er beint að, svo sem felst í orðalagi verknaðarlýsingar í þessum lið ákæru." "Ekki verður séð hvað átt er við þegar fjallað er í ákærunni um að varnaraðilar hafi látið færa hlutabréfaeign Baugs hf "til vörslu" hjá fyrrnefndum banka "eins og um sölu" þeirra væri að ræða. "ÁN UPPLÝSINGA" Talningin á bókhaldsfærslum, sem virðist eiga að sýna hvernig raunveruleg ráðstöfun þessara hlutabréfa hafi verið rangfærð og dulin, er sundurlaus og nánast óskiljanleg eins og hún er sett fram í ákærunni. Að auki er sá meginannmarki á verknaðarlýsingu í þessum ákærulið að ógerningur er að ráða af henni hvernig haldið sé fram að hlutabréfum þessum hafi í raun nákvæmlega verið ráðstafað, en án upplýsinga um það er ófært að taka afstöðu til sakargifta á hendur varnaraðilunum um að þeir hafi rangfært og dulið þær ráðstafanir. "Skortir í ákæru viðhlítandi skýringar á því hvernig varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi séu taldir sameiginlega vera refsiábyrgð á þessum ráðstöfunum ..." "Í ákærunni er leitast við að gera frekari grein fyrir (meintu refsiverðu athæfi) með sundurlausri rakningu á bókhaldsfærslum og gögnum, sem þær eru sagðar að nokkru leyti hafa verið reistar á. "ÞÆR FÁBROTNU SKÝRINGAR" Þær fábrotnu skýringar, sem gefnar eru í ákærunni á þessum færslum, nægjan engan veginn til að gera lýsingu á ætluðum verknaði varnaraðilanna skiljanlega." Og af þeim átta ákæruliðum sem þó eru taldir tækir til dóms segir um fjóra þeirra málatilbúnaður af hálfu ákæruvaldsins sé "óskýr" en ekki yrði litið svo á að þeir "annmarkar séu á þessum ákæruliðum, sem staðið geta því í veg að efnisdómur verði felldur á málið". > Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Lífið er yndislegt, eins og allir vita. Þetta verð ég bara að segja, og verð líka – þótt ég hafi farið fáeinum orðum um úrskurð Hæstaréttar frá í gær í Baugsmálinu – að taka fleiri dæmi af því máli, einmitt um hvað lífið er yndislegt. Og óvænt. Og skemmtilegt. Og fáránlegt! Því að kvöldi þess dags þegar Hæstiréttur Íslands blés á flestallar ákærurnar í hinu víðfræga Baugsmáli, og þar af allar þær stærstu, bókstaflega reif í tætlur þriggja ára rannsókn Haraldar Johannessen og Jóns H. B. Snorrasonar, sem kostað hefur ókjör af peningum skattborgara fyrir nú utan þá milljarða sem rannsóknin hefur óumdeilanlega kostað hina meintu sakborninga; bókstaflega reif í tætlur rannsóknina með allt að því hryssingslegu orðavali ... (Ég skal rekja orðrétt dæmi úr úrskurði Hæstaréttar hér að neðan) ... en það er rétt að hafa í huga, ef einhver skyldi halda að Hæstiréttur hafi verið að fetta fingur út í einhver smávægileg formsatriði, ákærurnar hafi bara verið eitthvað örlítið vitlaust fram settar, en strax og því væri kippt í liðinn, þá væri málið í lagi, en það er sem sagt rétt að hafa í huga að svo er ekki, raunar víðs fjarri. HÆSTIRÉTTUR RÍFUR Í SIG MÁLIÐ! Hæstiréttur bókstaflega rífur í sig allt málið og má hafa hér til marks orð Halldórs Ásgrímssonar á blaðamannafundinum í dag, hann, gamli bókhaldarinn, hafði aldrei séð aðra eins útreið. Eða hvernig sem hann tók til orða – þetta var altént meiningin. En sem sagt, daginn sem Hæstiréttur blæs stærstum hluta ákæranna út af borði sínu með þeim orðum að þær séu ruglingslegar, óljósar, óskýrar, fábrotnar, sundurlausar, óskiljanlegar, ófullnægjandi, óútskýrðan og oft engin leið að átta sig á því hver kunni að hafa verið hin meintu brot þeirra Baugsmanna – en þá, að kvöldi þessa dags, þá lúpast dómsmálaráðherra landsins að tölvunni sinni til að skrifa inn bloggið sitt, og það eins og hriktir og skelfur í honum, þessum æðsta yfirmanni réttarfars í landinu ... "SVAKALEGASTA DÆMIÐ Í ÍSLENSKRI RASSSKELLINGASÖGU" (Ríkislögreglustjóraembættið hans hefur jú verið rassskellt, svo duglega að önnur eru vart svakalegri dæmi í íslenskri rassskellingasögu, sem þó er löng og ítarleg – og Haraldur Johannessen og Jón H. B. Snorrason yfirmaður hinnar rómuðu efnahagsbrotadeildar standa alveg berrassaðir eftir) ... en honum tekst þó að bíta á jaxlinn, Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, og skrifar: "Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu." Ekki sagt sitt síðasta orð?! Er þetta hótun? Frá yfirmanni lögreglunnar? Eða bara innihaldslaus gorgeir hins tapsára? – sem þá leiðir jafnharðan í ljós – í eitt skipti fyrir öll – að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins telur sig hafa tapað í málinu. Því BB var auðvitað ekki bara að nefna augljósa staðreynd, eins og hann hefur reynt að halda fram. Það má sjá af allri klausunni og framhaldinu: "Stórfrétt dagsins er að sjálfsögðu niðurstaða hæstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins." AUÐVITAÐ VAR BJÖRN EKKI AÐ "SEGJA ALMÆLT TÍÐINDI" Það eru hártoganir og útúrsnúningar af verstu sort ef menn þykjast ekki sjá það út úr þessum texta að dómsmálaráðherrann er þarna ekki að segja "almælt tíðindi" heldur meðvitað eða ómeðvitað að lýsa þeirri von sinni að ákæruvaldið haldi áfram með málið. Og þennan sama dag, sem Hæstiréttur fellir þennan úrskurð, þá sest Styrmir Gunnarsson – ritstjóri Morgunblaðsins, maður sem átti sinn óumdeilda, einkennilega og innmúraða þátt í að hrinda málinu af stað – hann sest niður og skrifar leiðara þar sem segir að jú, úrskurður Hæstaréttar sé vissulega áfall fyrir ákæruvaldið, en heldur svo áfram orðrétt: "Í ljósi þess, að húsleitir og lögreglurannsóknir eru að verða daglegt brauð í viðskiptalífinu eins og m.a. má sjá á samvinnu brezkra og íslenzkra lögregluyfirvalda um húsleitir hér og í Bretlandi síðustu daga og húsleita og rannsókna hjá þremur olíufélögum, Eimskipafélagi Íslands og fleiri aðilum á undnaförnum árum geta þeir", það er að segja forráðamenn Baugs, þeir geta sem sagt "heldur ekki haldið því fram að harðar hafi verið gengið að þeim en öðrum fyrirtækjum á Íslandi, sem hafa orðið að þola hið sama." EKKI GENGIÐ HARÐAR FRAM GEGN BAUGI?? Nei?! Hefur ekki verið gengið harðar fram gegn Baugi en nokkrum orðum? Neeeeeeei, segir Styrmir Gunnarsson. Ekki þótt nú þegar sé búið að valda hinum meintu sakborningum miklu meira tjóni en sem nam hörðustu hugsanlegum refsingum við hinum meintu brotum þeirra? Ekki þótt rannsókn hafi staðið í þrjú ár og ástæðan bersýnilega ekki verið sú að svo vel hafi verið vandað til hennar. Því það var greinilega ekkert vandað til hennar. Þetta er hrákasmíð, sagði Héraðsdómur. Forkastanlegt, segir Hæstiréttur. Nei, ástæðan var greinilega sú að þegar lögregluyfirvöld áttuðu sig á því að Baugsmenn yrðu vart dæmdir hart fyrir hinar upprunalegu einkennilegu sakir sem Jón Gerald og Jónína og Styrmir Gunnarsson og félagar komu á framfæri – heldur skyldi þá bara plægt gegnum bókhaldið allt þangað til eitthvað fyndist, bara eitthvað sem hugsanlega myndi loða við þá. En þetta heitir á máli Moggaritstjórans að ekki hafi verið gengið harðar fram gegn Baugi en öllum hinum. Ég segi nú bara eins og börnin: Halló!? Er ekki allt í lagi?? DÓMUR HÆSTARÉTTAR Á VINNUBRÖGÐUM OG MÁLATILBÚNAÐI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA GEGN BAUGSMÖNNUM Og nú skal ég fara að nefna dæmin – tína þau upp nánast af handahófi úr úrskurði Hæstaréttar, hvernig hver ákæruliðurinn af öðrum er leikinn – þetta er ekkert lítilsháttar pex um formsatriði – leyfum ekki Halla Jó og strákunum að koma þeirri trú á fót. "Ekki er þess getið skýrlega hvernig þessir varnaraðilar hafi sjálfir átt að hafa haft hag af" tilteknum brotum, segir á einum stað, "eða hvort það hafi verið aðrir og þá hverjir." "Veður því ekki ráðið af verknaðarlýsingunni í ákærunni hvernig talið sé að varnaraðilarnir hafi auðgast af þessari háttsemi ..." "Eftir hljóðan ákærunnar virðist sem þessir varnaraðilar hafi í öllum umræddum tilvikum átt að hafa sameiginlega gefið fyrirmæli um greiðslur, en ekki er skýrt frekar hvernig það var gert. Þá er ekki greint frá því hvernig þessar greiðslur voru teknar eða þær færðar í bókhaldi félagsins. Að engu leyti er tiltekið í hverju ætlað liðsinni varnaraðilanna Jóhannesar og Kristínar, sem sökuð eru um hlutdeild í brotum samkvæmt þessum lið, eigi að hafa verið fólgið. Sérstök ástæða var þó til að taka af tvímæli um þetta ..." EKKI VERÐUR SÉÐ Í ÁKÆRUNNI ... "Ekki er tilgreint í ákærunni hvernig ákærðu "létu" félagið (Baug hf) inna (tilteknar) greiðslur af hendi eða stóðu að því í sameiningu ... veður ekki án frekari skýringa séð hvernig varnaraðilinn Jóhannes hafi starfa sinna vegna átt að vera í stöðu til að gera slíkt". "Eins og nánar segir hér síðar er ekki greint frá því í ákærunni hver séu tengsl þessara varnaraðila við (tiltekið) sameignarfélag. Eins og síðar verður vikið að eru auk þess aðrir annmarkar á 7. lið ákærunnar, sem valda því að efnisdómur verður ekki felldur á hann." "Þá er þess ekki getið í ákærunni hvernig (tilteknar) greiðslur voru teknar eða þær bókfærðar hjá Baugi hf." "Ekki er þess getið nánar í ákærunni hvernig þessar greiðslur hafi verið teknar eða þær færðar í bókum félagsins, sem skiptir máli við á því hvort um fjárdrátt hafi verið að ræða." "Þá er varnaraðilinn Jóhannes jafnframt borinn sökum í þessum ákærulið um sams konar hlutdeildarbrot, en ætluðum verknaði hans þó lýst á ófullnægjandi hátt. VERKNAÐARLÝSING ER RUGLINGSLEG Af verknaðarlýsingu virðist mega ráða að varnaraðilinn Jón Ásgeir sé talinn hafa orðið "umráðandi" 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf og átt "stærsta hluta þess" í október 1998 eftir að hafa gert samning um "kaup á öllu hlutafé" í félaginu, en ásamt "ákærðu", sem þó er ekki getið nánar, leynt þessu fyrir stjórn Baugs hf ... Verknaðarlýsing í þessum lið ákæru er ruglingsleg og vart unnt að draga af henni og fjárhæðunum, sem þar koma fram, haldbærar ályktanir um hvort því sé haldið fram að varnaraðilinn Jón Ásgeir hafi auðgast af þessari háttsemi eða hún leitt til tjón eða hættu á tjóni fyrir Baug hf, þannig að varðað gæti við 249. grein almennra hegningarlaga." "Eftir verknaðarlýsingu í þessum lið ákæru verður ekki annað séð en að ætluð misnotkun (varnaraðila) á þeirri aðstöðu eigi í þessu tilviki að hafa verið fólgin í því að annað félag, Fasteignafélagið Stoðir hf, sem ekki verður séð af ákæru hvort varnaraðilinn Jón Ásgeir hafi starfað fyrir, hafi keypt fasteignir af Litla fasteignafélaginu ehf, sem engan veginn verður séð hvort tengist varnaraðilanum, á hærri verði en þeir hafi látið Vöruveltuna hf selja Litla fasteignafélaginu eht þær fyrir. ÓGERLEGT AÐ ÁLYKTA HVERNIG ÁKÆRÐU ÁTTU AÐ HAFA AUÐGAST Hvorki verður ráðið af þessum lið né 5. lið ákærunnar hvernig varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi hafi verið bærir til að ráðstafa eigum Vöruveltunnar hf. Ógerlegt er að álykta af þessu hvernig umræddir varnaraðilar séu taldir hafa auðgast af þessari háttsemi, bakað Baugi hf tjón eða valdið hættu á því. Þá er verknaði varnaraðilans Tryggva lýst eins og hann sé aðalmaður í ætluðu broti ... en háttsemi (hans) er þó allt að einu heimfærð ... til refsiákvæða eins og um hlutdeildarbrot sé að ræða." "Af þessu virðist mega ráða að Bónus sf, sem hvergi er skýrt í ákærunni hvernig tengt sé varnaraðilum ..." "Þess er í engu getið hvernig félagið hafi orðið skuldbundið í tengslum við þetta ..." "ÞESS ER Í ENGU GETIÐ Í ÁKÆRUNNI ..." "Af ákærunni verður ekki ráðið hvort eða hvernig hugsanleg viðskipti í tengslum við þetta kunni að hafa verið bókfærð hjá sameignarfélaginu eða hvaða skuldbinding hafi færst á hendur Baugs hf við "yfirtöku", sem svo er nefnd án frekari skýringa, á fyrrnefnda félaginu. Þótt ætla megi af niðurlagi þessa ákæruliðar að einhver óútskýrð skuldbinding ... hafi í október 2002 fallið á annaðhvort Baug hf eða Baug Group hf, verður ekkert ráðið af ákærunni um hvernig varnaraðilarnir eru taldir hafa auðgast með þessu, bakað Baugi hf tjón eða valdið hættu á slíku tjóni, enda í engu getið hver afdrif skuldbindingarinnar hafi orðið." "Þess er í engu getið í ákærunni hvort varnaraðilann hafi skort heimild þeirra, sem bærir voru til að skuldbinda fyrrnefnda félagið, til þessarar ráðstöfunar eða hvort eða hvernig þessi útborgun af bankareikningnum hafi verið færð í bókhaldi þess. Er lýsingu á háttsemi varnaraðilans því verulega áfátt í þessum lið. Þá er þar heldur ekki samræmi milli þeirrar lýsingar og þess brotaheitis og refsiákvæðis, sem háttsemin er heimfærð undir." "ÞVÍ ER HVORKI HALDIÐ FRAM ..." "Því er hvorki haldið fram að þessi færsla hafi verið efnislega röng né að varnaraðila hafi brostið heimilid" til tiltekinna ráðstafa sem ákært er fyrir. "Þá er hvergi í lýsingu verknaðar í þessum lið ákæru vikið að efnisatriðum, sem varðað gætu við 249. grein almennra hegningarlaga. Skortir því á sama hátt og áður var getið samræmi milli þeirrar lýsingar á háttsemi varnaraðilans í þessum ákærulið og þess brotaheitis og refsiákvæða, sem ákæruvaldið heimfærir hana til." "Eins og orðalagi er háttað í þessum lið ákærunnar verður ekki annað ráðið en að varnaraðilunum sé hér gefið að sök að hafa í sameiningu staðið að þessum verknaði, án þess að nánar sé þó skýrt hvernig það hafi verið gert. Af heimfærslu ætlaðra brota til refsiákvæða virðist á hinn bóginn sem varnaraðilanum Tryggva sé hér gefin að sök hlutdeild í broti hins varnaraðilans, en í engu er þó heldur vikið að því í hverju hún hafi verið fólgin ... "EKKI ER LEITAST VIÐ AÐ SKÝRA FREKAR ..." Ekki er leitast við að skýra frekar í ákærunni hvernig slík háttsemi varði við 247. grein almennra hegningarlaga. Þá felst engin efnislýsing í þessum ákærulið á þeim sökum, sem varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi eru bornar til vara ..." "Þá er háttsemi varnaraðilans samkvæmt þessum lið ákærunnar í engu lýst á þann hátt að hún gæti fallið undir efnislýsingu 249. grein (hegningarlaganna)." "Verknaðinum sem þessum varnaraðila (Kristínu Jóhannesdóttur) er hér sökuð um, er ekki lýst á þann hátt að sjá megi hvernig hann geti fallið undir hilmingarákvæði 254. grein almennra hegningarlaga ... Samkvæmt áðursögðu er háttsemi varnaraðilanna Jóns Ásgeirs og Tryggva í þessum lið ákæru ekki lýst á þann veg að 247. grein eða 249. grein almennra hegningarlaga geti átt við hana." "Þessi heimfærsla er ekki í samræmi við þann verknað, sem lýst er í ákæru ..." "Ekki er leitast við að skýra frekar hvernig (tilteknar lánveitingar) geti talist hafa verið varnaraðilunum, báðum eða öðrum, til auðgunar eða leitt af sér hættu á tjóni fyrir Baug hf ..." "Á HVORN VEGINN SEM ÞESSU KANN AÐ HAFA VERIÐ HÁTTAÐ" "Í þessari verknaðarlýsingu er ekki frekar skýrt hvort umrædd greiðslukort hafi verið gefin út til Baugs hf og reikningum vegna úttekta verið af þeim sökum beint til féalgsins eða hvort þau hafi verið á nafni varnaraðilans (Jóns Ásgeirs), sem hafi látið félagið greiða reikninga, sem hafi verið gefnir út á hendur honum persónulega. Á hvorn veginn, sem þessu kann að hafa verið háttað, kemur fram í ákæru að greiðslurnar hafi verið færðar varnaraðilanum til skuldar á viðskiptamannareikningi hans hjá félaginu. Ekki er skýrt frekar hvernig háttsemi sem þessi verði heimfærð til 247. greinar almennra hegningarlaga, sem varnaraðilinn er hér aðallega sakaður um að hafa brotið gegn. Verknaði er hér að engu leyti lýst á þann hátt að 249. grein sömu laga geti tekið til hans ..." "Af verknaðarlýsingu þessari verður ekki skýrlega ráðið á hendur hverjum umræddir reikningar hafi verið gefnir út ... Skortir í ákæru viðhlítandi skýringa rá því hvernig háttsemi þessi verði heimfærð til 247. greinar almennra hegningarlaga, sem hann er aðallega sakaður um að hafa brotið ... Í lýsingu á ætluðum verknaði er ekki að finna stoð fyrir því að það lagaákvæði geti átt hér við." "VEGNA ÞESS ÓSKÝRLEIKA SEM GÆTIR UM ÞETTA ATRIÐI" "Vegna þess óskýrleika, sem gætir um þetta atriði í verknaðarlýsingu 24. til 28. liðar ákærunnar, er ekki ljóst hvort þar sé lýst ráðstöfunum af þeim toga, sem refsing getur legið við ..." "Í þessari lýsingu á verknaði varnaraðilanna er ekki skýrt frekar hvernig þeir eru taldir hafa staðið að þessu í sameiningu ... Háttsemi (Tryggva) er þó hvergi lýst í þessum liðum ákærunnar á þann hátt að samrýmst geti" lýsingu í ákærunni á meintum lögbrotum. "Án nánari skýringar verður því ekki séð hvernig færsla á tilhæfulausum reikningum frá öðrum geti aukið bókfærðan hagnað þess, sem þeim er beint að, svo sem felst í orðalagi verknaðarlýsingar í þessum lið ákæru." "Ekki verður séð hvað átt er við þegar fjallað er í ákærunni um að varnaraðilar hafi látið færa hlutabréfaeign Baugs hf "til vörslu" hjá fyrrnefndum banka "eins og um sölu" þeirra væri að ræða. "ÁN UPPLÝSINGA" Talningin á bókhaldsfærslum, sem virðist eiga að sýna hvernig raunveruleg ráðstöfun þessara hlutabréfa hafi verið rangfærð og dulin, er sundurlaus og nánast óskiljanleg eins og hún er sett fram í ákærunni. Að auki er sá meginannmarki á verknaðarlýsingu í þessum ákærulið að ógerningur er að ráða af henni hvernig haldið sé fram að hlutabréfum þessum hafi í raun nákvæmlega verið ráðstafað, en án upplýsinga um það er ófært að taka afstöðu til sakargifta á hendur varnaraðilunum um að þeir hafi rangfært og dulið þær ráðstafanir. "Skortir í ákæru viðhlítandi skýringar á því hvernig varnaraðilarnir Jón Ásgeir og Tryggvi séu taldir sameiginlega vera refsiábyrgð á þessum ráðstöfunum ..." "Í ákærunni er leitast við að gera frekari grein fyrir (meintu refsiverðu athæfi) með sundurlausri rakningu á bókhaldsfærslum og gögnum, sem þær eru sagðar að nokkru leyti hafa verið reistar á. "ÞÆR FÁBROTNU SKÝRINGAR" Þær fábrotnu skýringar, sem gefnar eru í ákærunni á þessum færslum, nægjan engan veginn til að gera lýsingu á ætluðum verknaði varnaraðilanna skiljanlega." Og af þeim átta ákæruliðum sem þó eru taldir tækir til dóms segir um fjóra þeirra málatilbúnaður af hálfu ákæruvaldsins sé "óskýr" en ekki yrði litið svo á að þeir "annmarkar séu á þessum ákæruliðum, sem staðið geta því í veg að efnisdómur verði felldur á málið". >
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun