
Vladimír Pútín

Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar.

Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau.

Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert samkomulag við ráðamenn í Rússlandi og Úkraínu um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og í Rússlandi verði hætt og í staðinn ætla Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning.

Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn
Bandarískir og rússneskir erindrekar luku í kvöld fundi um mögulegt vopnahlé á Svartahafi milli Rússa og Úkraínumanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonast til þess að viðræðurnar geti leitt til frekari viðræðna um frið í Úkraínu.

Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, segir samkomulag um 30 daga bann gegn árásum á orkuinnviði Úkraínu enn í gildi, þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir.

Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum
Eftirfarandi var haft eftir Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna: "It may be dangerous to be America's enemy, but to be America's friend is fatal," Þetta mætti þýða þannig "Það getur verið hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna, en að vera vinur Bandaríkjanna er banvænt," Er þetta rétt? Er þetta að rætast í Úkraínu?

Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna
Minnst þrír voru drepnir og tíu særðust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í nótt. Meðal hinna látnu er fimm ára barn. Úkraínumenn munu á morgun funda um frið með Rússum í Sádí-Arabíu gegnum sendinefnd Bandaríkjanna.

Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði
Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður.

„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig.

Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.

Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar.

Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa
Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja.

Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“
Rússneskir málaliðar og hermenn Malí hafa framið fjölda ódæðisverka gegn íbúum í norðurhluta Malí, þar sem Túaregar eru í meirihluta. Fjöldamorð hafa verið framin og heilu þorpin brennd og hafa fjölmargir flúið undan ofbeldinu til Máritaníu og annarra ríkja.

„Núna reynir auðvitað á Rússa“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það mikið gleðiefni að Úkraínumenn hafi fallist á tillögu Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé í Úkraínu. Núna sé boltinn hjá Rússum og þeir þurfi að sýna að þeir hafi raunverulegan vilja til friðar.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri
Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu.

Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð?
Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar.

Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa
Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.

„Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum.

Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það.

Segir Selenskí á leið til Washington
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar
Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml.

Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, „einræðisherra“ og gefur í skyn að hann sé spilltur. Í færslu sem hann skrifaði, eftir að Selenskí sagði Trump búa í heimi upplýsingafölsunar, varpar Trump fram fjölda ósanninda um Úkraínu.

Biður Trump-liða um að virða sannleikann
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur biðlað til ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að bera virðingu fyrir sannleikanum og forðast ósannan áróður varðandi það hvernig stríðið í Úkraínu hófst. Er það eftir að Trump lagði til að Úkraínumenn bæru ábyrgð á innrás Rússa og fór með ýmis önnur ósannindi um stríðið, hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og annað.

Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum
Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu.

Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna
Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu.

Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna.

Kallar eftir evrópskum her
Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð.

Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa
Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt.