MTV og Airwaves-hljómsveit í draugagöngu 19. október 2006 12:15 Jónas Freydal Lóðsaði MTV og We Are Scientists um Reykjavík í gær. Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves. Menning Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves.
Menning Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira