Norrænu samstarfi beitt til að auka samkeppnishæfi 1. nóvember 2006 06:15 Halldór Ásgrímsson segist horfa til þess með tilhlökkun að takast á við starf framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi. Erlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi.
Erlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira