Miklir rokkstjörnutónleikar verða haldnir í Laugardalshöll þann 30. nóvember. Allar hetjurnar úr Rock Star: Supernova hittast þar í fyrsta sinn síðan raunveruleikaþættinum lauk, eða þau Magni, Dilana, Toby og Storm ásamt húshljómsveitinni.
Auk þess mun Á móti sól hita upp með lögum af væntanlegri safnplötu sinni. Miðasala á tónleikana hefst í dag klukkan 12 á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Rokkað í Höllinni
