Blásið í Baugsmál 11. september 2006 00:01 Baugsmálið lifnaði við um liðna helgi þegar höfuðmenn þess tveir birtust hvor á sinni sjónvarpsstöð og blésu í glæður. Báðir neita að gefast upp. Jóhannes í Bónus hótar lögsóknum gegn bakvinum málsins. Davíð Oddsson hrópar á dómarann. Undirritaður hefur hlotið bágt fyrir að blanda sér í þessa rimmu. Þó er engin ástæða til að gefast upp. Grunur um misbeitingu stjórnvalda á lögreglu er og verður alltaf næg ástæða til að lyfta penna. Senn er ár liðið frá því að Fréttablaðið birti Jónínupósta. Þar blasti við stjórnmálaleg tenging málsins. Samt höfðu birtingarnar engar afleiðingar. Engin rannsókn hefur farið fram. Alþingi hefur ekki snert á málinu. Og Fréttablaðið virðist hafa misst kjarkinn. Daginn sem birtingarbanni á Jónínubréfum var loks létt skrifaði ritstjórinn leiðara um afmæli fiskveiðilögsögunnar. En nú þegar botninn er að detta úr umfangsmestu efnahagsbrotarannsókn sögunnar er kominn tími til að snúa dæminu við. Og rannsaka þá sem hrundu rannsókn af stað. Við getum ekki endlaust ýtt óþægilegum hlutum undir hið fræga teppi og hlegið svo dátt að Dabba gamla í kósí sjónvarpsspjalli. Vísbendingarnar eru til staðar og flestar þegar birtar. Jónína vildi Baugi illt og fór til Styrmis sem fékk Jón Steinar og Kjartan, bestu vini Davíðs, í lið með sér til að koma ríkislögreglustjóra, syni besta vinar síns, af stað gegn hinum mikla óvini. Kjartan hafði stuttu áður, ásamt nokkrum varðhundum gamla kerfisins, unnið sinn Phyrrosar-sigur á Baugsmönnum, eins og Agnes Bragadóttir lýsti í frægum greinaflokki. En sá innmúraði var enn að. Hjá Ríkislögreglustjóra unnu 8-10 menn að Baugsmálinu í þrjú ár á meðan einn var hafður í máli olíufélaganna, þar sem höfuðpaur var einn af fyrrnefndum hundum og að auki eiginmaður í ríkisstjórn Davíðs. Hin örlagaríka innrás í Baug var sem kunnugt er gerð á röngum forsendum en á "réttum" tíma; sama kvöld og skrifa átti undir stærsta samning Íslandssögunnar. Rétt eftir síðustu jól var þeim skilaboðum komið til undirritaðs að starfsmenn Símans hefðu ekki undrast innrásina: Mánuðinn á undan hefðu þeir talið yfir 30 símtöl úr forsætisráðuneytinu til ríkislögreglustjóra. Þá hafa gengið sögur um leynifundi besta vinar aðal, næstbesta vinar aðal og litla sonar besta vinar blaðal í sumarbústað þess fyrstnefnda. Þær sögur hafa jafnvel háttsettir ráðamenn staðfest í einkasamtölum. Hér skortir þjóðfélagslegt þor. Hér eiga menn að stíga fram. Hér ættu til dæmis þingmenn að sýna gott fordæmi og segja okkur frá því hvenær Davíð fékk "Jón Gerhard" fyrst á heilann og fyllti ganga Alþingis með því ágæta nafni. Það þarf engan samfélagsrýni til að sjá það sem blasir við; að hér hafa stjórnvöld, með aðstoð lögreglu, farið hamförum gegn fyrirtæki sem ekki var þeim þóknanlegt. Í kósíspjalli sínu talaði Davíð enn og aftur eins og dómsmálið væri hans prívatmál en ekki opinbert. Og ekki þarf að minna á herferð Björns Bjarnasonar gegn "Baugsmiðlum" og "Baugstíðindum", manns sem á þó að heita dómsmálaráðherra í lýðræðisríki en ekki herforingi í einræðisríki, eins og hann hljómar á sínum harmþrungnustu stundum. Þó má vorkenna þeim félögum að stýra svo ónýtum her. Því enn bætir í skussahópinn. Sigurður Tómas Magnússon átti kannski að vera traustur maður, verandi eftirmaður Jóns Steinars á kennarastóli hjá HR, en hann hafði aldrei sótt mál, hvað þá stórmál eins og Baugsmálið. Því fór sem fór. Maður sem kennir meðferð opinberra mála féll sjálfur á fyrsta prófi. Saksóknarinn hóf reyndar starf með yfirlýsingum um hlutleysi og fagmennsku og sagðist m.a. myndu taka sér skrifstofu hjá ríkissáttasemjara. Hann sást þó aldrei þar heldur fannst eftir stutta leit í húsakynnum ríkislögreglustjóra. Undirforinginn var kominn á sinn stað í herdeildinni. Og síðan hefur hann haldið áfram að segja eitt en gera annað. Í Morgunblaðinu 10. ágúst kvaðst Sigurður Tómas vera að hugsa um að kæra forstjóra Baugs í þriðja sinn fyrir kaupin á 10-11. Þegar hann svo sendi frá sér tilkynningu um hið gagnstæða kom í ljós að það tölvuskjal var stofnað sama dag, 10. ágúst. Klaufagangurinn heldur áfram. Baugsmálið snýst ekki lengur um ákærur á hendur Baugsmönnum heldur um þá sem hófu leikinn. Misbeiting valdamanna á lögreglu er grafalvarlegt mál og stórhneyksli ef upp kemst. Vísbendingar eru fyrir löngu orðnar of margar til að rannsaka þær ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Baugsmálið lifnaði við um liðna helgi þegar höfuðmenn þess tveir birtust hvor á sinni sjónvarpsstöð og blésu í glæður. Báðir neita að gefast upp. Jóhannes í Bónus hótar lögsóknum gegn bakvinum málsins. Davíð Oddsson hrópar á dómarann. Undirritaður hefur hlotið bágt fyrir að blanda sér í þessa rimmu. Þó er engin ástæða til að gefast upp. Grunur um misbeitingu stjórnvalda á lögreglu er og verður alltaf næg ástæða til að lyfta penna. Senn er ár liðið frá því að Fréttablaðið birti Jónínupósta. Þar blasti við stjórnmálaleg tenging málsins. Samt höfðu birtingarnar engar afleiðingar. Engin rannsókn hefur farið fram. Alþingi hefur ekki snert á málinu. Og Fréttablaðið virðist hafa misst kjarkinn. Daginn sem birtingarbanni á Jónínubréfum var loks létt skrifaði ritstjórinn leiðara um afmæli fiskveiðilögsögunnar. En nú þegar botninn er að detta úr umfangsmestu efnahagsbrotarannsókn sögunnar er kominn tími til að snúa dæminu við. Og rannsaka þá sem hrundu rannsókn af stað. Við getum ekki endlaust ýtt óþægilegum hlutum undir hið fræga teppi og hlegið svo dátt að Dabba gamla í kósí sjónvarpsspjalli. Vísbendingarnar eru til staðar og flestar þegar birtar. Jónína vildi Baugi illt og fór til Styrmis sem fékk Jón Steinar og Kjartan, bestu vini Davíðs, í lið með sér til að koma ríkislögreglustjóra, syni besta vinar síns, af stað gegn hinum mikla óvini. Kjartan hafði stuttu áður, ásamt nokkrum varðhundum gamla kerfisins, unnið sinn Phyrrosar-sigur á Baugsmönnum, eins og Agnes Bragadóttir lýsti í frægum greinaflokki. En sá innmúraði var enn að. Hjá Ríkislögreglustjóra unnu 8-10 menn að Baugsmálinu í þrjú ár á meðan einn var hafður í máli olíufélaganna, þar sem höfuðpaur var einn af fyrrnefndum hundum og að auki eiginmaður í ríkisstjórn Davíðs. Hin örlagaríka innrás í Baug var sem kunnugt er gerð á röngum forsendum en á "réttum" tíma; sama kvöld og skrifa átti undir stærsta samning Íslandssögunnar. Rétt eftir síðustu jól var þeim skilaboðum komið til undirritaðs að starfsmenn Símans hefðu ekki undrast innrásina: Mánuðinn á undan hefðu þeir talið yfir 30 símtöl úr forsætisráðuneytinu til ríkislögreglustjóra. Þá hafa gengið sögur um leynifundi besta vinar aðal, næstbesta vinar aðal og litla sonar besta vinar blaðal í sumarbústað þess fyrstnefnda. Þær sögur hafa jafnvel háttsettir ráðamenn staðfest í einkasamtölum. Hér skortir þjóðfélagslegt þor. Hér eiga menn að stíga fram. Hér ættu til dæmis þingmenn að sýna gott fordæmi og segja okkur frá því hvenær Davíð fékk "Jón Gerhard" fyrst á heilann og fyllti ganga Alþingis með því ágæta nafni. Það þarf engan samfélagsrýni til að sjá það sem blasir við; að hér hafa stjórnvöld, með aðstoð lögreglu, farið hamförum gegn fyrirtæki sem ekki var þeim þóknanlegt. Í kósíspjalli sínu talaði Davíð enn og aftur eins og dómsmálið væri hans prívatmál en ekki opinbert. Og ekki þarf að minna á herferð Björns Bjarnasonar gegn "Baugsmiðlum" og "Baugstíðindum", manns sem á þó að heita dómsmálaráðherra í lýðræðisríki en ekki herforingi í einræðisríki, eins og hann hljómar á sínum harmþrungnustu stundum. Þó má vorkenna þeim félögum að stýra svo ónýtum her. Því enn bætir í skussahópinn. Sigurður Tómas Magnússon átti kannski að vera traustur maður, verandi eftirmaður Jóns Steinars á kennarastóli hjá HR, en hann hafði aldrei sótt mál, hvað þá stórmál eins og Baugsmálið. Því fór sem fór. Maður sem kennir meðferð opinberra mála féll sjálfur á fyrsta prófi. Saksóknarinn hóf reyndar starf með yfirlýsingum um hlutleysi og fagmennsku og sagðist m.a. myndu taka sér skrifstofu hjá ríkissáttasemjara. Hann sást þó aldrei þar heldur fannst eftir stutta leit í húsakynnum ríkislögreglustjóra. Undirforinginn var kominn á sinn stað í herdeildinni. Og síðan hefur hann haldið áfram að segja eitt en gera annað. Í Morgunblaðinu 10. ágúst kvaðst Sigurður Tómas vera að hugsa um að kæra forstjóra Baugs í þriðja sinn fyrir kaupin á 10-11. Þegar hann svo sendi frá sér tilkynningu um hið gagnstæða kom í ljós að það tölvuskjal var stofnað sama dag, 10. ágúst. Klaufagangurinn heldur áfram. Baugsmálið snýst ekki lengur um ákærur á hendur Baugsmönnum heldur um þá sem hófu leikinn. Misbeiting valdamanna á lögreglu er grafalvarlegt mál og stórhneyksli ef upp kemst. Vísbendingar eru fyrir löngu orðnar of margar til að rannsaka þær ekki.