Kammersveit á tónleikaferð 4. nóvember 2006 15:00 Félagar úr kammersveit reykjavíkur. Gera víðreist um landið og halda þrenna tónleika nú um helgina. Fyrst er stefnan tekin á Stykkishólmi MYND/Hörður Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. Sex félagar úr sveitinni halda tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 í dag, þau Rut Ingólfsdóttir, fiðla og listrænn stjórnandi sveitarinnar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Á morgun heldur sveitin tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði kl. 15 en að endingu verður leikið á Húsavík mánudagskvöldið 6. nóvember kl. 20 í sal Borgarhólsskóla. Á efnisskrá tónleikanna þriggja eru Strengjakvintett Schuberts í C-dúr op. 163, sem oft er nefndur drottning kammerverkanna sökum hversu fallegur hann þykir, og píanótríó í a-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, annað tveggja píanótríóa sem Sveinbjörn samdi á sínum ferli og eru að öllum líkindum þau hin fyrstu sem Íslendingur hefur samið. Allt frá stofnun árið 1974 hefur Kammersveit Reykjavíkur átt fastan sess í íslensku tónlistarlífi. Sveitin hefur staðið fyrir reglulegum tónleikum í Reykjavík en einnig haldið tónleika víða um land, og farið í ótal tónleikaferðir víða erlendis. Mikilvægur liður í starfi Kammersveitarinnar, allt frá upphafi, hefur verið rækt við frumflutning og upptökur á nýjum íslenskum tónverkum. Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2003 fyrir geisladiska sína með Brandenborgarkonsertum Bachs. Tónleikarnir þrír eru liður í verkefninu „Tónleikar á landsbyggðinni“ á vegum F.Í.T. og FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Verkefni þetta hefur verið við lýði, með hléum, frá árinu 1982 en um þrjátíu samstarfsaðilar víða um land koma að því. Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kammersveit Reykjavíkur gerir víðreist um þessar mundir og heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, Ísafirði og á Húsavík og flytur verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. Sex félagar úr sveitinni halda tónleika í Stykkishólmskirkju kl. 17 í dag, þau Rut Ingólfsdóttir, fiðla og listrænn stjórnandi sveitarinnar, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Á morgun heldur sveitin tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði kl. 15 en að endingu verður leikið á Húsavík mánudagskvöldið 6. nóvember kl. 20 í sal Borgarhólsskóla. Á efnisskrá tónleikanna þriggja eru Strengjakvintett Schuberts í C-dúr op. 163, sem oft er nefndur drottning kammerverkanna sökum hversu fallegur hann þykir, og píanótríó í a-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, annað tveggja píanótríóa sem Sveinbjörn samdi á sínum ferli og eru að öllum líkindum þau hin fyrstu sem Íslendingur hefur samið. Allt frá stofnun árið 1974 hefur Kammersveit Reykjavíkur átt fastan sess í íslensku tónlistarlífi. Sveitin hefur staðið fyrir reglulegum tónleikum í Reykjavík en einnig haldið tónleika víða um land, og farið í ótal tónleikaferðir víða erlendis. Mikilvægur liður í starfi Kammersveitarinnar, allt frá upphafi, hefur verið rækt við frumflutning og upptökur á nýjum íslenskum tónverkum. Kammersveitin hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2003 fyrir geisladiska sína með Brandenborgarkonsertum Bachs. Tónleikarnir þrír eru liður í verkefninu „Tónleikar á landsbyggðinni“ á vegum F.Í.T. og FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Verkefni þetta hefur verið við lýði, með hléum, frá árinu 1982 en um þrjátíu samstarfsaðilar víða um land koma að því.
Menning Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira