Strákarnir í hinni fornfrægu hljómsveit Take That segjast ekkert sakna Robbie Williams. Þeir Gary Barlow, Howard Donald, Mark Owen og Jason Orange ákváðu að sameina sveitina á ný eftir langa pásu en Robbie Williams, sem hefur náð mestri frægð af þeim öllum, ákvað að vera ekki með.
Nú segja kapparnir að Robbie hefði ekki passað í hópinn eins og hann er núna. „Aðdáendur okkar gætu verið á annarri skoðun en ég er viss um að hann hefði ekki getað verið í hljómsveit með okkur. Við þekkjum hann ekki lengur,“ segir Howard Donald.