Forðuðust deilur í sjónvarpinu 19. október 2006 04:00 Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius Gættu þess að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru. MYND/AP Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur. Erlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur.
Erlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira