Peter André og Katie Price, eða Jordan, hafa nú gefið út myndband við lag sitt. Parið er eitt af vinsælustu pörum í Bretlandi enda skrautlegir karakterar. Lagið Lagið A Whole New World með skötuhjúunum er frumraun þeirra saman á tónlistarsviðinu en André gaf út nokkrar smáskífur á árum áður.
Nú er komið út myndband og vekur það athygli að bæði Jordan og André koma fram nánast nakin, André í sturtu og Jordan í baði enda eru þau bæði óhrædd við að sýna líkamann. Myndbandið er tekið upp á Ítalíu og er tekið í svart/hvítu. Það eru skiptar skoðanir um lagið og myndbandið, ýmist finnst fólki það hallærislegt eða fallegt og eru þeir ívið fleiri sem finnst það hallærislegt.