Heitt og erótískt en ekki klám 5. nóvember 2006 12:00 Birgir Örn Steinarsson gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Id. Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital. Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital.
Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira