Lét hjartað ráða förinni 4. nóvember 2006 13:00 Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. „Ég fór í gegnum heilmikið ferli þegar ég var að vinna hana. Hún er einlæg og allt þetta sem ég hef bara ekki gert áður, ég er að átta mig á því núna,“ segir Friðrik Ómar. „Ég hef ekki sungið af einlægni fyrr. Ég er aðeins eldri og reyndari á öllum sviðum lífsins og er meira ég sjálfur.“ Áður hefur Friðrik sungið inn á plötuna „Ég skemmti mér“ ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem seldist í átta þúsund eintökum fyrir síðustu jól. Einnig vakti hann mikla athygli fyrir frammistöðu sína í undankeppni Evróvisjón á síðasta ári.Önnur lög voru betriFriðrik á tvö lög og fjóra texta á plötunni. Meðal þeirra sem eiga hin lögin eru Jóhann Helgason, Hallgrímur Óskarsson, Stevie Wonder og Van Morrison. „Ég ákvað það þegar ég fór af stað að ég vildi ekki fylla plötuna með lögum eftir mig ef þau voru ekki nógu góð. Mér fannst önnur lög einfaldlega betri og hin bíða bara betri tíma.“ Miði í náttborðsskúffunniFriðrik Ómar blandar á faglegan hátt saman hugljúfum ástarballöðum og léttum popplögum á plötunni. „Ég fór í náttborðsskúffuna mína um daginn og fann miða þar sem ég setti mér markmið fyrir 2006. Ég ætlaði að gera plötu með hjartanu og gerði það. Ég lagði upp með að hún væri góð heild og tók til dæmis út lag daginn sem platan fór í framleiðslu.“ Björgvin fyrirmyndAðspurður segir Friðrik að helstu áhrifavaldar hans í tónlist séu íslenskir. Nefnir hann Björgvin Halldórsson til sögunnar. „Hann er dæmi um mann sem er í bransanum lengi og gerir fullt af spennandi hlutum. Það er kalt á toppnum en hann hefur haldið sér þar. Hann er mín fyrirmynd hvað það snertir,“ segir Friðrik, sem hefur unnið með Björgvini á Broadway og þegar Bo söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum. Friðrik Ómar mun árita nýju plötuna í Smáralind og Kringlunni um helgina. Útgáfutónleikar verða síðan haldnir á Nasa hinn 22. nó[email protected] Menning Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. „Ég fór í gegnum heilmikið ferli þegar ég var að vinna hana. Hún er einlæg og allt þetta sem ég hef bara ekki gert áður, ég er að átta mig á því núna,“ segir Friðrik Ómar. „Ég hef ekki sungið af einlægni fyrr. Ég er aðeins eldri og reyndari á öllum sviðum lífsins og er meira ég sjálfur.“ Áður hefur Friðrik sungið inn á plötuna „Ég skemmti mér“ ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem seldist í átta þúsund eintökum fyrir síðustu jól. Einnig vakti hann mikla athygli fyrir frammistöðu sína í undankeppni Evróvisjón á síðasta ári.Önnur lög voru betriFriðrik á tvö lög og fjóra texta á plötunni. Meðal þeirra sem eiga hin lögin eru Jóhann Helgason, Hallgrímur Óskarsson, Stevie Wonder og Van Morrison. „Ég ákvað það þegar ég fór af stað að ég vildi ekki fylla plötuna með lögum eftir mig ef þau voru ekki nógu góð. Mér fannst önnur lög einfaldlega betri og hin bíða bara betri tíma.“ Miði í náttborðsskúffunniFriðrik Ómar blandar á faglegan hátt saman hugljúfum ástarballöðum og léttum popplögum á plötunni. „Ég fór í náttborðsskúffuna mína um daginn og fann miða þar sem ég setti mér markmið fyrir 2006. Ég ætlaði að gera plötu með hjartanu og gerði það. Ég lagði upp með að hún væri góð heild og tók til dæmis út lag daginn sem platan fór í framleiðslu.“ Björgvin fyrirmyndAðspurður segir Friðrik að helstu áhrifavaldar hans í tónlist séu íslenskir. Nefnir hann Björgvin Halldórsson til sögunnar. „Hann er dæmi um mann sem er í bransanum lengi og gerir fullt af spennandi hlutum. Það er kalt á toppnum en hann hefur haldið sér þar. Hann er mín fyrirmynd hvað það snertir,“ segir Friðrik, sem hefur unnið með Björgvini á Broadway og þegar Bo söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum. Friðrik Ómar mun árita nýju plötuna í Smáralind og Kringlunni um helgina. Útgáfutónleikar verða síðan haldnir á Nasa hinn 22. nó[email protected]
Menning Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira