Samúræjar með sexhleypur 29. nóvember 2006 00:01 The Magnificent Seven Þessi nýja DVD útgáfa „síðasta vestrans“ svíkur ekki kvikmyndaáhugafólk, þá sem kunna að metra vestra og síst af öllu aðdáendur myndarinnar.eiga allir sinn þátt í því að myndin er löngu orðin sígild. Vestrinn The Magnificent Seven er nú fáanlegur í veglegri tveggja diska útgáfu. Þessi stjörnum prýdda mynd er fyrir löngu orðin sígild og er almennt talinn síðasti vestrinn af gamla skólanum en Sergio Leone kom í kjölfarið til sögunnar og endurskilgreindi kvikmyndagreinina. DVD-byltingin hefur haft margt gott í för með sér en fyrir kvikmyndaáhugafólk vegur vitaskuld þyngst hversu vasklega hefur verið gengið fram í endurútgáfum á gömlu efni á þessu nýja formi. Gamlar, sígildar bíómyndir, margar hverjar illfáanlegar, hafa því gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og eru iðulega teknar í gegn, hljóð lagað og skerpt á myndgæðum. Endurútgáfurnar eru svo gerðar enn fýsilegri þegar alls kyns aukaefni fær að fljóta með en það er til dæmis enginn skortur á slíku í nýju útgáfunni af Magnificent Seven.Vestri undir austrænum áhrifumThe Magnificent Seven er frá árinu 1960 og það er óhætt að segja að með henni hafi John Sturges gert síðasta klassíska vestrann en fjórum áður síðar tefldi Sergio Leone Clint Eastwood fram í A Fistful of Dollars og umbylti rótgróinni greininni með sínum hráu og harkalegu efnistökum. Sturges byggði The Magnificent Seven markvisst á Sjö samúræjum, meistaraverki japanska leikstjórans Akira Kurosawa, frá árinu 1954. Myndin greinir frá sjö mönnum sem allir eru flinkir með marghleypurnar og taka að sér að verja mexíkóskt þorp fyrir ágangi ribbaldagengis. Hetjurnar taka verkið að sér á ólíkum forsendum enda býsna mislit hjörð. Þrátt fyrir áræðnina og skotfimina bera ribbaldarnir sjömenningana ofurliði í fyrstu umferð en þeir láta ekki deigan síga, ákveða að þjálfa friðsama bændurna í þorpinu upp í vopnaburði og dáðum og láta svo sverfa til stáls fyrir alvöru. Steve McQueen stelur senunniHinn sköllótti og ábúðarmikli leikari Yul Brynner lék leiðtoga hópsins. Hann hafði líkt og Sturges heillast af mynd Kurosawa og átti sinn þátt í því að hún var löguð að vestranum. Brynner var eini leikarinn í hópnum sem hafði aflað sér verulegrar frægðar og vinsælda en myndin átti stóran þátt í að festa kappa eins og Steve McQueen, Charles Bronson og James Coburn í sessi sem þungavigtarmenn í bransanum. Steve McQueen kom ferskur til leiks og tókst með hörkulegum sjarma sínum að skyggja á Brynner og varð á næstu árum eitt helsta kyntáknið í Hollywood.Leiðin lá einnig upp á við hjá Coburn og Bronson sem festust í hlutverkum harðjaxla eftir frammistöðu sína í myndinni en Sturges kallaði þá báða, auk McQueen, til leiks þegar hann gerði The Great Escape, stjörnum prýdda stórmynd, nokkrum árum síðar. Flokk hetjanna sjö fylltu svo þeir Robert Vaughn, Brad Dexter og þýski nýliðinn Horst Bucholz. Eli Wallach fór svo á kostum í hlutverki bófaforingjans Calvera sem mætti andspyrnu byssumannanna af fullri hörku.Allt gekk uppÞrátt fyrir alls kyns vandræði við gerð myndarinnar, yfirvofandi leikaraverkfall, lögsóknir og ritskoðunartilburði mexíkóskra yfirvalda á tökustað tókst Sturges að skila af sér þéttum vestra sem sló í gegn. Öflugur leikhópurinn hafði sitt að segja og ekki skemmdi hressileg tónlist Elmers Bernstein fyrir heildarmyndinni.Það sem skipti Sturges þó mestu máli persónulega var að Kurosawa féll myndin í geð en hann mun hafa sent Sturges japanskt sverð með skilaboðum um að hann hafi séð myndina og kunnað vel að meta hana.Áhugavert aukaefniÞessi stafrænt hreinsaða útgáfa The Magnificent Seven er hvalreki fyrir þá sem kunna að meta almennilegar kúrekamyndir og ekki spillir aukaefnið fyrir og þeir sem vilja kafa ofan í sköpunarsögu myndarinnar koma ekki að tómum kofunum.Eli Wallach, James Coburn, Walter Mirisch framleiðandi, og Robert Relye aðstoðarleikstjóri ræða myndina á sérstakri hljóðrás sem hægt er að velja með henni og á seinni disknum er boðið upp á heimildarmynd um gerð myndarinnar þar sem Chazz Palminteri, John Carpenter, Lawrence Kasdan og James Coburn láta í sér heyra auk þess sem sýnt er úr gömlum viðtölum við Brynner. Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Vestrinn The Magnificent Seven er nú fáanlegur í veglegri tveggja diska útgáfu. Þessi stjörnum prýdda mynd er fyrir löngu orðin sígild og er almennt talinn síðasti vestrinn af gamla skólanum en Sergio Leone kom í kjölfarið til sögunnar og endurskilgreindi kvikmyndagreinina. DVD-byltingin hefur haft margt gott í för með sér en fyrir kvikmyndaáhugafólk vegur vitaskuld þyngst hversu vasklega hefur verið gengið fram í endurútgáfum á gömlu efni á þessu nýja formi. Gamlar, sígildar bíómyndir, margar hverjar illfáanlegar, hafa því gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og eru iðulega teknar í gegn, hljóð lagað og skerpt á myndgæðum. Endurútgáfurnar eru svo gerðar enn fýsilegri þegar alls kyns aukaefni fær að fljóta með en það er til dæmis enginn skortur á slíku í nýju útgáfunni af Magnificent Seven.Vestri undir austrænum áhrifumThe Magnificent Seven er frá árinu 1960 og það er óhætt að segja að með henni hafi John Sturges gert síðasta klassíska vestrann en fjórum áður síðar tefldi Sergio Leone Clint Eastwood fram í A Fistful of Dollars og umbylti rótgróinni greininni með sínum hráu og harkalegu efnistökum. Sturges byggði The Magnificent Seven markvisst á Sjö samúræjum, meistaraverki japanska leikstjórans Akira Kurosawa, frá árinu 1954. Myndin greinir frá sjö mönnum sem allir eru flinkir með marghleypurnar og taka að sér að verja mexíkóskt þorp fyrir ágangi ribbaldagengis. Hetjurnar taka verkið að sér á ólíkum forsendum enda býsna mislit hjörð. Þrátt fyrir áræðnina og skotfimina bera ribbaldarnir sjömenningana ofurliði í fyrstu umferð en þeir láta ekki deigan síga, ákveða að þjálfa friðsama bændurna í þorpinu upp í vopnaburði og dáðum og láta svo sverfa til stáls fyrir alvöru. Steve McQueen stelur senunniHinn sköllótti og ábúðarmikli leikari Yul Brynner lék leiðtoga hópsins. Hann hafði líkt og Sturges heillast af mynd Kurosawa og átti sinn þátt í því að hún var löguð að vestranum. Brynner var eini leikarinn í hópnum sem hafði aflað sér verulegrar frægðar og vinsælda en myndin átti stóran þátt í að festa kappa eins og Steve McQueen, Charles Bronson og James Coburn í sessi sem þungavigtarmenn í bransanum. Steve McQueen kom ferskur til leiks og tókst með hörkulegum sjarma sínum að skyggja á Brynner og varð á næstu árum eitt helsta kyntáknið í Hollywood.Leiðin lá einnig upp á við hjá Coburn og Bronson sem festust í hlutverkum harðjaxla eftir frammistöðu sína í myndinni en Sturges kallaði þá báða, auk McQueen, til leiks þegar hann gerði The Great Escape, stjörnum prýdda stórmynd, nokkrum árum síðar. Flokk hetjanna sjö fylltu svo þeir Robert Vaughn, Brad Dexter og þýski nýliðinn Horst Bucholz. Eli Wallach fór svo á kostum í hlutverki bófaforingjans Calvera sem mætti andspyrnu byssumannanna af fullri hörku.Allt gekk uppÞrátt fyrir alls kyns vandræði við gerð myndarinnar, yfirvofandi leikaraverkfall, lögsóknir og ritskoðunartilburði mexíkóskra yfirvalda á tökustað tókst Sturges að skila af sér þéttum vestra sem sló í gegn. Öflugur leikhópurinn hafði sitt að segja og ekki skemmdi hressileg tónlist Elmers Bernstein fyrir heildarmyndinni.Það sem skipti Sturges þó mestu máli persónulega var að Kurosawa féll myndin í geð en hann mun hafa sent Sturges japanskt sverð með skilaboðum um að hann hafi séð myndina og kunnað vel að meta hana.Áhugavert aukaefniÞessi stafrænt hreinsaða útgáfa The Magnificent Seven er hvalreki fyrir þá sem kunna að meta almennilegar kúrekamyndir og ekki spillir aukaefnið fyrir og þeir sem vilja kafa ofan í sköpunarsögu myndarinnar koma ekki að tómum kofunum.Eli Wallach, James Coburn, Walter Mirisch framleiðandi, og Robert Relye aðstoðarleikstjóri ræða myndina á sérstakri hljóðrás sem hægt er að velja með henni og á seinni disknum er boðið upp á heimildarmynd um gerð myndarinnar þar sem Chazz Palminteri, John Carpenter, Lawrence Kasdan og James Coburn láta í sér heyra auk þess sem sýnt er úr gömlum viðtölum við Brynner.
Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira