Íslenski boltinn

Viðar Örn að glíma við meiðsli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn fór meiddur af velli gegn Víkingum.
Viðar Örn fór meiddur af velli gegn Víkingum. Vísir/Anton Brink

Viðar Örn Kjartansson, framherji KA í Bestu deild karla í fótbolta, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Víking á dögunum. Hallgrímur Jónasson staðfesti meiðslin í stuttu viðtali við Fótbolti.net.

Í viðtalinu segir Hallgrímur að Viðar Örn sé stífur aftan í læri en ætti ekki að vera lengi frá keppni. KA mætir KFA í Mjólkurbikarnum á föstudaginn kemur. Akureyringar fara á Hlíðarenda þann 23. apríl og fá svo FH í heimsókn 27. apríl.

Viðar Örn fór af velli eftir rúmlega hálftíma gegn Víkingum en þá var staðan þegar orðin 3-0. Leiknum lauk með 4-0 sigri Víkings.

Þessi 35 ára gamli framherji er á sínu öðru tímabili á Akureyri. Hann skoraði 6 mörk í Bestu deildinni í samtals 22 leikjum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×