Yfirgnæfandi líkur á að demókratar muni sigra 23. október 2006 06:00 Dr. Michael T. Corgan Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér. Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér.
Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira