Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? 24. október 2006 06:45 Jörundur Áki Sveinsson. Kominn á fornar slóðir í Kópavoginum eftir að hafa þjálfað karlalið Stjörnunnar. Hann segir Blika ætla að styrkja hópinn og svo gæti farið að Ásthildur Helgadóttir snúi heim á leið.fréttablaðið/e.ól Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun taka við kvennaliði félagsins af Guðmundi Magnússyni sem sagði nýlega upp störfum eftir að hafa staðið uppi með tvær hendur tómar í lok sumars. Ég ætla að reyna stoppa lengur hjá félaginu en forverar mínir, sagði Jörundur Áki í gær en síðustu tveir þjálfarar Breiðabliks voru aðeins við störf í eitt ár. Jörundur Áki þjálfaði Breiðablik síðast fjögur ár í röð. Þetta kom mjög snöggt upp og í rauninni tók allt ferlið skamman tíma. Nú er bara að leggjast yfir hópinn og fara yfir stöðuna. Það má búast við einhverjum breytingum á hópnum en hverjar þær breytingar verða get ég ekki sagt á þessari stundu. Við munum þó eflaust reyna að styrkja hópinn eitthvað, sagði Jörundur Áki. Ásthildur Helgadóttir ætlaði að spila með Blikum í sumar en hætti að lokum við og hélt áfram að spila með Malmö í Svíþjóð þar sem hún hefur farið á kostum. Lokaleikur tímabilsins í Svíþjóð er um næstu helgi og Ásthildur mun ákveða framhaldið í kjölfarið. Það er erfitt að taka ákvörðun og er að vega og meta hlutina þessa dagana. Hvort ég eigi að vera áfram í Svíþjóð eða koma heim en ég er komin í ákveðin verkefni heima sem toga í mig. Svo hefur fótboltinn ráðið lífi manns hingað til og nú er spurning hvort það sé kominn tími að láta eitthvað annað taka við, sagði Ásthildur í gær en hún sagði að ákveddi hún að vera áfram ytra kæmi ekkert annað til greina en að spila áfram með Malmö. Þegar ég fór til Svíþjóðar aftur sagðist ég koma til baka í Breiðablik. Svo er staðan orðin þannig að ég hef átt í vandræðum með bakið á mér sem og hnéð og mun fara í myndatökur vegna þeirra meiðsla fljótlega. Staðan er frekar óljós í augnablikinu. Svo er ég líka að hugsa um framtíðina en ég vil ekki eyðileggja skrokkinn í boltanum. Ég vil geta farið á skíði og annað þegar fótboltaferlinum lýkur, sagði Ásthildur Helgadóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira