Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum 20. október 2006 05:00 Fundað um Norður-Kóreu Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japans funduðu í Seúl í gær og ræddu meðal annars um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna. Frá vinstri: Taro Aso, utanríkisráðherra Japan, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki Moon, utanríkirsáðherra og Suður-Kóreu MYND/AP Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum. Erlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum.
Erlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira