Enn leitað að jólunum 30. nóvember 2006 10:30 Leikritið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egilssonar naut mikilla vinsælda á fjölum Þjóðleikhússins í fyrra en verkið hefur nú verið tekið til sýninga á ný. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins í fyrra. Tveir skrítnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum við aðalinngang Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða eru Kristalssalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjallarinn, auk þess sem börnin fara um baksviðs í leikhúsinu. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið sem ætti að koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson en leikarar eru Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Erna Clausen, Hrefna Hallgrímsdóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason og Margrét Kaaber en þau tvö síðastnefndu eru nýir þátttakendur í sýningunni sem tekur tæpa klukkustund. Tónlistin úr verkinu hefur nú verið gefin út á geisladiski sem fæst í miðasölu Þjóðleikhússins og í verslunum Hagkaupa. Það er vissara að finna jólin Persónur úr verkinu Leitin að jólunum sprelluðu á tröppum Þjóðleikhússins um síðustu helgi.fréttablaðið/hrönn Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikritið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson við tónlist Árna Egilssonar naut mikilla vinsælda á fjölum Þjóðleikhússins í fyrra en verkið hefur nú verið tekið til sýninga á ný. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins í fyrra. Tveir skrítnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum við aðalinngang Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða eru Kristalssalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjallarinn, auk þess sem börnin fara um baksviðs í leikhúsinu. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið sem ætti að koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson en leikarar eru Rúnar Freyr Gíslason, Þórunn Erna Clausen, Hrefna Hallgrímsdóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason og Margrét Kaaber en þau tvö síðastnefndu eru nýir þátttakendur í sýningunni sem tekur tæpa klukkustund. Tónlistin úr verkinu hefur nú verið gefin út á geisladiski sem fæst í miðasölu Þjóðleikhússins og í verslunum Hagkaupa. Það er vissara að finna jólin Persónur úr verkinu Leitin að jólunum sprelluðu á tröppum Þjóðleikhússins um síðustu helgi.fréttablaðið/hrönn
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein