Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? 24. október 2006 06:45 Jörundur Áki Sveinsson. Kominn á fornar slóðir í Kópavoginum eftir að hafa þjálfað karlalið Stjörnunnar. Hann segir Blika ætla að styrkja hópinn og svo gæti farið að Ásthildur Helgadóttir snúi heim á leið.fréttablaðið/e.ól Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira