Sælir með söngkonuleysi 28. nóvember 2006 14:30 Valur Heiðar Sævarsson segir sveitina vera orðna rokkaðri og er hæstánægður með nýju plötuna. fréttablaðið/stefán „Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva . Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva .
Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira