Ókeypis skólamáltíðir kosta nærri hálfan milljarð í viðbót 18. október 2006 07:30 Í Fossvogsskóla Krakkarnir í Fossvogsskóla voru ánægð með lambakjötið í hádeginu í gær. Maturinn kostar 5.000 krónur á hvert barn fyrir októbermánuð. MYND/Pjetur Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum. Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum.
Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent