Rumsfeld hverfur úr embætti 10. nóvember 2006 03:45 Donald Rumsfeld situr í embætti þangað til nýkjörið þing hefur fallist á eftirmann hans. „Þetta byrjaði að þróast smám saman," sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráðherra Donalds Rumsfeld. Snow hélt því fram að þeir Rumsfeld og Bush forseti hefðu ekki tekið þessa ákvörðun í neinni skyndingu þegar ljóst var að kjósendur hefðu hafnað stefnu þeirra í Írak, eins og margir hafa talið, heldur hafi ákvörðunin átt sér mun lengri aðdraganda. Rumsfeld er eini maðurinn sem tvisvar hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra. Fyrst var það á árunum 1975 til 1977, þegar Gerald Ford var forseti, og þá var hann yngsti maður sem nokkru sinni hafði gegnt þessu embætti. Síðan tók hann aftur við því í ársbyrjun 2001 þegar George Bush var orðinn forseti, og er nú elsti maðurinn sem gegnt hefur þessu starfi. Rumsfeld hefur annars ekki látið aldurinn flækjast mikið fyrir sér. Þótt hann sé orðinn 74 þykir hann fullur orku og hefur til að mynda jafnan haft þann sið að standa við púlt á skrifstofu sinni í Pentagon-byggingunni, frekar en að sitja við skrifborð. Til marks um ósvífni hans, sem hefur farið í taugarnar á mörgum, jafnt samstarfsmönnum sem andstæðingum, má nefna stutta athugasemd sem hann skrifaði í desember árið 2002 á minnisblað bandaríska hersins um aðferðir, sem beita mátti við yfirheyrslur fanga í Guantanamo. Eftir að hafa undirritað skjalið, og þar með veitt heimild sína meðal annars til að láta fangana standa í „álagsstöðu" í allt að fjóra tíma, skrifaði Rumsfeld: „Hins vegar stend ég sjálfur í 8 til 10 tíma á dag. Hvers vegna er staða takmörkuð við fjóra tíma?" Erlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Sjá meira
„Þetta byrjaði að þróast smám saman," sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráðherra Donalds Rumsfeld. Snow hélt því fram að þeir Rumsfeld og Bush forseti hefðu ekki tekið þessa ákvörðun í neinni skyndingu þegar ljóst var að kjósendur hefðu hafnað stefnu þeirra í Írak, eins og margir hafa talið, heldur hafi ákvörðunin átt sér mun lengri aðdraganda. Rumsfeld er eini maðurinn sem tvisvar hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra. Fyrst var það á árunum 1975 til 1977, þegar Gerald Ford var forseti, og þá var hann yngsti maður sem nokkru sinni hafði gegnt þessu embætti. Síðan tók hann aftur við því í ársbyrjun 2001 þegar George Bush var orðinn forseti, og er nú elsti maðurinn sem gegnt hefur þessu starfi. Rumsfeld hefur annars ekki látið aldurinn flækjast mikið fyrir sér. Þótt hann sé orðinn 74 þykir hann fullur orku og hefur til að mynda jafnan haft þann sið að standa við púlt á skrifstofu sinni í Pentagon-byggingunni, frekar en að sitja við skrifborð. Til marks um ósvífni hans, sem hefur farið í taugarnar á mörgum, jafnt samstarfsmönnum sem andstæðingum, má nefna stutta athugasemd sem hann skrifaði í desember árið 2002 á minnisblað bandaríska hersins um aðferðir, sem beita mátti við yfirheyrslur fanga í Guantanamo. Eftir að hafa undirritað skjalið, og þar með veitt heimild sína meðal annars til að láta fangana standa í „álagsstöðu" í allt að fjóra tíma, skrifaði Rumsfeld: „Hins vegar stend ég sjálfur í 8 til 10 tíma á dag. Hvers vegna er staða takmörkuð við fjóra tíma?"
Erlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Sjá meira