Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga. Hefur Trump gefið til kynna að hann ætli að hætta tilraunum sínum og mögulega hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu einnig. Trump gæti einnig komið í veg fyrir að bandarísk hergögn, sem eru mikið notuð í Evrópu, yrðu send til Úkraínu. Slíkt myndi hafa mikil áhrif á framvindu mála í Úkraínu og þá sérstaklega ef Bandaríkjamenn hætta að deila upplýsingum með Úkraínumönnum. Þar á við upplýsingar úr gervihnöttum, hleranir og aðrar upplýsingar um hvar Rússar eru, hvað þeir ætli sér og hvernig. Litlar hreyfingar Þegar kemur að vendingum á víglínunni í Úkraínu og í Rússlandi hefur hún í raun ekki mikið breyst á undanförnum mánuðum, að því undanskildu að Úkraínumenn hafa að mestu hörfað frá Kúrskhéraði í Rússlandi. Úkraínskir hermenn eru þó enn sagðir í héraðinu, nærri landamærum Úkraínu, auk þess sem þeir eru einnig sagðir vera í Belgorod í Rússlandi. Yfirvöld í Rússlandi og í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta sinn þátttöku hermanna frá Norður-Kóreu í átökunum í Kúrsk. Í yfirlýsingu sem birt var af Kreml, hrósaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, Kimdátunum fyrir hjálp þeirra og sagði þá hafa staðið öxl í öxl með rússneskum hermönnum. Þannig hefðu þeir varið Rússland og í senn þeirra eigin land. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Upprunalega neituðu ráðamenn í Rússlandi því að norðurkóreskir hermenn taki þátt í átökunum og hafa reynt að fela aðild þeirra með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk Hægt hefur verulega á framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Á nokkrum stöðum hefur Úkraínumönnum tekist að gera vel heppnaðar en takmarkaðar gagnsóknir gegn Rússum. Árásir Rússa halda þó áfram og hafa hörðustu átökin átt sér stað nærri Kúpíansk, nærri Pokrovsk og nærri Toretsk. Rússar hafa lengi átt í umfangsmiklum árásum á þessum svæðum. Úkraínumenn hafa aukið notkun dróna og stórskotaliðs til að vega upp á móti manneklu og er það talið hafa spilað stóra rullu í því að hægt hafi á sókn Rússa. Í grein Wall Street Journal er farið yfir hvernig Úkraínumönnum hefur tekist að nota dróna til að halda stórum hlutum víglínunnar með tiltölulega fáum mönnum. Til þess notast þeir við eftirlitsdróna sem vakta einskismannslandið milli Rússa og Úkraínumanna, sem hefur orðið stærra með aukinni notkun dróna. Sjáist rússneskir hermenn á hreyfingu eru drónar notaðir, auk stórskotaliði, til að ráðast á Rússana áður en þeir komast nærri úkraínskum skotgröfum. WSJ hefur eftir einum úkraínskum yfirmanni að á einum hluta víglínunnar, nærri Pokrovsk, hafi um 85 prósent rússneskra hermanna sem féllu eða særðust orðið fyrir drónaárásum. Það sé í raun orðið tilölulega sjaldgæft að til skotbardaga komi milli úkraínskra og rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar noti í minna mæli skrið- og bryndreka í austurhluta Úkraínu. Þess í stað noti þeir almenna bíla og asna til að flytja menn og hergögn og noti jafnvel rafmagnshlaupahjól og fjórhjól til að sækja fram. Þetta gerir hersveitir Rússa sérstaklega viðkvæma fyrir drónaárásum. Drónar eru einnig notaðir til að koma jarðsprengjum fyrir. Video of Russian soldiers on two ATVs running over mines in Sumy oblast. https://t.co/sRMLeka1c6 pic.twitter.com/0xh9i4E6fK— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Úkraínumenn telja Rússa vera að undirbúa frekari sóknaraðgerðir í austurhluta Úkraínu og vonast Rússar til þess að hlýrra veður muni hjálpa þeim. Jörðin mun þorna og þá verður auðveldara fyrir Rússa að notast við skrið- og bryndreka og þar að auki mun aukinn gróður og lauf á trjám reynast rússneskum hermönnum skjól gegn myndavélum dróna á sveimi yfir víglínunni. Þess vegna er búist við því að þrýstingurinn á Úkraínumenn í austurhluta Úkraínu muni aukast á komandi mánuðum. Sérstaklega ef og þegar hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum verður stöðvuð. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: Russian Security Council Secretary Dmitry Medvedev stated on April 29 that Russia's war in Ukraine must end in Russian "victory" and the "destruction" of the current Ukrainian government. Senior Kremlin officials continue to signal that Russia has greater territorial… pic.twitter.com/Ck3eDnC4rD— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) April 29, 2025 Vilja öll héröðin og margt fleira Pútín hefur neitað allri viðleitni til að koma á almennu vopnahléi, sem fylgja ekki skilyrðum hans og hagnast ekki Rússlandi. Pútín lýsti nýverið yfir einhliða vopnahléi vegna svokallaðs sigurdags sem haldinn er þann 9. maí. Þá fagna Rússar því að hafa sigrað Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Með þessu vilja Rússar sýna fram á vilja til friðarviðræðna og hefur Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagt að með vopnahléinu einhliða vilji Rússar sýna fram á góðvilja þeirra. Pútín hefur þó ekki viljað samþykkja almennt þrjátíu daga vopnahlé sem Donald Trump lagði til og Úkraínumenn hafa samþykkt. Sjá einnig: Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði nýverið hverjar kröfur Rússa fyrir friði væru. Í einföldu máli sagt myndi það að verða við kröfum Úkraínu í raun fela í sér uppgjöf Úkraínumanna og að Úkraína yrði alfarið upp á Rússa komið. Kröfurnar eru í raun þær sömu og Pútín og aðrir ráðamenn hafa ítrekað tíundað. Í viðtali sem birt var á vef utanríkisráðuneytis Rússlands sagði meðal annars að Úkraínumenn þyrftu að útiloka aðild að Atlantshafsbandalaginu og lýsa yfir ævarandi hlutleysi. Þá þyrfti alþjóðasamfélagið að viðurkenna eign Rússa á fimm héruðum Úkraínu sem Rússar hafa lýst yfir einhliða innlimun á. Það eru Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, auk Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Pútín lýsti árið 2022 yfir innlimun þeirra fjögurra héraða en Rússar stjórna þó engu þeirra að fullu. Samkvæmt Lavrov vilja Rússar fá alþjóðlega viðurkenningu á eign þeirra á öllum héruðunum. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi þyrftu að verða felldar niður. Lavrov sagði einnig að hætta þyrfti öllum rannsóknum og dómsmálum gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu og skila þyrfti eignum Rússa sem búið er að frysta í Vesturlöndum. Úkraínumenn þyrftu einnig, samkvæmt Lavrov, að afvopnast og gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín, einræðisherra Rússlands, hefur haldið því fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Sjá einnig: Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Umræddir ráðamenn og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa í raun talað um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu sem nasista. Frá æfingu í fyrir sigurdagshátíðarhöldin í Moskvu.EPA/MAXIM SHIPENKOV Gífurleg hernaðaruppbygging á heimsvísu Lavrov sagði einnig í viðtalinu að Rússar þyrfti áreiðanlegar öryggistryggingar frá NATO og Evrópusambandinu vegna meintrar ógnar sem Rússum stafar frá ríkjum NATO og ESB. Útlit er fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Pútín lýsti því yfir á fundi með forsvarsmönnum hergagnafyrirtækja Rússlands í síðustu viku að auka ætti framleiðslu á hergögnum til muna og undirbúa Rússland fyrir frekari stríð í framtíðinni. Það er þrátt fyrir að hergagnaframleiðsla þar hafi tvöfaldast í fyrra. „Við ættum að taka tilliti til vopnaþróunar í heiminum eins og það er hægt, það er að segja, að spá fyrir og skilja hvernig möguleg stríð framtíðarinnar verða háð. Framtíðin nálgast óðfluga,“ sagði Pútín meðal annars á fundinum. Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, gaf á dögunum út skýrslu um að árið 2024 hafi ríki heims varið um 2.718 milljörðum dala til varnarmála. Gróflega reiknað samsvarar það um 348 billjón krónum. Þessi upphæð hefur aldrei verið hærri og var aukningin frá 2023 til 2024 heil 9,4 prósent. Sem hlutfall af vergri heimsframleiðslu mælast útgjöldin 2,5 prósent. Undanfarinn áratug hafi þessi útgjöld hækkað á hverju ári og yfir tímabilið hafi þau í heildina aukist um 37 prósent. 2024 var annað árið í röð sem útgjöld til varnarmála jukust í öllum heimshlutum. Mest eyddu Bandaríkin (997 milljarðar dala), Kína (314), Rússland (149), Þýskaland (88,5) og Indland (86,1) til varnarmála árið 2024. Samanlagt samsvarar það um sextíu prósentum allra fjárútláta til varnarmála í heiminum í fyrra. Úkraínskir hermenn vinna að viðhaldi á /-80 skriðdreka.Getty/Jose Colon Óttast umfangsmeiri átök í Evrópu Meðal ráðamanna í Evrópu hafa aðgerðir Rússa við landamæri ríkja eins og Finnlands og Eystrasaltsríkjanna vakið miklar áhyggjur. Á þessu svæði er unnið að miklum endurbótum á herstöðvum og á það sérstaklega við í borginni Petrósavósk, sem er tiltölulega nærri landamærum Finnlands. Þar er verið að reisa höfuðstöðvar fyrir yfirstjórn rússneska hersins sem taka á yfir stjórn tuga þúsunda hermanna á komandi árum. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að innan veggja vestrænna leyniþjónusta sé talið að margir þessar hermanna taki nú þátt í átökunum í Úkraínu og eigi í framtíðinni að undirbúa möguleg átök við NATO. Þetta hefur miðillinn einnig eftir rússneskum sérfræðingum. Einnig er unnið að endurbótum á innviðum á svæðinu, eins og lestarteinum, sem gera eiga Rússum auðveldara að flytja herafla og hergögn á svæðið. Rússar eru þegar byrjaðir að safna hergögnum fyrir þessi mögulegu átök. Í grein WSJ er bent á að árið 2021 hafi Rússar framleidd um fjörutíu T-90M skriðdreka á ári. Nú séu um þrjú hundruð slíkir framleiddir á ári hverju og hefur miðillinn eftir yfirmanni í finnska hernum að örfáir þeirra séu sendir til Úkraínu. Flestir skriðdrekarnir séu geymdir í vopnabúrum í Rússlandi, fyrir möguleg átök við NATO. Úkraínskur hermaður við minnisvarða um tólf manns sem dóu í eldflaugaárás á Kænugarð í mánuðinum.Getty/Ukrinform Herforinginn Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, sagði fyrr í þessum mánuði að Rússar væru þegar byrjaðir á hernaðaruppbyggingu og hún færi hraðar af stað en nokkurn hefði grunað. Sjá einnig: Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Varnarmálaráðherra Póllands sló á svipaða strengi og sagði Evrópu ekki hafa mikinn tíma. Sérfræðingar og Embættismenn sem WSJ ræddi við benda á skemmdarverk og sambærilegar aðgerðir Rússa í Evrópu og segja þeim ætlað að veikja NATO og grafa undan samstöðu innan bandalagsins. Skemmdarverkunum gæti einnig verið ætlað að hafa áhrif á þolmörk ríkja NATO og þá sérstaklega varðandi það við hvaða tilefni hægt yrði að virkja fimmta ákvæði stofnsamningar NATO um sameiginlegar varnir. Einn evrópskur embættismaður sagði mögulegt að Rússar gætu á endanum látið reyna á samstöðu innan NATO með því að senda hermenn til ríkis eins og Eistlands, þar sem margir íbúar rekja uppruna sinn til Rússlands. Rússneskir hermenn á ferðinni í Kúrsk.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hvað gerist ef Trump fer í fússi Eins og nefnt var hér ofar í greininni hefur Trump gefið til kynna að Bandaríkin muni hætta að reyna að koma á friði í Úkraínu. Hann hefur einnig gefið til kynna að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum verði hætt. Trump hefur ekki samþykkt frekari hernaðaraðstoð og þeir fjármunir samþykkt var að verja til aðstoðar handa Úkraínmönnum í tíð Joes Biden eru að klárast. Slík ákvörðun gæti haft ýmsar afleiðingar en það færi eftir því hversu umfangsmikil hún væri. Það er að segja, hvort Trump myndi leyfa ríkjum Evrópu að senda áfram upplýsingar, hergögn og tækni frá Bandaríkjunum til Úkraínumanna. Ríkisútvarp Ástralíu sagði til að mynda frá því á dögunum að gamlir M1A1 Abrams skriðdrekar, sem framleiddir voru í Bandaríkjunum og Ástralar hafa heitið Úkraínumönnum, hafi ekki enn verið sendir af stað. Er það vegna þess að leyfi hefur ekki borist frá ríkisstjórn Bandaríkjanna, sem þarf að gefa grænt ljós á sölu hergagna sem eiga uppruna í Bandaríkjunum. Neiti Trump að veita slík leyfi alfarið í framtíðinni myndi það leiða til mikilla erfiðleika fyrir Úkraínu og Evrópu í heild og hafa mikil áhrif á getu Úkraínumanna til að verjast Rússum. Evrópumenn hafa þegar lagt línurnar að því að draga úr því hve mikið Evrópa reiðir sig á Bandaríkin þegar kemur að varnarmálum. Þetta er þó verkefni sem gæti tekið langan tíma og verið mjög dýrt. Hætti Trump í fússi, ef svo má segja, myndi framtíðin þá að miklu leyti ráðast á því hversu miklum pólitískum vilja og peningum ráðamenn í Evrópu gætu beitt til að auka framleiðslu hergagna og hversu hratt væri hægt að fylla upp í tómarúmið sem Bandaríkjamenn myndu skilja eftir sig. Loftvarnir yrðu mikið vandamál Einn evrópskur stjórnmálamaður sagði í samtali við AP fréttaveituna að ef það væri auðvelt að „gera hlutina án Bandaríkjanna“ væri Evrópa þegar byrjuð á því. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja að hægt væri að finna peningana og nefna meðal annars það að leggja hald á eigur Rússa sem hafa verið frystar í Evrópu en ekki sé hægt að skjóta peningum. Hergagnaframleiðsla Evrópu hefur dregist mikið saman á undanförnum áratugum en hana er þó verið að auka. Einnig væri hægt að fjármagna áfram hergagnaframleiðslu í Úkraínu, sem hefur aukist til muna og getur aukist enn frekar. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Evrópa getur framleitt skotfæri fyrir stórskotalið, fallbyssur og bryndreka en ríki heimsálfunnar myndu eiga sérstaklega erfitt með að leysa nokkur hergögn frá Bandaríkjunum af hólmi. Þar má sérstaklega nefna loftvarnarkerfi og flugskeyti í þau kerfi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, við Patriot loftvarnarkerfi í Þýskalandi sumarið 2024.EPA/JENS BUETTNER Rússar skjóta eldflaugum og fljúga sjálfsprengidrónum að Úkraínu á svo gott sem hverjum degi. Árásum þessum er meðal annars ætlað að ganga á birgðir Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á skotfærum fyrir loftvarnarkerfi og hafa Úkraínumenn þurft að velja og hafna hvar þeir notast við sínar bestu loftvarnir og hvenær. Að minnsta kosti 57 manns létu lífið í þessum árásum í apríl. A Ukrainian MiG-29 has shot down a Russian Shahed-136 kamikaze drone using an R-73 air-to-air missile over Ukrainian skies. pic.twitter.com/G3VtbdU7xJ— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) April 29, 2025 Patriot loftvarnarkerfin hafa reynst sérstaklega góð þegar kemur að háþróuðum eldflaugum Rússa og eru þau notuð til að verja mikilægustu innviði Úkraínu. Ríki Evrópu eiga eigin loftvarnarkerfi sem geta og hafa nýst Úkraínumönnum vel. Þau eru þó ekki til í nærri því jafn miklum fjölda og í Bandaríkjunum og hergagnaiðnaður Evrópu annar ekki eftirspurn eftir bæði loftvarnarkerfum eða skotfærum fyrir þau. Án Bandaríkjanna myndu loftvarnir Úkraínumanna því líklega verða mun verri en annars. Einnig yrði erfitt fyrir ríki Evrópu að fylla upp í skarðið þegar kemur að upplýsingaöflun. Bandaríkjamenn hafa lengi deilt upplýsingum með Úkraínumönnum og þó lítið hafi verið gefið upp nákvæmlega um hvers lags upplýsingar sé að ræða, telja sérfræðingar að þær hafi hjálpað Úkraínumönnum gífurlega. Meðal annars við það að fylgjast með hermannaflutningum og uppbyggingu Rússa í rauntíma með gervihnöttum og að gera árásir á staði þar sem margir rússneskir hermenn hafa komið saman eða Rússar hafa safnað miklu magni vopna. Varnir myndu líklega ekki falla saman Sérfræðingar segja erfitt að ímynda sér að Trump myndi meina Evrópu að kaupa vopna frá Bandaríkjunum og senda til Úkraínu eða senda íhluti í bandarísk vopn. Það myndi hafa mikil og mjög neikvæð áhrif á vilja ráðamanna heims til að kaupa vopna af bandarískum fyrirtækjum, auk þess sem það myndi hafa mjög slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Evrópu. Hætti Trump stuðningi við Úkraínumenn þykir ólíklegt að varnir Úkraínumanna myndu falla saman. Í það minnsta ekki í bráð. Það þykir þó ljóst að fleiri myndu deyja, bæði á víglínunni vegna árása rússneskra hermanna og í borgum og bæjum Úkraínu vegna eldflauga- og drónaárása. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Fréttaskýringar Hernaður NATO Evrópusambandið Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent
Hefur Trump gefið til kynna að hann ætli að hætta tilraunum sínum og mögulega hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu einnig. Trump gæti einnig komið í veg fyrir að bandarísk hergögn, sem eru mikið notuð í Evrópu, yrðu send til Úkraínu. Slíkt myndi hafa mikil áhrif á framvindu mála í Úkraínu og þá sérstaklega ef Bandaríkjamenn hætta að deila upplýsingum með Úkraínumönnum. Þar á við upplýsingar úr gervihnöttum, hleranir og aðrar upplýsingar um hvar Rússar eru, hvað þeir ætli sér og hvernig. Litlar hreyfingar Þegar kemur að vendingum á víglínunni í Úkraínu og í Rússlandi hefur hún í raun ekki mikið breyst á undanförnum mánuðum, að því undanskildu að Úkraínumenn hafa að mestu hörfað frá Kúrskhéraði í Rússlandi. Úkraínskir hermenn eru þó enn sagðir í héraðinu, nærri landamærum Úkraínu, auk þess sem þeir eru einnig sagðir vera í Belgorod í Rússlandi. Yfirvöld í Rússlandi og í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta sinn þátttöku hermanna frá Norður-Kóreu í átökunum í Kúrsk. Í yfirlýsingu sem birt var af Kreml, hrósaði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, Kimdátunum fyrir hjálp þeirra og sagði þá hafa staðið öxl í öxl með rússneskum hermönnum. Þannig hefðu þeir varið Rússland og í senn þeirra eigin land. „Rússneska þjóðin mun aldrei gleyma hugrekki sérsveita Norður-Kóreu,“ sagði Pútín. Photo and videos of North Korean soldiers, including training with shotguns to counter UAVs. 2/https://t.co/INRNDtCRNShttps://t.co/YwKV7zrLqihttps://t.co/pxmlBC6ieR pic.twitter.com/O5fgBeHp6F— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Upprunalega neituðu ráðamenn í Rússlandi því að norðurkóreskir hermenn taki þátt í átökunum og hafa reynt að fela aðild þeirra með því að útvega þeim rússneska herbúninga og vegabréf sem segja mennina frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk Hægt hefur verulega á framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Á nokkrum stöðum hefur Úkraínumönnum tekist að gera vel heppnaðar en takmarkaðar gagnsóknir gegn Rússum. Árásir Rússa halda þó áfram og hafa hörðustu átökin átt sér stað nærri Kúpíansk, nærri Pokrovsk og nærri Toretsk. Rússar hafa lengi átt í umfangsmiklum árásum á þessum svæðum. Úkraínumenn hafa aukið notkun dróna og stórskotaliðs til að vega upp á móti manneklu og er það talið hafa spilað stóra rullu í því að hægt hafi á sókn Rússa. Í grein Wall Street Journal er farið yfir hvernig Úkraínumönnum hefur tekist að nota dróna til að halda stórum hlutum víglínunnar með tiltölulega fáum mönnum. Til þess notast þeir við eftirlitsdróna sem vakta einskismannslandið milli Rússa og Úkraínumanna, sem hefur orðið stærra með aukinni notkun dróna. Sjáist rússneskir hermenn á hreyfingu eru drónar notaðir, auk stórskotaliði, til að ráðast á Rússana áður en þeir komast nærri úkraínskum skotgröfum. WSJ hefur eftir einum úkraínskum yfirmanni að á einum hluta víglínunnar, nærri Pokrovsk, hafi um 85 prósent rússneskra hermanna sem féllu eða særðust orðið fyrir drónaárásum. Það sé í raun orðið tilölulega sjaldgæft að til skotbardaga komi milli úkraínskra og rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar noti í minna mæli skrið- og bryndreka í austurhluta Úkraínu. Þess í stað noti þeir almenna bíla og asna til að flytja menn og hergögn og noti jafnvel rafmagnshlaupahjól og fjórhjól til að sækja fram. Þetta gerir hersveitir Rússa sérstaklega viðkvæma fyrir drónaárásum. Drónar eru einnig notaðir til að koma jarðsprengjum fyrir. Video of Russian soldiers on two ATVs running over mines in Sumy oblast. https://t.co/sRMLeka1c6 pic.twitter.com/0xh9i4E6fK— Rob Lee (@RALee85) April 28, 2025 Úkraínumenn telja Rússa vera að undirbúa frekari sóknaraðgerðir í austurhluta Úkraínu og vonast Rússar til þess að hlýrra veður muni hjálpa þeim. Jörðin mun þorna og þá verður auðveldara fyrir Rússa að notast við skrið- og bryndreka og þar að auki mun aukinn gróður og lauf á trjám reynast rússneskum hermönnum skjól gegn myndavélum dróna á sveimi yfir víglínunni. Þess vegna er búist við því að þrýstingurinn á Úkraínumenn í austurhluta Úkraínu muni aukast á komandi mánuðum. Sérstaklega ef og þegar hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum verður stöðvuð. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: Russian Security Council Secretary Dmitry Medvedev stated on April 29 that Russia's war in Ukraine must end in Russian "victory" and the "destruction" of the current Ukrainian government. Senior Kremlin officials continue to signal that Russia has greater territorial… pic.twitter.com/Ck3eDnC4rD— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) April 29, 2025 Vilja öll héröðin og margt fleira Pútín hefur neitað allri viðleitni til að koma á almennu vopnahléi, sem fylgja ekki skilyrðum hans og hagnast ekki Rússlandi. Pútín lýsti nýverið yfir einhliða vopnahléi vegna svokallaðs sigurdags sem haldinn er þann 9. maí. Þá fagna Rússar því að hafa sigrað Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Með þessu vilja Rússar sýna fram á vilja til friðarviðræðna og hefur Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagt að með vopnahléinu einhliða vilji Rússar sýna fram á góðvilja þeirra. Pútín hefur þó ekki viljað samþykkja almennt þrjátíu daga vopnahlé sem Donald Trump lagði til og Úkraínumenn hafa samþykkt. Sjá einnig: Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði nýverið hverjar kröfur Rússa fyrir friði væru. Í einföldu máli sagt myndi það að verða við kröfum Úkraínu í raun fela í sér uppgjöf Úkraínumanna og að Úkraína yrði alfarið upp á Rússa komið. Kröfurnar eru í raun þær sömu og Pútín og aðrir ráðamenn hafa ítrekað tíundað. Í viðtali sem birt var á vef utanríkisráðuneytis Rússlands sagði meðal annars að Úkraínumenn þyrftu að útiloka aðild að Atlantshafsbandalaginu og lýsa yfir ævarandi hlutleysi. Þá þyrfti alþjóðasamfélagið að viðurkenna eign Rússa á fimm héruðum Úkraínu sem Rússar hafa lýst yfir einhliða innlimun á. Það eru Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, auk Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Pútín lýsti árið 2022 yfir innlimun þeirra fjögurra héraða en Rússar stjórna þó engu þeirra að fullu. Samkvæmt Lavrov vilja Rússar fá alþjóðlega viðurkenningu á eign þeirra á öllum héruðunum. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi þyrftu að verða felldar niður. Lavrov sagði einnig að hætta þyrfti öllum rannsóknum og dómsmálum gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu og skila þyrfti eignum Rússa sem búið er að frysta í Vesturlöndum. Úkraínumenn þyrftu einnig, samkvæmt Lavrov, að afvopnast og gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín, einræðisherra Rússlands, hefur haldið því fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Sjá einnig: Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Umræddir ráðamenn og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa í raun talað um alla Úkraínumenn sem eru mótfallnir yfirráðum Rússa yfir ríkinu sem nasista. Frá æfingu í fyrir sigurdagshátíðarhöldin í Moskvu.EPA/MAXIM SHIPENKOV Gífurleg hernaðaruppbygging á heimsvísu Lavrov sagði einnig í viðtalinu að Rússar þyrfti áreiðanlegar öryggistryggingar frá NATO og Evrópusambandinu vegna meintrar ógnar sem Rússum stafar frá ríkjum NATO og ESB. Útlit er fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu og víðar á næstu árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Sjá einnig: Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Pútín lýsti því yfir á fundi með forsvarsmönnum hergagnafyrirtækja Rússlands í síðustu viku að auka ætti framleiðslu á hergögnum til muna og undirbúa Rússland fyrir frekari stríð í framtíðinni. Það er þrátt fyrir að hergagnaframleiðsla þar hafi tvöfaldast í fyrra. „Við ættum að taka tilliti til vopnaþróunar í heiminum eins og það er hægt, það er að segja, að spá fyrir og skilja hvernig möguleg stríð framtíðarinnar verða háð. Framtíðin nálgast óðfluga,“ sagði Pútín meðal annars á fundinum. Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, gaf á dögunum út skýrslu um að árið 2024 hafi ríki heims varið um 2.718 milljörðum dala til varnarmála. Gróflega reiknað samsvarar það um 348 billjón krónum. Þessi upphæð hefur aldrei verið hærri og var aukningin frá 2023 til 2024 heil 9,4 prósent. Sem hlutfall af vergri heimsframleiðslu mælast útgjöldin 2,5 prósent. Undanfarinn áratug hafi þessi útgjöld hækkað á hverju ári og yfir tímabilið hafi þau í heildina aukist um 37 prósent. 2024 var annað árið í röð sem útgjöld til varnarmála jukust í öllum heimshlutum. Mest eyddu Bandaríkin (997 milljarðar dala), Kína (314), Rússland (149), Þýskaland (88,5) og Indland (86,1) til varnarmála árið 2024. Samanlagt samsvarar það um sextíu prósentum allra fjárútláta til varnarmála í heiminum í fyrra. Úkraínskir hermenn vinna að viðhaldi á /-80 skriðdreka.Getty/Jose Colon Óttast umfangsmeiri átök í Evrópu Meðal ráðamanna í Evrópu hafa aðgerðir Rússa við landamæri ríkja eins og Finnlands og Eystrasaltsríkjanna vakið miklar áhyggjur. Á þessu svæði er unnið að miklum endurbótum á herstöðvum og á það sérstaklega við í borginni Petrósavósk, sem er tiltölulega nærri landamærum Finnlands. Þar er verið að reisa höfuðstöðvar fyrir yfirstjórn rússneska hersins sem taka á yfir stjórn tuga þúsunda hermanna á komandi árum. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að innan veggja vestrænna leyniþjónusta sé talið að margir þessar hermanna taki nú þátt í átökunum í Úkraínu og eigi í framtíðinni að undirbúa möguleg átök við NATO. Þetta hefur miðillinn einnig eftir rússneskum sérfræðingum. Einnig er unnið að endurbótum á innviðum á svæðinu, eins og lestarteinum, sem gera eiga Rússum auðveldara að flytja herafla og hergögn á svæðið. Rússar eru þegar byrjaðir að safna hergögnum fyrir þessi mögulegu átök. Í grein WSJ er bent á að árið 2021 hafi Rússar framleidd um fjörutíu T-90M skriðdreka á ári. Nú séu um þrjú hundruð slíkir framleiddir á ári hverju og hefur miðillinn eftir yfirmanni í finnska hernum að örfáir þeirra séu sendir til Úkraínu. Flestir skriðdrekarnir séu geymdir í vopnabúrum í Rússlandi, fyrir möguleg átök við NATO. Úkraínskur hermaður við minnisvarða um tólf manns sem dóu í eldflaugaárás á Kænugarð í mánuðinum.Getty/Ukrinform Herforinginn Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, sagði fyrr í þessum mánuði að Rússar væru þegar byrjaðir á hernaðaruppbyggingu og hún færi hraðar af stað en nokkurn hefði grunað. Sjá einnig: Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Varnarmálaráðherra Póllands sló á svipaða strengi og sagði Evrópu ekki hafa mikinn tíma. Sérfræðingar og Embættismenn sem WSJ ræddi við benda á skemmdarverk og sambærilegar aðgerðir Rússa í Evrópu og segja þeim ætlað að veikja NATO og grafa undan samstöðu innan bandalagsins. Skemmdarverkunum gæti einnig verið ætlað að hafa áhrif á þolmörk ríkja NATO og þá sérstaklega varðandi það við hvaða tilefni hægt yrði að virkja fimmta ákvæði stofnsamningar NATO um sameiginlegar varnir. Einn evrópskur embættismaður sagði mögulegt að Rússar gætu á endanum látið reyna á samstöðu innan NATO með því að senda hermenn til ríkis eins og Eistlands, þar sem margir íbúar rekja uppruna sinn til Rússlands. Rússneskir hermenn á ferðinni í Kúrsk.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hvað gerist ef Trump fer í fússi Eins og nefnt var hér ofar í greininni hefur Trump gefið til kynna að Bandaríkin muni hætta að reyna að koma á friði í Úkraínu. Hann hefur einnig gefið til kynna að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum verði hætt. Trump hefur ekki samþykkt frekari hernaðaraðstoð og þeir fjármunir samþykkt var að verja til aðstoðar handa Úkraínmönnum í tíð Joes Biden eru að klárast. Slík ákvörðun gæti haft ýmsar afleiðingar en það færi eftir því hversu umfangsmikil hún væri. Það er að segja, hvort Trump myndi leyfa ríkjum Evrópu að senda áfram upplýsingar, hergögn og tækni frá Bandaríkjunum til Úkraínumanna. Ríkisútvarp Ástralíu sagði til að mynda frá því á dögunum að gamlir M1A1 Abrams skriðdrekar, sem framleiddir voru í Bandaríkjunum og Ástralar hafa heitið Úkraínumönnum, hafi ekki enn verið sendir af stað. Er það vegna þess að leyfi hefur ekki borist frá ríkisstjórn Bandaríkjanna, sem þarf að gefa grænt ljós á sölu hergagna sem eiga uppruna í Bandaríkjunum. Neiti Trump að veita slík leyfi alfarið í framtíðinni myndi það leiða til mikilla erfiðleika fyrir Úkraínu og Evrópu í heild og hafa mikil áhrif á getu Úkraínumanna til að verjast Rússum. Evrópumenn hafa þegar lagt línurnar að því að draga úr því hve mikið Evrópa reiðir sig á Bandaríkin þegar kemur að varnarmálum. Þetta er þó verkefni sem gæti tekið langan tíma og verið mjög dýrt. Hætti Trump í fússi, ef svo má segja, myndi framtíðin þá að miklu leyti ráðast á því hversu miklum pólitískum vilja og peningum ráðamenn í Evrópu gætu beitt til að auka framleiðslu hergagna og hversu hratt væri hægt að fylla upp í tómarúmið sem Bandaríkjamenn myndu skilja eftir sig. Loftvarnir yrðu mikið vandamál Einn evrópskur stjórnmálamaður sagði í samtali við AP fréttaveituna að ef það væri auðvelt að „gera hlutina án Bandaríkjanna“ væri Evrópa þegar byrjuð á því. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja að hægt væri að finna peningana og nefna meðal annars það að leggja hald á eigur Rússa sem hafa verið frystar í Evrópu en ekki sé hægt að skjóta peningum. Hergagnaframleiðsla Evrópu hefur dregist mikið saman á undanförnum áratugum en hana er þó verið að auka. Einnig væri hægt að fjármagna áfram hergagnaframleiðslu í Úkraínu, sem hefur aukist til muna og getur aukist enn frekar. Sjá einnig: Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Evrópa getur framleitt skotfæri fyrir stórskotalið, fallbyssur og bryndreka en ríki heimsálfunnar myndu eiga sérstaklega erfitt með að leysa nokkur hergögn frá Bandaríkjunum af hólmi. Þar má sérstaklega nefna loftvarnarkerfi og flugskeyti í þau kerfi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, við Patriot loftvarnarkerfi í Þýskalandi sumarið 2024.EPA/JENS BUETTNER Rússar skjóta eldflaugum og fljúga sjálfsprengidrónum að Úkraínu á svo gott sem hverjum degi. Árásum þessum er meðal annars ætlað að ganga á birgðir Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á skotfærum fyrir loftvarnarkerfi og hafa Úkraínumenn þurft að velja og hafna hvar þeir notast við sínar bestu loftvarnir og hvenær. Að minnsta kosti 57 manns létu lífið í þessum árásum í apríl. A Ukrainian MiG-29 has shot down a Russian Shahed-136 kamikaze drone using an R-73 air-to-air missile over Ukrainian skies. pic.twitter.com/G3VtbdU7xJ— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) April 29, 2025 Patriot loftvarnarkerfin hafa reynst sérstaklega góð þegar kemur að háþróuðum eldflaugum Rússa og eru þau notuð til að verja mikilægustu innviði Úkraínu. Ríki Evrópu eiga eigin loftvarnarkerfi sem geta og hafa nýst Úkraínumönnum vel. Þau eru þó ekki til í nærri því jafn miklum fjölda og í Bandaríkjunum og hergagnaiðnaður Evrópu annar ekki eftirspurn eftir bæði loftvarnarkerfum eða skotfærum fyrir þau. Án Bandaríkjanna myndu loftvarnir Úkraínumanna því líklega verða mun verri en annars. Einnig yrði erfitt fyrir ríki Evrópu að fylla upp í skarðið þegar kemur að upplýsingaöflun. Bandaríkjamenn hafa lengi deilt upplýsingum með Úkraínumönnum og þó lítið hafi verið gefið upp nákvæmlega um hvers lags upplýsingar sé að ræða, telja sérfræðingar að þær hafi hjálpað Úkraínumönnum gífurlega. Meðal annars við það að fylgjast með hermannaflutningum og uppbyggingu Rússa í rauntíma með gervihnöttum og að gera árásir á staði þar sem margir rússneskir hermenn hafa komið saman eða Rússar hafa safnað miklu magni vopna. Varnir myndu líklega ekki falla saman Sérfræðingar segja erfitt að ímynda sér að Trump myndi meina Evrópu að kaupa vopna frá Bandaríkjunum og senda til Úkraínu eða senda íhluti í bandarísk vopn. Það myndi hafa mikil og mjög neikvæð áhrif á vilja ráðamanna heims til að kaupa vopna af bandarískum fyrirtækjum, auk þess sem það myndi hafa mjög slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Evrópu. Hætti Trump stuðningi við Úkraínumenn þykir ólíklegt að varnir Úkraínumanna myndu falla saman. Í það minnsta ekki í bráð. Það þykir þó ljóst að fleiri myndu deyja, bæði á víglínunni vegna árása rússneskra hermanna og í borgum og bæjum Úkraínu vegna eldflauga- og drónaárása.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent