Tamílatígrarnir segja eiginlegt stríð hafið 5. september 2006 06:45 Hermaður stjórnarhersins kannar ökutæki Vegatálmar eru við flestar alfaraleiðir á Srí Lanka og eru margir þjóðvegir með öllu lokaðir. Því er mikilvægt að stjórna höfninni við Trincomalee, því þaðan má flytja vistir um landið, til dæmis til Jaffna-skaga. MYND/AP Stjórnarher Srí Lanka hefur tilkynnt að Tamílatígrar hafi verið hraktir frá Sampúr-þorpi, sem liggur sunnan við Trincomalee í norðausturhluta landsins. Sampúr er á yfirráðasvæði Tamílatígra, samkvæmt vopnahléssamningnum frá 2002. Bein árás virðist því vera brot á samningnum, en stjórnarherinn heldur því fram að árásin hafi verið gerð í sjálfsvörn, þar sem Tígrarnir hafi haldið úti linnulausum árásum frá Sampúr. Tígrarnir hafa hins vegar biðlað til norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, að staðfesta að um brot sé að ræða og hvort eiginlegt stríð hafi brotist út í landinu. Það verður í verkahring Lars Sölvberg, nýjum verkefnisstjóra SLMM, að skera úr um þetta á næstu dögum, en talsmaður SLMM, Þorfinnur Ómarsson, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að allar líkur væru á því að vopnahléssamningurinn hefði verið brotinn með sókninni. Upptök árásarinnar á Sampúr má rekja til bardagans um vatnsveituna í ágúst og er nú til skoðunar hjá SLMM að úrskurða um átökin sem hafa staðið síðan sem eina heild. Stjórnarherinn réðst þá á Tígrana af „mannúðarástæðum“, það er til að koma vatni til sinna skjólstæðinga. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hallast nú að því að vatnsveitubardaginn hafi verið hentug afsökun til að framkvæma yfirstandandi stórsókn við Sampúr. Erlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Stjórnarher Srí Lanka hefur tilkynnt að Tamílatígrar hafi verið hraktir frá Sampúr-þorpi, sem liggur sunnan við Trincomalee í norðausturhluta landsins. Sampúr er á yfirráðasvæði Tamílatígra, samkvæmt vopnahléssamningnum frá 2002. Bein árás virðist því vera brot á samningnum, en stjórnarherinn heldur því fram að árásin hafi verið gerð í sjálfsvörn, þar sem Tígrarnir hafi haldið úti linnulausum árásum frá Sampúr. Tígrarnir hafa hins vegar biðlað til norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, að staðfesta að um brot sé að ræða og hvort eiginlegt stríð hafi brotist út í landinu. Það verður í verkahring Lars Sölvberg, nýjum verkefnisstjóra SLMM, að skera úr um þetta á næstu dögum, en talsmaður SLMM, Þorfinnur Ómarsson, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að allar líkur væru á því að vopnahléssamningurinn hefði verið brotinn með sókninni. Upptök árásarinnar á Sampúr má rekja til bardagans um vatnsveituna í ágúst og er nú til skoðunar hjá SLMM að úrskurða um átökin sem hafa staðið síðan sem eina heild. Stjórnarherinn réðst þá á Tígrana af „mannúðarástæðum“, það er til að koma vatni til sinna skjólstæðinga. Ýmsir stjórnmálaskýrendur hallast nú að því að vatnsveitubardaginn hafi verið hentug afsökun til að framkvæma yfirstandandi stórsókn við Sampúr.
Erlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira