Petula Clark til landsins í desember 15. nóvember 2006 11:30 Petula Clark Er söluhæsta söngkona Breta fyrr og síðar en hún hefur selt yfir sjötíu milljónir platna. Sannkallaðir stórtónleikar verða í Laugardalshöllinni 5. desember en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun breska goðsögnin Petula Clark koma fram á þeim. Petula Clark mun þar syngja ásamt hinni norsku Sissel Kirkjebö á Frostroses: European Divas en tónleikarnir leysa af hólmi hinar íslensku Frostrósir og eru beint framhald af því verkefni. Clark mun einnig syngja í sérstakri sjónvarpsútsendingu sem tekin verður upp í Hallgrímskirkju en ekki verður selt inn á þá tónleika sem væntanlega verða sendir út til fjölda Evrópulanda. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Ragnhildur Gísladóttir verði fulltrúi Íslendinga á tónleikunum en hún hefur látið fremur lítið fyrir sér fara að undanförnu. Clark mun syngja Silent Night, eða Heims um ból, í Laugardalshöllinni auk þess sem hin virta söngkona tekur þátt í nokkrum atriðum með hinum dívunum fjórum sem tilkynntar verða í dag. Forsvarsmenn Frost, sem halda tónleikana, vildu ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Petula Clarke ætti að vera flestum tónlistar-unnendum að góðu kunn en hún hefur verið að í nálægt hálfa öld. Hún varð stjarna aðeins ellefu ára gömul þegar hún söng fyrir breska herliða sem börðust gegn yfirgangi þýskra nasista. Hún fluttist síðan til Frakklands og náði þar miklum árangri en sneri aftur heim og sló í gegn með slögurum á borð við Downtown og Don't Sleep on the Subway. Clark var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í söngvarmyndinni The Finian's Rainbow þar sem hún var í aðalhlutverki á móti goðsögninni Fred Astaire og hefur auk þess unnið til tvennra Grammy- verðlauna og verið boðin innganga í The Grammy Hall of Fame. Clark hefur selt í kringum sjötíu milljónir platna um allan heim og er söluhæsta söngkona Breta. Hún nýtur einnig mikilla vinsælda í Frakklandi og er söluhæsti listamaðurinn þar í landi og því ljóst að hér er um hvalreka að ræða fyrir íslenska tónlistaráhugamenn. Menning Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Sannkallaðir stórtónleikar verða í Laugardalshöllinni 5. desember en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun breska goðsögnin Petula Clark koma fram á þeim. Petula Clark mun þar syngja ásamt hinni norsku Sissel Kirkjebö á Frostroses: European Divas en tónleikarnir leysa af hólmi hinar íslensku Frostrósir og eru beint framhald af því verkefni. Clark mun einnig syngja í sérstakri sjónvarpsútsendingu sem tekin verður upp í Hallgrímskirkju en ekki verður selt inn á þá tónleika sem væntanlega verða sendir út til fjölda Evrópulanda. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Ragnhildur Gísladóttir verði fulltrúi Íslendinga á tónleikunum en hún hefur látið fremur lítið fyrir sér fara að undanförnu. Clark mun syngja Silent Night, eða Heims um ból, í Laugardalshöllinni auk þess sem hin virta söngkona tekur þátt í nokkrum atriðum með hinum dívunum fjórum sem tilkynntar verða í dag. Forsvarsmenn Frost, sem halda tónleikana, vildu ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Petula Clarke ætti að vera flestum tónlistar-unnendum að góðu kunn en hún hefur verið að í nálægt hálfa öld. Hún varð stjarna aðeins ellefu ára gömul þegar hún söng fyrir breska herliða sem börðust gegn yfirgangi þýskra nasista. Hún fluttist síðan til Frakklands og náði þar miklum árangri en sneri aftur heim og sló í gegn með slögurum á borð við Downtown og Don't Sleep on the Subway. Clark var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í söngvarmyndinni The Finian's Rainbow þar sem hún var í aðalhlutverki á móti goðsögninni Fred Astaire og hefur auk þess unnið til tvennra Grammy- verðlauna og verið boðin innganga í The Grammy Hall of Fame. Clark hefur selt í kringum sjötíu milljónir platna um allan heim og er söluhæsta söngkona Breta. Hún nýtur einnig mikilla vinsælda í Frakklandi og er söluhæsti listamaðurinn þar í landi og því ljóst að hér er um hvalreka að ræða fyrir íslenska tónlistaráhugamenn.
Menning Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira